Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 37
 37Helgarblað 14.–16. desember 2012 karlmenn urðu fórnarlömb bandaríska fjöldamorðingjans Aileen Carol Wuornos. Morðin framdi Wuornos í Flórída í Bandaríkjunum á árunum 1989 og 1990. Eftir að hún var handtekinn viðurkenndi hún að hafa orðið mönnunum að bana en hún hélt því fram að morðin hefði hún framið í sjálfsvörn. Wuornos, sem var vændiskona, sagði að mennirnir hefðu allir nauðgað henni eða gert tilraun til þess. Hún var engu að síður dæmd til dauða af dómstól í Flórída, þar sem hún var tekin af lífi í október árið 2002.7 barnamorð- inginn betty n Betty var dæmd til dauða fyrir þrjú morð n Kannski voru fórnarlömb hennar ívið fleiri L ífið hafði ekki ávallt leikið við Henry Eccles. Eiginkona hans hafði fallið frá ung að árum og Henry þurfti að ala önn fyrir þremur börnum þeirra. Til að sjá sér fært að standa við þá skuldbindingu hafði Henry neyðst til að þiggja vinnu í Manche- ster á Englandi, í tæpra þrettán kílómetra fjarlægð frá Bolton þar sem hann bjó við Turnerbridge- veg. Í þá daga, rétt fyrir miðja 19. öldina, gat verið snúið að ferðast slíka vegalengd daglega. Því þurfti Henry að fara að heiman á sunnu- dagskveldi og snéri ekki heim fyrr en seint og um síðir á laugardegi tæpri viku síðar, en allt að einu. Henry taldi sig himin höndum hafa tekið er hann kynntist Betty Haslam, 38 ára ekkju, og gengu þau í hjónaband í janúar 1841. Sam- tals áttu þau fjögur börn; William 15 ára, Richard 13 ára, Alice níu ára og Mary, einnig níu ára. Drengirnir störfuðu í verksmiðju líkt og Henry og heildarinnkoma fjölskyldunn- ar var með ágætum enda vinnu- dagarnir langir. Henry fannst sem Betty væri ljósið í annars drungalegri og erf- iðri tilveru því í fjarveru hans sá hún um börnin og heimilið sem að flestra sem til þekktu var ríkt af hamingju og umhyggju. Þrjú dauðsföll á skömmum tíma En ekki var allt sem sýndist og þess var skammt að bíða að skugga bæri á það sem öllum virtist ástríkt heimili og sorgin átti eftir að knýja þar dyra. En áður en það gerðist dundi áfall á nágrönnum fjölskyldu Henry. Í júní 1842 andaðist tíu mánaða sonur Heywood-fjölskyldunnar, William, fyrirvaralaust. Betty hafði gætt hans fyrir fjölskylduna og full- yrti hún að William hefði fengið slag, einhvers konar, og sá enginn ástæðu til að efast um orð hennar. En þann 9. september dó Alice, dóttir Betty frá fyrra hjónabandi, án nokkurs aðdraganda og hálfum mánuði síðar fór eins fyrir William, eldri syni Henry. Það dauðsfall reyndi Betty að útskýra sem af- leiðingu mikils sótthita. Arsenik, en ekki hvað? Þrátt fyrir að Henry hafi ekki verið tortrygginn vegna skýringa Betty á dauðsföllunum þá fór því fjarri að slíkt hið sama væri hægt að segja um nágrannana. Skyndilegur dauðdagi Williams litla hafði vak- ið upp fjölda spurninga og innan tíðar bankaði lögreglan upp á hjá Eccles-hjónunum. Ekki lagði lögreglan mikinn trúnað á útskýringar Betty á dauða stjúpsonar síns og skurðlæknir að nafni Joseph Denham var fenginn til að kryfja William og kanna inni- hald maga hans. Í ljós kom að William hafði inn- byrt býsnin öll af arseniki. Í kjölfarið var lík Williams Heywood grafið upp og ekki látið þar við sitja því lík tveggja barna Betty frá fyrra hjónabandi, Nancy og Hannah, voru einnig grafin upp. Arsenik fannst í tveimur líkanna. Ákærð fyrir þrjú morð Þegar þarna var komið sögu hafði lögreglan í höndunum nægar sannanir til að leggja fram ákæru og 28. september, 1842, var Betty handtekin og ákærð fyrir morð á William, stjúpsyni sínum, og dætrum sínum tveimur, Nancy og Hönnuh. Réttarhöldin hófust í Liverpool í apríl 1843 og ljóst frá upphafi að sönnunargögn gegn Betty voru ærin, meðal annars var vitað að hún hafði keypt arsenik einhverju áður en börnin dóu. Það tók kviðdómara ekki nema þrjú korter að komast að niður- stöðu og töldu þeir sekt Betty sann- aða. Betty var hin rólegasta allt þar til dauðadómurinn var kveðinn upp. „Náð! sagði hún biðjandi við dómarann. „Hæstvirtur dómari og herramaður, ég vona að þér sýnið mér náð.“ En Betty talaði fyrir dauf- um eyrum og enga náð var að finna í dómsalnum fyrir konu sem hafði myrt þrjú, og jafnvel fleiri, börn. Barðist um á hæl og hnakka Nokkrum dögum fyrir aftökuna ját- aði Betty sök sína og á hádegi 6. maí, 1843, var hún leidd að aftöku- staðnum, ásamt Wilmot nokkrum Buckley sem hafði verið sakfelldur og dæmdur til dauða fyrir að hafa banað eiginkonu sinni. Þó Wilmot þessi sé engan veg- inn aðalpersóna í þessari frásögn er vert að geta þess að hann tók örlögum sínum með stóískri ró, en sömu sögu var ekki að segja af Betty. Almenningur, því aftakan fór fram opinberlega fyrir utan Kirk- dale-fangelsið í Liverpool, gat fylgst með baráttu þessarar dauða- dæmdu konu, baráttu sem stóð yfir í eilífðartíma, að því er virtist. Dauðinn líknaði sig ekki yfir Betty fyrr en eftir að hún hafði hangið tvær mínútur í snörunni. En hve mörg voru fórnarlömb Betty í reynd? Sagan segir að hún hafi sagst hafa eignast tíu börn. Í ljósi þess má leiða líkur að því að fórnarlömb hennar hafi því ver- ið fleiri en fimm, og jafnvel náð tveggja stafa tölu. n „Hæstvirtur dómari og herramaður, ég vona að þér sýnið mér náð Kirkdale-fangelsið Betty var tekin af lífi fyrir utan fangelsið. Arsenik Eitrið fannst í þremur fórn- arlömbum Betty.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.