Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 14
14 Fréttir 14.–16. desember 2012 Helgarblað n Akureyrarbær snupraður vegna seinagangs varðandi eineltisvanda S tarfsumhverfið vegna ein­ eltisásakana hjá slökkviliði Akureyrar er orðið mjög slig­ andi og nauðsynlegt að leysa úr því hið fyrsta. Fyrr á árinu var talað um „hörmungamóral“, en þrátt fyrir allt er ástandið ekki talið hafa áhrif á störf liðsins út á við. Eftir því sem DV kemst næst skap­ aðist umrætt ástand vegna ósættis með stöðuhækkanir sem voru veittar og var ein slík ráðning meðal annars kærð. Ráðning núverandi slökkvi­ liðsstjóra varð svo til þess að hann, þá óbreyttur slökkviliðsmaður, sem hafði verið undirmaður, var nú settur yfir fyrrverandi yfirmenn sína. Ósættið varð á endanum óyfirstígan­ legt og ítrekað var kvartað undan starfsumhverfinu. Fór svo að tveir starfsmenn fóru í leyfi, þó opinber­ lega væri það ekki tengt eineltis­ vandanum. Þegar formleg kvörtun barst vegna eineltis voru þeir starfs­ menn sem um það voru sakaðir því þegar í leyfi. Með þessu leyfi voru vonir bundnar við að málið myndi leysast en svo varð ekki. Ásakanirnar flugu á báða bóga og niðurstöður tveggja skýrslna sem gerðar hafa verið vegna umrædds eineltisvanda benda til þess að allir aðilar beri ein­ hverja sök. Segja Akureyrarbæ ekki klára málið Einelti er alltaf alvarlegt vanda­ mál en á vinnustöðum er það vandi sem stjórnendum ber að taka á. Það er hins vegar erfitt að eiga við slíkt þegar það eru stjórnendurnir sem eru ýmist taldir beita einelti eða verða fyrir því. Þar af leiðandi eru þeir málsaðilar. Í tilfelli slökkviliðsins á Akureyri er það því Akureyrarbær sem á að taka á málinu. Svo virðist sem það hafi gengið bæði seint og illa. Vandinn á sér orðið svo langa sögu að erfitt er að sjá hvar hún hófst og hvernig hægt er að skrifa endi hennar. „Þetta er áralangt mál sem hefur reynst mjög erfitt að eiga við,“ segir heimildarmaður DV. Trúnaðarmál Svo virðist sem málsaðilar líti málið mjög ólíkum augum og ekki bætir úr skák að úttektir á eineltisvandamáli Slökkviliðs Akureyrar eru misvísandi og niðurstöður þar af leiðandi líka. Samkvæmt heimildum DV hafa verið gerðar tvær sálfræðiskýrslur. Niður­ stöður þessara úttekta benda til þess að þolendur eineltisins séu að sumu leyti einnig gerendur og öfugt. Að auki stangast á niðurstöður sálfræðinga og vinnueftirlitsins og eiga málsaðilar því erfitt með að átta sig á því hvað sé rétt og hvað sé rangt í málinu. Miklu hefur verið til kostað af Akureyrarbæ varðandi að­ keypta sálfræðiþjónustu í málinu og opinberlega er sagt að allt sé gert til að leysa úr því, en heimildarmenn DV segja það aðeins vera í orði en ekki á borði. Eiríkur Björn Björg­ vinsson, bæjarstjóri Akureyrar, sagði spurningar sem DV sendi honum of sértækar til að hægt væri að svara þeim. Upplýsingarnar séu trúnaðar­ mál og að umfjöllun fjölmiðla hafi verið mjög einhliða um mál slökkvi­ liðsins. Hann segir þó að komi fram kvörtun um „meint einelti“ sé það skoðað og ef nauðsyn krefji fram­ kvæmd eineltisrannsókn af fagfólki. „Hvað varðar Slökkvistöð Akureyrar þá hefur bærinn lagt í mikla vinnu til að leysa þann samskiptavanda sem þar hefur verið viðvarandi í nokkurn tíma. Þeirri vinnu er ekki lokið að fullu,“ segir Eiríkur Björn en segir ekkert um kostnað á rannsókninni. Heimildir DV herma að kostnaður­ inn hlaupi jafnvel á milljónum. Ekkert bólar á starfslokasamningi Starfsmennirnir tveir, sem fóru í leyfi, hafa undanfarið staðið í samn­ ingaviðræðum við Akureyrarbæ um starfslokasamning að ósk sveitarfé­ lagsins. Slökkviliðsmenn eru opin­ berir starfsmenn því eru vinnuregl­ ur sem þarf að fylgja hvað varðar uppsögn – til dæmis að veita munn­ legar og skriflegar áminningar, líkt og Eiríkur bendir á. Heimildir DV herma þó að þegar aðeins vika var eftir af launalausu ársleyfi slökkviliðsmannanna hafi bærinn tilkynnt þeim að bærinn liti þannig á að þeir væru hættir, þar sem báðir væru horfnir til annarra starfa. Samkvæmt heimildum DV töldu slökkviliðsmennirnir að það væri eðlilegt að leita