Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 38
38 14.–16. desember 2012 Helgarblað m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g „Að mínu mat er þetta bók ársins“ „Þetta er bók sem maður grípur aftur og aftur“ Nonni - Pater Jón Sveinsson Gunnar F. Guðmundsson Stuð vors lands Doktor Gunni É g held að ég hafi lítið pælt í því að verða tónlistarkona þegar ég var lítil. Ég var alltaf að læra á píanó en fékk leið á að æfa mig og fór í lúðra- sveit. Á unglingsárunum var ég í hljómsveitum og fór þá að gera mér grein fyrir að ég vildi gera eitt- hvað meira með tónlistina,“ segir tónlistarkonan Sóley Stefánsdóttir. Á sex systkini Sóley gaf út plötuna We Sink fyrir tveimur árum og hefur verið dugleg að fylgja plötunni eftir um heiminn. Hún hefur vakið gríðarlega athygli erlendis líkt og áhorfin á You Tube sanna en lagið Pretty Face hefur fengið yfir níu milljón áhorf. Sóley ólst upp í Hafnarfirði og var byrjuð í tónlistarnámi aðeins fjögurra ára gömul. Hún kemur úr stórri fjölskyldu en foreldrar henn- ar skildu þegar hún var sex ára. Sól- ey á einn albróðir og fimm hálf- systkini. Tónlistin virðist liggja í ættinni en pabbi hennar er tón- listarkennari, Eiríkur Rafn, bróðir hennar, spilar með hljómsveitinni Valdimar og er að klára FÍH og litla systir hennar, Brynhildur, spilar á franskt horn. Í Seabear og Sin Fang Sóley lærði tónsmíðar í Listahá- skóla Íslands. Hún er einnig með- limur í sveitunum Seabear og Sin Fang. Hún segir enga samkeppni á milli sveitanna og að krakkarnir styðji vel við bakið á henni í hennar sólóverkefni. „Við Sindri, forsprakki Seabear og Sin Fang, erum ótrúlega góðir vinir. Hann er alltaf að hjálpa mér, lána mér stúdíóið og ég spila líka með honum. Þessa dagana er ég búin að vera spila á fullu er- lendis en hann er mikið heima á Ís- landi að taka upp og einnig á hann tvær litlar stelpur. Þetta fer í raun- inni eftir því hvernig maður nálgast viðfangsefnið. Ef maður er dugleg- ur að túra selur maður fleiri plötur og nær fleirum á sitt band.“ Allt snýst um peninga We Sink var gefin út á alþjóðavett- vangi hjá þýska útgáfufyrirtækinu Morr Music. Sóley er komin með umboðsmann og hlutirnir eru farnir að gerast hratt. Kannski aðeins of hratt fyrir hennar smekk. „Allt í einu er allt á fullu. Það er verið að reyna að fá fleira fólk á tónleika, verið að reyna fá meiri peninga og reyna hitt og þetta. Þetta er farið að rúlla hálf skringilega. Ég hélt að ég vildi það en hef pínu skrýtna tilfinningu gagnvart þessu. Ég er að átta mig á því hversu hræðilega ógnvænlegur þessi tón- listarbransi er. Hann er svo ógeðs- lega stór og mikill og það eru pen- ingar og pólitík sem stjórna. Þetta er alveg á skjön við tónlistarsköpunina, á engan veginn samleið. Þetta snýst um að vinna með þessum af því að hann getur reddað þessu og hinum af því að hann getur reddað pening- um. Núna er ég farin að vilja bakka út úr þessum viðskiptapælingum. Ég vil bara fara að gera næstu plötu og langar ekki að hugsa meira um peninga. Auðvitað er gott að geta lif- að á þessu en þetta verður svo mikil græðgi. Allir vilja alltaf meira og meira. Ég er ekki þessi týpa og fæ alveg klígju við að hugsa um þetta. Auð- vitað vil ég ná til fólks en mér finnst fallegra ef þetta gerist allt saman náttúrulega, þegar það eru engir peningar á bak við neitt. Meira að segja á Facebook hef ég fengið til- boð um að geta aukið „like-in“ um 25 þúsund ef ég borga fyrir það. Það er allt til. Þetta hefur gengið ágætlega hingað til án nokkurra peninga. Einn hefur sagt öðrum frá og svo koll af kolli. Ég vil reyna að halda þessu org- anísku áfram.“ Erfitt að segja nei Einhver umræða hefur verið í sam- félaginu um að tónlistarfólk eins og Sóley fái litla sem enga athygli í ís- lenskum fjölmiðlum á meðan aðrar sveitir, sem jafnvel eru ekki að gera það jafn gott, fái athygli. Sóley segir sig engu skipta þótt hún sé ekki fræg og að hún myndi aldrei breyta ímynd sinni til að reyna ná athygli fjöldans. Aðspurð segir hún þó að hingað til hafi ekki verið reynt að krukka í hennar ímynd. „Ég er ekki sú besta til að segja stopp en ef það verður reynt held ég að ég myndi gera það. Ég veit ekkert hvernig þetta verður í framtíðinni en minn draumur er að fara enn minna í poppið og enn meira út í „ex- perimental“. Maður verður að muna hver maður er og af hverju maður er að gera þetta. Ég hef alltaf átt erfitt með að segja nei því ég vil að allir í kringum mig séu góðir en þannig springur eitt- hvað á endanum. Ég er ennþá að brenna mig á því því ég veit alltaf hvað ég vil. Ég hef ótrúlega sterkar skoðanir á því hvernig ég vil hafa þetta „project“ og hvað ég vil ekki. Svo er það bara aulaskapur að vera ekki ákveðnari. En maður er alltaf að læra.“ Fyndið að nota útlitið Hún viðurkennir að hún sé að íhuga næstu skref. „Upp á síðkastið hef ég verið mikið að pæla. Ég hef enda- laust verið að svara hvað ég vilji gera með hitt og þetta og það hefur dreg- ið úr mér sköpunarorkuna. Nú vil ég setjast niður og skrifa á blað hvað ég vil gera næst og hafa það á hreinu. Ég þarf að læra að bakka út úr hlutun- um, jafnvel þótt eitthvað sé farið í Tónlistarkonan Sóley Stefánsdóttir segir tónlistarbransann stjórn- ast af peningum og pólítík. Hún hefur vakið gríðarlega athygli erlend- is en hefur sterkar skoð- anir á því hvernig hún vill haga lífi sínu. Hún hafn- aði tveggja ára samningi við hinn heimsfræga sirkus, Cirque du Soleil því hún vildi ekki setja framann í bið. Indíana Hreinsdóttir ræddi við Sóleyju um lífið og bransann og það hvernig hún leitast eftir að halda virðingunni. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Viðtal Myndi aldrei nota kynþokkann „Ég hélt að ég vildi það en hef pínu skrýtna tilfinningu gagn- vart þessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.