Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir 14.–16. desember 2012 Helgarblað Seldi bíl sem hann átti ekki n Dæmdur í fimm mánaða fangelsi H éraðsdómur Reykjavíkur sak- felldi á miðvikudag karlmann fyrir fjárdrátt eftir að hann seldi BMW-bifreið sem hann var með á kaupleigusamningi hjá Íslandsbanka. Maðurinn tilkynnti svo lögreglunni að bifreiðinni hefði verið stolið í maí 2010 en Glitnir fjármögnun rifti umræddum samn- ingi þremur mánuðum fyrr. Maður- inn neitaði sök í málinu fyrir dómi og kannaðist ekki við að hafa fengið tilkynningu um riftun á kaupleigu- samningi frá bankanum. Þegar maðurinn tilkynnti að bílnum hefði verið stolið gaf hann skýrslu hjá lögreglunni þar sem hann hélt því fram að eini lykillinn að bif- reiðinni hefði horfið. Sagði hann að ólíklegt væri að einhver á hans eigin heimili hefði tekið lyklana. Rúmum tveimur mánuðum síðar fóru lög- reglu að berast tilkynningar um að nafngreindur maður væri að reyna að losa sig við bílflak stolinnar bif- reiðar. Sá maður var handtekinn en hann bar því við að hafa keypt bif- reiðina af sakborningnum. Maðurinn var dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir brotið og leit dómurinn til þess við ákvörðun refs- ingar að maðurinn á sér sakaferil að baki, þar á meðal átján mánaða fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot og nokkur brot á lögum um ávana- og fíkniefni. „Í ljósi sakaferils ákærða og háttseminnar eru ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna,“ sagði í niðurstöðum dómsins. Þá var hann dæmdur til að greiða Íslandsbanka 916 þúsund krónur vegna bílsins auk dráttarvaxta. n Ekki einhug- ur um kaffi- kaupin Ekki var einhugur um það á meðal fulltrúa í framkvæmda- ráði Kópavogsbæjar að ganga til samninga við fyrirtækið Selecta um leigu á kaffivélum, vatnsvél- um og kaup á kaffi og tengdum vörum. Tillaga þess efnis var lögð fyrir framkvæmdaráðið í kjölfar verðsamanburðar á leigu slíkra tækja. Ekki náðist samstaða um samninginn en tillagan var á endanum sam- þykkt með tveimur atkvæðum en fimm fulltrúar eiga sæti í nefndinni. Allar stofnanir Kópa- vogsbæjar munu því í framtíð- inni bjóða upp á kaffi frá fyrir- tækinu. Þetta kemur fram í fundargerð framkvæmdaráðs frá því á miðvikudag. Starbucks með augun á Íslandi Bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks virðist horfa til Ís- lands en fyrirtækið hefur að undanförnu skráð nokkurn fjölda vörumerkja sinna hjá Einkaleyfastofu. Greint var frá málinu í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudag. Samkvæmt yfirliti hjá Einkaleyfastofu kemur fram að fyrsta vörumerki fyrirtækis- ins var skráð í október árið 2003. Lítið gerðist í skráningarmálum fyrirtækisins hér á landi frá þeim tíma allt til ársins 2011. Þá skráði Starbucks fjögur merki hjá Einkaleyfastofu og árið 2012 bættust við átta. Síðasta merkið var skráð hér á landi í október síðastliðnum. Íslenska lög- mannsstofan Sigurjónsson og Thor hefur haft milligöngu um skráninguna en forsvarsmenn stofunnar vildu ekki tjá sig um málið við Stöð 2. Það vildu forsvarsmenn Starbucks ekki heldur. Brotaferill Refsing mannsins tekur mið af afbrotaferli hans. Trillueigandi losnaði við milljarð hjá SpKef n Stórskuldugur í SpKef en lifði lúxuslífi með fjölskyldunni á Spáni S amkvæmt ársreikningi Sig- urðar Haraldssonar ehf. sem er í eigu útgerðar- mannsins Sigurðar Har- aldssonar, sem skráður er til heimilis í Njarðvík, lækkuðu er- lend lán félagsins um einn milljarð króna árið 2011. Lánin voru tekin til kaupa á fiskikvóta og voru