Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 30
30 Viðtal 14.–16. desember 2012 Helgarblað
duglegur krakki en rólynd og hafði
mig ekki mikið í frammi. Enda var
ég orðin 25 ára gömul þegar ég hélt
mína fyrstu ræðu. Ég hafði alltaf
ástríðu fyrir minni sannfæringu en
hafði enga þörf fyrir að öskra það á
torgum.“
Hins vegar hefðu færri orðið
hissa hefði hún gerst rithöfundur.
„Ég þóttist einu sinni ætla að verða
rithöfundur og skrifaði mikið sem
barn, sögur og ljóð. Stundum sé ég
það í hyllingum að sitja ein við skrift-
ir en innst inni veit ég að ég myndi
ekki njóta mín þannig.
Mig langaði til að skrifa og mig
langaði til að kenna,“ segir Hanna
Birna sem fór í háskólanám til þess
að verða háskólakennari og íhugaði
einnig um tíma að gerast fjölmiðla-
kona. „Ég ætlaði ekki að taka þátt í at-
burðunum heldur ætlaði ég að skrifa
um þá.“
Það er hins vegar löngu liðinn
draumur og langt síðan hún hefur
sest niður við skriftir. „Ég myndi vilja
skrifa bók um stjórnmál, ramma inn
þessa hugmyndafræði en það myndi
ég bara gera fyrir sjálfa mig. En ég
veit ekki hvenær ég ætti að finna
tímann til þess.“
Hún hlær og segist vera of fer-
hyrnd til þess að geta nokkurn tím-
ann skrifað skáldsögu. „Ég dáist að
fólki sem setur tungumálið þannig
upp að það verður eins og tónlist í
eyrunum á manni og einhvern tím-
ann þóttist ég vera skáldleg. Ég var
nettur nörd í þessu sem krakki, en ég
myndi skrifa um eitthvað raunsærra.“
Það er hins vegar af og frá að hún
muni nokkurn tímann gera upp eig-
in stjórnmálaferil í bók. „Mér leiðast
svo stjórnmálamenn sem telja að all-
ur heimurinn hafi áhuga á uppgjör-
um þeirra. Þá finnst mér ærlegra að
segja hlutina eins og þeir eru þegar
þeir gerast en að vera með þessar
eftirágreiningar. Ég vona að þegar ég
hætti í stjórnmálum muni ég horfa
til framtíðar og taka þátt í umræðum
um það sem getur orðið í stað þess
að vera föst í baksýnispeglinum.“
Hefði viljað fleiri börn
Talandi um upprunann. Foreldrar
hennar, þau Kristján Ármannsson
og Aðalheiður Jóhanna Björnsdóttir,
giftu sig svo ungir að þeir þurftu leyfi
frá forseta Íslands. Á aldrinum 18–
22 ára eignuðustu þau þrjú börn.
„Pabbi var að fara í gegnum iðnnám
og mamma var heima með okkur.
Það hefur eflaust verið svolítið basl
hjá þeim en við fundum ekki mikið
fyrir því. En ég er líka mótuð af því
að ganga í gegnum lífið með þeim.
Fara úr pínulítilli leiguíbúð í fyrstu
blokkaríbúðina og hjálpa svo til við
að skafa timbur þegar þau byggðu
húsið sitt þegar við vorum orðnir
unglingar. Lífsbaráttan var hluti af
því að alast upp.
Þetta var öðruvísi hjá okkur. Þegar
ég eignaðist mitt fyrsta barn var ég
orðin 32 ára gömul, gift kona. Við
hjónin vorum bæði búin að ljúka
námi, komin í ágætisstörf og í eigið
húsnæði. Ég var búin að ferðast mik-
ið, upplifa margt og eiga góðan tíma
fyrir sjálfa mig. Þannig að ég var
ótrúlega reiðubúin til þess að eign-
ast barn og þegar ég varð mamma
var sú tilfinning engu lík. Ég vissi og
skildi að lífið yrði aldrei samt og var
sátt við það. Lífið fór frá eintölu yfir í
fleirtölu, frá mér yfir í okkur. Það eru
engin augnablik því lík.“
Eftir á að hyggja þá er það eina
sem hún hefði viljað gera öðruvísi.