sér að nýjum störfum, enda í starfslokaviðræðum. Slökkvi­ liðsmennirnir sjálfir líta ekki þannig á að þeir hafi sagt upp og bærinn kann­ ast ekki við að hafa sagt þeim upp – heldur hafi þeir hætt sjálfviljugir. Málið er því í hnút og bætist ofan á allt sem undan er gengið. Bæjarbúum ekki rótt Afleiðingar eineltis eru ekki aðeins slæmar fyrir þolendurna heldur einnig fyrir rekstur stofnana eða fyrir­ tækja. Fréttaflutningur og umræðan á Akureyri hefur valdið bæjar­ búum hugarangri og segjast þeir, sem hafa sett sig í samband við DV, hafa áhyggjur af öryggi bæjarbúa ef slökkvistöðin sjálf standi í „björtu báli“ eins og einn þeirra orðaði það. Heimildarmenn DV eru þó sam­ mála um að á slökkvistöðinni starfi afar hæfir slökkviliðsmenn þó svo að samskipti yfirmanna og undirmanna gangi eins og raun ber vitni. Undir þetta tekur Eiríkur Björn og segir að bæjarbúar þurfi ekki að óttast – þeim sé engin hætta búin vegna „innan­ húsvanda“ slökkviliðsins. Heimildar­ menn DV segja að mórallinn meðal óbreyttra slökkviliðsmanna sé góður þrátt fyrir að það sé óhjákvæmilega svo að menn séu orðnir þreyttir á langvarandi ástandi. Nokkrir íhuga að hætta samkvæmt heimildum DV og veikindadagar eru tíðir. Slökkviliðs­ mennirnir eru hreint út sagt orðnir þreyttir á því að málið sé ekki leyst. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir blaðamaður skrifar asta@dv.is „Þetta er áralangt mál sem hef- ur reynst mjög erfitt að eiga við „Í björtu báli“ vegna eineltis Trúnaðarmál Bæjarstjórn Akureyrar segir málið vera bundið trúnaði, en að miklu hafi verið til kostað til að leysa „innanhúsvanda“ hjá slökkviliðinu. Eiríkur Björn Björgvinsson er bæjarstjóri Akureyrar. Jón Gnarr í þingframboð Búið er að stilla upp í efstu sæti Bjartrar framtíðar og mun Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavík­ ur, verða í fimmta sæti listans í Reykjavíkurkjördæmi norður. Í fréttum RÚV á fimmtudag kom fram að Guðmundur Steingríms­ son, sem er sitjandi þingmaður, muni leiða lista Bjartrar framtíðar í suðvesturkjördæmi og þingmað­ urinn Róbert Marshall muni leiða Reykjavíkurkjördæmi norður. Tillaga uppstillingarnefndar Bjartrar framtíðar var samþykkt á fundi flokksins á miðvikudags­ kvöld. Búist er við að listarnir verði kynntir í heild sinni þegar nýtt ár gengur í garð. Ekki er loku fyrir það skotið að Óttar Proppé borgarfulltrúi Besta flokksins og góðvinur Jóns Gnarr borgarstjóra muni taka sæti á lista Bjartrar framtíðar en hann hefur lýst því yfir að hann hafi áhuga á að bjóða sig fram til þings. Ráðist á konu Ráðist var á unga konu á gisti­ húsi í Austurbænum aðfaranótt fimmtudags. Lögreglunni á höfuð­ borgarsvæðinu barst tilkynning um málið á fjórða tímanum. Þegar lögreglan kom á staðinn handtók hún árásarmanninn. Hann var í kjölfarið vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Konan var flutt á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar. Ástæða fyrir útburðinum „Það eru ástæður fyrir svona gern­ ingum. Fólk er ekki borið út úr Kringlunni á hverjum degi,“ sagði Sigurjón Örn Þórðarson, fram­ kvæmdastjóri verslunarmiðstöðv­ arinnar Kringlunnar, á fimmtu­ dag aðspurður út í þá ákvörðun að vísa kaupmanninum Maríu Birtu Bjarnadóttur úr Kringlunni þar sem hún hafði komið fyrir jólamarkaði Maníu. Hann sagði innkomu Maríu Birtu í Kringluna hafa borið að með skömmum hætti. Hún hafi mætt með jóla­ markað Maníu í Kringluna með leyfi eiganda rýmis í verslunar­ miðstöðinni. Hann sagði alla þá sem ætla sér að vera með rekstur í Kringlunni þurfa heimild til þess og að gangast undir ákveðnar hús­ reglur. Hann segist hafa talið að þarna yrði verslunin Manía starf­ rækt en svo reyndist ekki vera, heldur var þetta jólamarkaður Maníu. Verslunin Manía er enn starfrækt að Laugavegi 51. „Það kom svo á daginn að þetta var út­ sölumarkaður hennar. Það eru al­ veg klárar reglur í Kringlunni sem kveða á um það að útsala er ekki heimil nema á ákveðnum skil­ greindum tímabilum. Það er í hús­ reglum sem allir gangast undir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.