Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 46
46 Afþreying 14.–16. desember 2012 Helgarblað
Simon Cowell snýr aftur
n Sama dómarateymi í Britain‘s Got Talent
S
taðfest hefur verið að
Simon Cowell snúi
aftur sem dómari í
Britain‘s Got Talent í
sjöundu þáttaröðinni.
Hann mun verma dómarasæti
í þáttunum ásamt Amöndu
Holden, Aleshu Dixon og David
Walliams.
„Mér fannst frábært að vera
með í þættinum á síðasta ári og
dómnefndin virkaði vel. Ég er
ánægður með að allir hafi sam-
þykkt að vera með aftur. Á síð-
asta ári komu ótrúlega margir
hæfileikaríkir einstaklingar
fram á sjónarsviðið og ég vona
að árið 2013 verði jafn frábært
fyrir Breta. Vonandi verður
næsta stjarna heimsfræg,“ sagði
Cowell í yfirlýsingu sem hann
sendi frá sér.
Walliams sendi einnig frá
sér yfirlýsingu eftir að tilkynnt
var að dómrateymið snéri
aftur. „Við Simon ætlum að taka
saman aftur. Það er mér ánægja
að staðfesta að ég verð dóm-
ari í Britain‘s Got Talent aftur á
næsta ári. Ég er svo hamingju-
samur að ég gæti grátið,“ sagði
Walliams og sló á létta strengi.
Sjónvarpsdagskrá Föstudagur 14. desember
Stöð 2RÚV SkjárEinn Stöð 2 Sport
dv.is/gulapressan
Kosningaglugginn er að opnast!
Hjörvar Steinn í viðtali
Hver er uppáhaldsliturinn þinn? Blár.
Hvaða matur finnst þér bestur?
Naut, humar, sushi.
Hver er fegursta kona Íslands?
Ragnhildur Steinunn, ekki spurning.
Hver er uppáhaldsdrykkurinn þinn?
Mix og íslenska vatnið.
Hver er uppáhaldsrithöfundurinn
þinn? Auður Ava Ólafsdóttir.
Hver er áhugaverðasta bók sem þú
hefur lesið? Afleggjarinn eftir Auði,
stórkostleg bók.
Hver uppáhaldssjónvarpsþátturinn
þinn? Dexter.
Uppáhaldsleikari? Morgan Freeman
og Denzel Washington.
Hvernig tónlist hlustarðu á? Alæta á tónlist, allt frá Bocelli til Tupac.
Hvert er besta mót ferilsins? Besta mótið er án efa Evrópumót lands-
liða 2011 í Grikklandi.
Hver er uppáhaldsskákmaðurinn þinn? Helgi Ólafsson, baráttuvilji
hans við skákborðið er aðdáunarverður. Dreev hafði líka mikil áhrif á mig
þegar ég var yngri.
Hvaða skákbók hefur haft mest áhrif á þig? My one hundred best
games eftir Dreev.
Í hverju eru skákmenn sérstaklega góðir í? Ákvörðunartóku, þá sér-
staklega að meta fórnarkostnað.
Með hvaða þremur einstaklingum værirðu til í að fara út að borða
með? Paul Scholes, Garry Kasparov og Sir Alex ferguson.
Er eitthvað sem þig langar svakalega mikið að læra eða kunna? Að
tefla 1.e4. … Og að geta talað spænsku almennilega.
Hvað óttastu? Að uppfylla ekki þær kröfur sem ég set á sjálfan mig.
Hver er besta setningin sem hefur verið sögð um skák? „All I want to
do, ever, Is just play chess“ – Bobby Fischer. Sýnir hversu magnaður leikur
þetta er.
Að lokum, hvað hefur skákin gefið þér? Skákin hefur gefið mér meira en
nokkuð annað í þessu lífi og ég tel að því sé hvergi nærri lokið.
dv.is/blogg/skaklandid
Stefán Bergsson skrifar
Skáklandið
15.40 Ástareldur (Sturm der Liebe)
Endursýndir þættir vikunnar.
16.30 Ástareldur (Sturm der Liebe)
Endursýndir þættir vikunnar.
17.20 Táknmálsfréttir
17.30 Jóladagatalið
17.31 Hvar er Völundur? Höfundur er
Þorvaldur Þorsteinsson, leik-
arar Jóhann Sigurðarson, Felix
Bergsson og Gunnar Helgason
og Felix og Gunnar eru jafnframt
leikstjórar. Dagskrárgerð: Ragn-
heiður Thorsteinsson. e.
17.37 Jól í Snædal (Jul i Svingen) Norsk
þáttaröð um Hlyn og vini hans
og spennandi og skemmtileg
ævintýri sem þeir lenda í. Textað
á síðu 888 í Textavarpi. e.
18.00 Turnverðirnir (3:10)
(Tårnagentene og den mystiske
julegaven) Silja, Benni og Mark-
ús eru í leynifélagi. Fyrir jólin
hjálpa þau fólki við gjafakaup
en svo er þeim gefinn töfralykill
sem gerir þeim kleift að ferðast
2000 ár aftur í tímann.