„Ef ég fengi annað tækifæri þá myndi
ég eignast börn fyrr til að geta eignast
fleiri. Ég hefði viljað eiga fleiri börn.
Ég ofmat þennan öryggisþátt,
að allt þyrfti að vera í föstum skorð-
um, að það væri besti tíminn til þess
að eignast barn. Ég áttaði mig ekki
á því að þegar þú eignast barn þá er
það svo ríkur hluti af lífinu að það fer
með þér í gegnum allt og breytingar
eru ekkert það versta sem gerist í lífi
barna. Ég skil ekkert í mér að hafa
fundist ég of ung þegar ég var á þrí-
tugsaldri.
Ég held að þegar ég sit í lok ævi-
kvöldsins þá sé þetta það eina sem
ég mun kannski hugsa að ég hefði
átt að gera aðeins öðruvísi. En eins
og ég segi, það er dásamlegt að eiga
tvö börn og svo erum við komin með
hund þannig að það er alltaf eitt-
hvað,“ segir hún brosandi.
Vill meiri léttleika
Sjálf var hún mjög alvörugefið barn
og í gegnum tíðina hefur hún átt
það til að taka hlutina of alvarlega.
„Mér hættir til að taka allan pakk-
ann og finnast ég bera ábyrgð á
öllu. Sem barn hafði ég ekki mikinn
húmor fyrir því ef hlutirnir röðuðust
ekki upp eins og ég vildi. En ég hef
reynt að temja mér meiri léttleika og
húmor.
Nú er ég 46 ára og á unglingstelpu
sem er ansi dugleg við að minna mig
á að ég er að nálgast fimmtugt því
henni finnst það fyndið. Ég segi ekki
að ég sé með aldurskomplexa en eftir
að ég varð fertug varð ég allt í einu
meðvituð um að ég væri að eldast.
Svo áttaði ég mig á því að ég er enn að
þroskast og taka á því sem mér finnst
ég þurfa að breyta í mínu fari. Ég er
alltaf að reyna að verða betri mann-
eskja. Ég held að því verkefni ljúki
aldrei, þá fyrst verð ég orðin gömul.
Þannig hef ég til dæmis mark-
visst og meðvitað reynt að vera af-
slappaðri. Ég reyni að minna mig á
það hversu lánsöm ég er og hversu
þakklát ég má vera. Ég á heilbrigð
börn, dásamlega fjölskyldu og bý
í þessu góða landi. Ég veit að það
hljómar eins og klisja en fyrir mig er
það áminning lífsins og kemur mér í
gegnum allt.
Að sama skapi á ég það til að vera
utan við mig og mér hættir til að vera
fjarræn, í eigin heimi ef þannig ligg-
ur á mér. Ég vinn allt of mikið og er
alltaf með hugann við verkefnin.
Þannig að ég reyni að tryggja að tím-
inn sem ég er með stelpunum sé tími
þar sem ég er með þeim en sé ekki
með hugann við annað. Maðurinn
minn er svo dásamlega góður í því
en ég stend mig að því að vera með
þeim, með símann við hliðina á mér,
aðeins að gjóa augunum á fréttirnar
og hugsa um lausnir annarra verk-
efna. Mig langar að breyta þessu.“
Ögra hvort öðru
Þá er hún einnig meðvituð um mikil-
vægi þess að hlusta frekar en að tala
og reynir að temja sér það. „Ég elska
að sitja í hópi fólks með ólíkar skoð-
anir og vil stilla í kringum mig fólki
sem ögrar mér. Ég vil ekki vera um-
kringd fólki sem segir já við öllu sem
ég segi. Ég vil vera í kringum fólk sem
tekur slaginn við mig. Það gerir meira
fyrir mig sem manneskju og stjórn-
málamann að taka umræðuna.“
Sem betur fer er hún gift þannig
manni. „Ég er gift manni sem er ólíkur
mér, við ögrum hvort öðru, spyrjum
spurninga og ræðum málin. Og ég á
ekki betri vin, ráðgjafa eða samverka-
mann í nokkru en manninn minn.