sam- kvæmt heimildum DV að stærst- um hluta tekin hjá Sparisjóðnum í Keflavík (SpKef ). Félagið ekki yfirtekið Þrátt fyrir að eignarhaldsfélag út- gerðarmannsins væri með nei- kvætt eigið fé upp á nærri 900 milljónir króna í árslok 2010 sáu lánadrottnar félagsins ekki ástæðu til að yfirtaka félagið. Þess í stað heldur Sigurður enn fé- laginu. Samkvæmt heimildum DV bjó Sigurður um tíma á Spáni eftir hrun ásamt fjölskyldu sinni. Á þeim tíma sáu aðrir um að róa netabátnum Svölu Dís KE-29 á Ís- landi sem útgerðarfélag Sigurðar gerir út. Eftir afskriftirnar er eigið fé fé- lagsins nú neikvætt upp á 60 millj- ónir króna. Standa nú eftir skuld- ir upp á 410 milljónir króna á móti eignum upp á 350 milljónir króna en 90 prósent eigna eru aflaheim- ildir. Heimildir DV herma einnig að Sigurður eigi eitt af glæsilegri ein- býlishúsunum í Reykjanesbæ. Er um að ræða nærri 350 fermetra hús við götuna Gónhól í Njarð- vík. Samkvæmt veðbandayfirliti hússins keypti Sigurður húsið árið 2007 og fékk þá meðal annars 17 milljón króna myntkörfulán hjá Sparisjóðnum í Keflavík. Þá er bílafloti Sigurðar sagður í flottari kantinum en DV hefur ekki upplýs- ingar um hvaða tegundir bíla er að ræða. Þannig virðist Sigurður lifa lúxuslífi þrátt fyrir að eignarhalds- félag hans hafi verið með neikvætt eigið fé upp á 900 milljónir króna. DV hefur flutt fjölda frétta af slæmu útlánasafni SpKef allt frá árinu 2010 og segja má að lána- mál og afskriftir hjá eignarhalds- félagi Sigurðar svipi til annarra frétta sem tengjast sparisjóðnum. Í sumar var greint frá því að íslenska ríkið þyrfti að leggja sjóðnum til 19 milljarða króna. Það framlag yrði fjármagnað með sjö ára skulda- bréfi en vaxtakostnaður yrði lík- lega um sex milljarðar króna. Heildarframlag ríkisins myndi því á endanum nema um 25 milljörð- um króna. Afskriftir upp á einn milljarð króna sem eignarhalds- félag Sigurðar fékk árið 2011 nema því um fjórum prósentum af þeirri upphæð. Náinn vinur stjórnarformanns sjóðsins Samkvæmt heimildum DV er Sig- urður Haraldsson náinn vinur Þor- steins Erlingssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Sparisjóðsins í Keflavík. DV hefur flutt fréttir af af- skriftum hjá félögum sem tengjast Þorsteini. Þannig birtist frétt um það síðasta sumar að Fiskmark- aður Suðurnesja hefði fengið af- skrifaðan hálfan milljarð króna af skuldum sínum vegna láns sem fé- lagið fékk hjá sparisjóðnum fyrir hrun. Þorsteinn er hluthafi í Fisk- markaði Suðurnesja í gegnum eignarhaldsfélag sitt Saltver. Þá hefur Saltver einnig verið til rann- sóknar grunað um umfangsmikið löndunarsvindl. Þess skal getið að netabáturinn Svala Dís KE-29 sem Sigurður Haraldsson gerir út var svipt veiðileyfi árið 2009 fyrir að landa framhjá vigt. Þannig virðast vinirnir Þorsteinn og Sigurður eiga ýmislegt sammerkt sem tengist fjármálum eignarhaldsfélaga þeirra sem og á sviði útgerðar. DV reyndi ítrekað að ná tali af Sigurði Haraldssyni, en án árangurs. n Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Heldur útgerð eftir milljarð króna afskrift Útgerðarfyrirtæki í eigu Sigurðar Haraldssonar fékk milljarð króna afskrifaðan í fyrra en stærstur hluti lána félagsins voru fengin hjá Sparisjóðnum í Keflavík. Hér má sjá netabátinn Svölu Dís KE-29 sem Sigurður gerir út. Náinn vinur stjórnarformannsins Samkvæmt heimildum DV er Sigurður Har- aldsson náinn vinur Þorsteins Erlingssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Sparisjóðsins í Keflavík sem lánaði félagi Sigurðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.