Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 20
20 Fréttir 14.–16. desember 2012 Helgarblað n Friðrik Jóhannsson er fluttur til Lettlands til að reka hluta Nordic Partners þar F riðrik Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Straums-Burðaráss er nú búsettur í Lettlandi. Þar sinnir hann rekstri á eignum sem áður heyrðu undir Nordic Partners, félag sem fjárfestirinn Gísli Þór Reynisson átti að stærstum hluta en hann lést árið 2009. Er um að ræða matar- og drykkjarvörufyrirtækið NP Confectionary AB og fasteignafélag- ið NP Properties sem nú heyra und- ir félagið NP Limited. „Reksturinn hefur verið að styrkjast en við vilj- um sjá framhald á því. Efnahagslífið hefur verið að styrkjast í Lettlandi og það sést á rekstri fyrirtækjanna,“ seg- ir Friðrik í svari við fyrirspurn DV um störf sín í Lettlandi. Vorið 2010 leysti skilanefnd Lands- bankans til sín allar eignir Nordic Partners en bankinn lánaði félaginu 80 milljarða íslenskra króna fyrir hrun samkvæmt skýrslu rann sóknar- nefndar Alþingis. Fékk skilanefndin Friðrik Jóhannsson til að sjá um fjár- hagslega endurskipulagningu á eign- um Nordic Partners. Þá vinnu hef- ur Friðrik unnið í gegnum félagið Icora Partners ásamt Gunnari Páli Tryggvasyni, fyrrverandi starfsmanni hjá Kaupthing Singer & Friedlander en saman eiga þeir Icora Partners. Enn stjórnað af fyrrverandi eigendum Á sama tíma og skilanefndin leysti til sín þær eignir sem Landsbank- inn hafði lánað fyrir var tilkynnt um stofnun félagsins NP Limited. Það félag heldur utan um eignir Nordic Partners í Eystrasaltslöndunum og Póllandi. Daumants Vitols, fyrrver- andi viðskiptafélagi Gísla Þórs Reyn- issonar í Lettlandi, fékk að kaupa 51 prósenta hlut í NP Limited ásamt öðrum stjórnendum sem aldrei hafa verið nafngreindir. Daumants Vitols starfaði áður sem framkvæmdastjóri Nordic Partners í Lettlandi og átti ell- efu prósent í gamla félaginu. Miklar efasemdir voru um það vorið 2010 að Daumants Vitols hefði fjárhagslega burði til að fjármagna þessi kaup. Í tilkynningu frá Landsbankan- um vorið 2010 kom fram að afskipt- um fyrrverandi eigenda Nord- ic Partners, annarra en Daumants Vitols, væri lokið. Er þar átt við þá Bjarna Gunnarsson, fyrrverandi fram kvæmda stjóra félagsins á Ís- landi, og Jón Þór Hjaltason, sem var stjórnar formaður. Hávær orðrómur hefur þó verið um það að þeir Bjarni og Jón Þór hafi staðið að baki Daum- ants Vitols þegar hann eignaðist 51 prósents hlut í NP Limited. Í kynningu fyrir kröfuhöfum Lands bankans segir að það hafi verið mat skilanefndarinnar að hagsmun- ir kröfuhafa hafi verið best tryggð- ir með því að láta heimamenn leiða uppbygginguna. Utanaðkomandi aðilar hafi verið fengnir til að vinna að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins. Þannig er Friðrik Jó- hannsson nú starfandi fyrir NP Lim- ited í Lettlandi og situr Gunnar Páll Tryggvason í stjórn félagsins en þeir eiga saman ráðgjafarfyrirtækið Icora Partners líkt og áður kom fram. Friðriki lofað hlut í félaginu Heimildir DV herma að Friðrik Jó- hannsson starfi nú í Lettlandi með þeim Bjarna og Jóni Þór að rekstri NP Limited ásamt áðurnefndum Daum- ants Vitols. Minna fari því fyrir því að „heimamenn“ leiði uppbygginguna eins og skilanefnd Landsbankans hefur haldið fram. Fullyrt er við DV að fyrrver- andi eigendur Nordic Partners, þeir Bjarni og Jón Þór, hafi lofað Frið- riki 20 prósenta hlut af því hlutafé sem nú er skráð á Daumants Vitols og hans stjórnendateymi. Þann hlut fái Friðrik fyrir að hafa náð „góðum samningum“ fyrir hönd fyrrverandi eiganda við skilanefnd Landsbank- ans. Þeir sem raunverulega stjórni í Lettlandi séu þeir Friðrik, Bjarni og Jón Þór en Daumants Vitols hafi lítil áhrif. Þess skal getið að þeir Friðrik, Bjarni og Jón Þór eru allir skráðir með lögheimili í Lettlandi. „Ég vinn sem ráðgjafi við þetta verkefni,“ var svar Friðriks við þeirri spurningu DV í hverju starf hans fyrir NP Limited fælist og fyrir hönd hverja hann sinnti því. Friðrik svaraði hins vegar engu um það hvort hann ætti sjálfur eignarhlut í félögum tengdum NP Limited. Þénaði 400 milljónir 2007 Viðmælandi sem DV ræddi segir að svo virðist sem Friðrik sitji beggja vegna borðs. Hann þiggi há ráðgjafar- laun frá þrotabúi Landsbankans fyr- ir störf sín fyrir NP Limited en á sama tíma séu fyrrverandi eigendur Nord- ic Partners að hygla honum með lof- orði um eignarhlut þar sem hann hafi samið vel við skilanefndina fyrir þeirra hönd. Þess skal getið að Friðrik ætti ekki að vera á flæðiskeri staddur. Hann fékk einn stærsta