Mér finnst eins og ég hafi unnið í lífs-
ins happdrætti að hafa fundið þenn-
an mann. Hann er góður í gegn.
Hann er heimspekingur, bæði að
upplagi og mennt, og nálgast hlutina
með hætti sem mér finnst enn
forvitnilegur, 25 árum síðar. Hann sér
hlutina allt öðruvísi en ég. Það er líka
einhver kyrrð í honum gagnvart lífinu
sem mér finnst heillandi. Svo er hann
klár, sniðugur og fyndinn og ég er
alltaf jafn skotin í honum. Auðvitað
fæ ég stundum leið á honum,“ segir
hún hlæjandi, „en það varir aldrei
lengi. Sumir segja að það sé mikil
vinna að eiga gott samband en mér
finnst það mjög ánægjuleg vinna.
Sambandið breyttist auðvitað þegar
við eignuðumst börnin og þegar ég
fór að kynnast honum í föðurhlut-
verkinu varð ég enn ástfangnari af
honum. Hann nálgast það með svo
einstökum hætti. Það er mitt lán.“
Besta ákvörðun lífsins
Hún fann hann í Háskólanum. Hún
var í stjórnmálfræði og var að selja
eitthvað dót til að komast í náms-
ferð. Vilhjálmur var ritstjóri stúd-
entablaðsins og tók við hana viðtal.
„Ég trúi ekki á ást við fyrstu sýn en
ég trúi því næstum því að þegar ég sá
hann þá vissi ég að gæfa mín fylgdi
honum. Ég varð strax skotin í hon-
um. Ég held að það hafi verið gagn-
kvæmt en við erum bæði hæggengar
manneskjur svo ég við önuðum ekki
að neinu. Það var ákveðinn með-
göngutími á þessu, við urðum góðir
vinir, par og seinna fórum við að búa.
Ég hef aldrei efast um það eitt
augnablik að það var ein besta
ákvörðun lífs míns að giftast honum.
Það er þessi fullvissa um að þú sért
reiðubúin að leggja líf þitt í hend-
urnar á honum og ég hef alltaf verið
það. Ég held að það sé eins með
hann. Þessi viðvarandi tilfinning um
að hann sé félagi þinn. Sú tilfinning
hefur aldrei farið.“
Hann er líka hennar helsti stuðn-
ingsmaður í stjórnmálum. „Hann
hvetur mig áfram og kvartar ekki und-
an álagi. Ég efa að ég hefði orðið eins
virk í stjórnmálum ef ekki væri fyrir
hann. Ég held að það sé erfitt að gera
stjórnmál að ævistarfi ef maki þinn
er ekki sáttur við það því starfið tekur
meira af fólkinu þínu en mörg önnur
störf.“
Hún tekur dæmi og segir að þegar
hún varð borgarstjóri þá fór hann í
nám svo þau hefðu meiri tíma til að
sinna börnunum. „Við höfum gert það
þegar annað okkar á sérstaklega ann-
ríkt þá hægir hitt á, en það skal viður-
kennast að það hefur lent meira á
honum á undanförnum árum en mér.
Við tökumst hins vegar á við hlutina í
sameiningu.“
Þau giftu sig árið 1995 þegar Hanna
Birna var 29 ára gömul. Brúðkaupið
var látlaust þar sem Hanna Birna seg-
ir að þau séu hvorugt fólk stórra við-
burða. Athöfnin fór fram í Garðakirkju
mitt á milli Hafnarfjarðar og Álftaness,
þar sem hún er úr Hafnarfirðinum og
hann af Álftanesinu.
Fimm ár á flakki
Á meðan þau luku mastersnámi
bjuggu þau í Skotlandi í eitt ár.
„Það var algjörlega himneskt og
síðan höfum við reynt eins og fjár-
hagurinn leyfir að ferðast og kynn-
ast menningu annarra þjóða. Við
förum mikið til Ítalíu því þar er
hlýtt og notalegt og það er svo gam-
an hvað Ítalir eru hrifnir af börnum.
Þegar við erum komin á ellilíf-
eyri þá ætlum við að taka fimm ár
í það að fara á milli landa og vera
eitt ár í senn á hverjum stað. Japan,
Bandríkin og Ítalía eru þau lönd
sem við erum búin að sammælast
um. Við erum löngu búin að ákveða
þetta en svo getur vel verið að við
verðum komin með barnabörn og
orðin svo heimakær að það hvarflar
ekki að okkur að fara út fyrir borg-
armörkin. En þetta er okkar draum-
ur.“
Prófuðu íbúðaskipti
Síðasta sumar ákváðu þau að hafa
íbúðaskipti við fólk sem býr í New
York. Þau lánuðu þeim húsið sitt
og fengu í staðinn að nota íbúð-
ina þeirra. „Þetta var í fyrsta sinn
sem við gerum þetta. Það var ótrú-
lega gaman að vera á sama stað allt
sumarfríið og verða þannig hluti
af einhverju samfélagi í einhverri
blokk í New York. Ég elska að koma
þangað og opna ég alla glugga til að
heyra lætin allan sólarhringinn. Ég
elska hljóðin í bílunum og fólkinu
og finn einhverja ró í hávaðanum,
látunum og lífinu.
Eins fannst mér mun ánægju-
legra en ég gerði ráð fyrir að lána
húsið okkar, því ég var ekki alveg viss
um að það væri fyrir mig. En það var
svo gaman hversu mjög þau nutu
þess. Allt í einu lærði ég að meta
ýmis legt sem mér hafði þótt sjálf-
sagt, eins og að þurfa ekki alltaf að
læsa og geta gengið út í garð og sest
þar með tebollann á náttsloppnum.
Þannig að þetta er klárlega reynsla
sem við munum endurtaka.
Það er líka svo gaman að ferðast
með börnin sem eru svo uppn-
umin af þessum litlu sögum sem
eru úti um allt og það er svo dásam-
legt þegar þær verða vitni að ein-
hverju sem er svo gjörólíkt þeirra
veruleika.“
Trúir að allt sé hægt
Þrátt fyrir að vera mikið borgarbarn
og finna þessa hvíld í stórborgum
getur hún ekki hugsað sér að búa
annars staðar en á litla Íslandi. Ekki
sem stendur og ástæðan er einföld.
„Mig langar til þess að hafa áhrif en
annars staðar væri ég bara pínulít-
ill fiskur í risastóru vatni. Hér finnst
mér ég hafa tækifæri til þess að
hafa áhrif. Ég geri ekkert nema hafa
til þess bakland, stuðning og fjöl-
skylduna með mér.
En ef ég fæ tækifæri til og er með
rétta fólkinu þá er ég sannfærð um
að ég geti látið gott af mér leiða. Það
gefur mér kraft líkt og hvatningin
sem ég fæ. Stuðningurinn sem mér
er sýndur fyllir mig trú á að allt sé
hægt. Enda finnst mér ég vera að
berjast fyrir hugsjónum sem skipta
máli.“ n
„Ef ég fengi ann-
að tækifæri þá
myndi ég eignast börn
fyrr til að geta eignast
fleiri. Ég hefði viljað eiga
fleiri börn.
„Mér hættir til að
vera fjarræn, í eig-
in heimi ef þannig liggur á
mér. Ég vinn allt of mikið
og er alltaf með hugann
við verkefnin.
Elskaði að vera borgarstjóri Hanna Birna bað starfsfólkið að víkja frá hefðinni og kalla hana ekki borgarstjóra, því hún vildi ekki
samlagast valdinu. Enginn ósigur hefur þó verið eins sár og að fá ekki tækifæri til þess að halda áfram á þeirri leið sem hún var í því embætti.