starfslokasamning sem nokkur Íslendingur hefur feng- ið þegar hann hætti sem forstjóri Straums vorið 2007 þegar William Fall tók við bankanum. Árslaun Frið- riks námu 412 milljónum króna árið 2007. Þá greiddi Icora Partners, fé- lag Friðriks sem meðal annars sinnir ráðgjafarvinnu fyrir þrotabú Lands- bankans, sér 33 milljónir króna í arð árið 2011. Fékk Friðrik 13 milljónir króna af arðinum beint í vasann eft- ir að hafa greitt 20 prósent í skatt. n Skuldir nokkurra félaga Nordic Partners við Lands- bankann tengdum starfsemi í Eystrasaltslöndunum n NP Properties 31.360 n NP Confectionary AB 14.217 n Nordic Partners ehf. 10.269 n Mikado Capital Ltd. 1.664 n SIA Sporta lelas Centrs 711 n SIA Miera lela Centrs 711 n SIA Tallinas lela Centrs 711 n SIA NP Salaspils biznesa parks 1.225 n Nordic Partners SA 1.644 n JSC Gutta 1.169 Alls: 64 milljarðar króna. Landsbankinn lánaði Nordic Partners 80 milljarða *Allar tölur í milljörðum króna. 60 MILLJARÐA AFSKRIFTIR HJÁ NORDIC PARTNERS Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Gríðarleg umsvif í Lettlandi Sögu Nordic Partners má rekja allt til ársins 1996. Þá festi Gísli Þór Reynisson fjárfestir kaup á plastverksmiðju í Lettlandi en hann hafði stuttu áður lokið doktorsnámi í fjár­ málahagfræði í Finnlandi þar sem hann var búsettur. Á næstu árum jukust umsvif Gísla og Nordic Partners stöðugt í Lettlandi. Segja má að umsvifin hafi þó stóraukist eftir að Landsbankinn hóf samstarf við Nordic Partners árið 2004. Það ár eignaðist Landsbankinn í Lúxemborg 53 prósenta hlut í Nordic Partners. Sá Landsbankinn í Lúxemborg einnig um að fá kennitölu fyrir félagið Nordic Partners S.A. á Íslandi samkvæmt skjölum sem DV hefur undir höndum. Nordic Partners SA var aflandsfélag og má rekja eignarhald þess til Panama líkt og margra annarra félaga sem útibú íslensku bankanna sáu um að stofna í Lúxemborg. Nordic Partners átti líka félagið Mikado Capital Limited og sá útibú Landsbankans á Íslandi um að fá kennitölu fyrir það á Íslandi árið 2006 samkvæmt gögnum DV. Mestu umsvif Nordic Partners í Lettlandi er rekstur svokallaðra iðngarða í gegnum félag sem heitir NP Properties. Á félagið átta slíka í Lettlandi og starfa um 150 fyrirtæki, bæði innlend og erlend innan iðngarða félagsins í Lettlandi. Iðngarðarnir eru staðsettir á sex stöðum í Lettlandi. NP Properties skuldaði Landsbankanum rúmlega 30 milljarða króna fyrir hrun. Önnur stór starfsemi í Lettlandi er rekstur sælgætisframleiðandans Laima, kexverk­ smiðjan Starburadze og drykkjarvöruframleiðandinn Gutta svo fátt eitt sé nefnt. Þessi fyrirtæki voru innan félagsins NP Confectionary AB en það skuldaði Landsbankanum um 14 milljarða króna fyrir hrun. Þrálátur orðrómur um mafíutengsl Fjölmiðlar hafa sagt frá því að Gísli Þór Reynisson hafi haft sterk tengsl við mafí­ una í Lettlandi. Enda spilling töluverð í landinu. Þá var fullyrt að eftir að umsvif hans jukust í landinu hafi hann þurft á fylgd lífvarða að halda. DV hefur ekki fengið upplýsingar um það hvort núver­ andi stjórnendur NP Limited í Lettlandi eigi í samstarfi við mafíuna þar í landi né hvort þeir þurfi á fylgd lífvarða að halda. Eins og sjá má í töflu með frétt námu skuldir Nordic Partners og tengdra félaga nærri 80 milljörðum króna við Landsbankann í lok árs 2008 samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Heimildir DV herma að Nordic Partners og tengd félög hafi fengið afskrifaða um 60 milljarða króna af skuldum sínum hjá Landsbankanum. Þar af leiðandi sé rekstur á eignum félagsins í Lettlandi, þar sem Friðrik Jóhannsson, Bjarni Gunnarsson, Jón Þór Hjaltason og Dau­ mants Vitols stjórna, í nokkuð góðum farvegi um þessar mundir. Enda annað óeðlilegt hjá fyrirtæki sem fær 75 pró­ senta niðurfærslu á skuldum hjá stærsta lánveitanda sínum – Landsbankanum. Fékk 400 milljónir 2007 Friðrik Jóhannsson, sem nú stýrir eignum Nordic Partners í Lettlandi, var með 412 milljónir í árslaun árið 2007 en hann lét af störfum sem forstjóri Straums­ Burðaráss í maí það ár. MyND: VIðSkIPTABLAðIð Stjórnar litlu Samkvæmt heimildum DV stjórnar Daumants Vitols, framkvæmdastjóri NP Limited í Lettlandi, litlu í félaginu. Hann hafi einungis verið leppur fyrir fyrrverandi íslenska eigendur Nordic Partners sem nú stjórna félaginu. Eiga fjölda iðngarða Félagið NP Properties rekur átta iðngarða víðsvegar um Lettland. NP Properties skuldaði Landsbankanum rúmlega 30 milljarða króna fyrir hrun. Á myndinni má sjá Nordic Industrial Park í Olaine.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.