18.15 Hrúturinn Hreinn
18.25 Hljómskálinn (4:4) Þáttaröð
um íslenska tónlist í umsjón Sig-
tryggs Baldurssonar. Honum til
halds og trausts eru Guðmundur
Kristinn Jónsson og Bragi
Valdimar Skúlason. Farið er um
víðan völl íslensku tónlistarsen-
unnar og þekktir tónlistarmenn
fengnir til að vinna nýtt efni fyrir
þættina. Textað á síðu 888 í
Textavarpi. e.
19.00 Fréttir
19.30 Veðurfréttir
19.40 Á tali við Hemma Gunn
(Sveppi) Hemmi Gunn og
Þórhallur Gunnarsson rifja
upp gamla tíma og kynna á ný
gesti sem slógu í gegn í þáttum
Hemma á sínum tíma. Gestur
þáttarins er Sveppi. Dagskrár-
gerð: Egill Eðvarsson. Textað á
síðu 888 í Textavarpi.
20.30 Útsvar (Ísafjarðarbær -
Akureyri) Spurningakeppni
sveitarfélaga. Að þessu sinni
mætast lið Ísafjarðarbæjar og
Akureyrar. Umsjónarmenn eru
Sigmar Guðmundsson og Brynja
Þorgeirsdóttir.
21.40 Grunlaus pabbi 5,9 (The
Switch) Gamanmynd um mann
sem áttar sig á því sjö árum eftir
fæðingu sonar vinkonu sinnar
að hann er pabbi drengsins.
Leikstjórar eru Josh Gordon og
Will Speck og meðal leikenda
eru Jennifer Aniston og Jason
Bateman. Bandarísk bíómynd
frá 2010.
23.25 Vera – Litli Lasarus (Vera)
Bresk sakamálamynd byggð á
sögu eftir Ann Cleeves um Veru
Stanhope rannsóknarlögreglu-
mann á Norðymbralandi. Meðal
leikenda eru Brenda Blethyn og
David Leon. e.
01.00 Öfund 4,6 (Envy) Maður fyllist
öfund í garð vinar síns eftir
að sá efnast vel á nýstárlegri
uppfinningu. Leikstjóri er Barry
Levinson og meðal leikenda eru
Ben Stiller, Jack Black, Rachel
Weisz og Christopher Walken.
Bandarísk gamanmynd frá
2004. e.
02.35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
07:00 Barnatími Stöðvar 2
08:05 Malcolm in the Middle (12:22)
08:30 Ellen (61:170)
09:15 Bold and the Beautiful
09:35 Doctors (44:175)
10:15 Til Death (4:18)
10:40 Two and a Half Men (1:16)
11:05 Masterchef USA (7:20)
11:50 The Kennedys (1:8)
12:35 Nágrannar
13:00 Ástríkur á Ólympíuleikunum
14:55 Game Tíví
15:20 Sorry I’ve Got No Head
15:50 Barnatími Stöðvar 2
16:35 Bold and the Beautiful Forre-
ster-fjölskyldan heldur áfram
að slá í gegn í tískubransanum
þrátt fyrir mikið mótlæti og erjur
utan sem innan fyrirtækisins.
17:00 Nágrannar
17:25 Ellen (62:170) Skemmtilegur
spjallþáttur með Ellen DeGener-
es sem fær til sín góða gesti og
slær á létta strengi.
18:10 Jóladagatal Skoppu og Skrítlu
(14:24) Bestu vinir barnanna,
þær Skoppa og Skrítla, opna
nýjan glugga í nýju jóladagatali
á hverjum degi frá og með 1.
desember og fram að jólum á
Stöð 2. Lúsí og Bakari Svakari
láta sig ekki vanta í fjörið
ásamt Snæfinni snjókarli sem
tekur lagið. Mjög líklega kíkir
jólasveinninn inn um gluggann
og tónlistin spilar stórt hlutverk
í þáttunum.
18:23 Veður
Ítarlegt veðurfréttayfirlit.
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:47 Íþróttir
18:54 Ísland í dag Umsjónarmenn
fara yfir helstu tíðindi dagsins
úr pólitíkinni, menningunni og
mannlífinu. Ítarlegur íþrótta-
pakki og veðurfréttir.
19:16 Veður
19:25 Simpson-fjölskyldan 8,8
(16:22) Tuttugasta og þriðja
þáttaröðin í þessum langlífasta
gamanþætti bandarískrar
sjónvarpssögu. Simpson-
fjölskyldan er söm við sig og
hefur ef eitthvað er aldrei verið
uppátektarsamari.
19:50 Týnda kynslóðin (14:24) Týnda
kynslóðin er frábær skemmti-
þáttur í stjórn Björns Braga
Arnarssonar og félaga sem
munu fá til sín landskunna gesti
í skemmtileg og óhefðbundin
viðtöl þar sem gestirnir taka
virkan þátt í dagskrárgerðinni í
formi innslaga af ýmsu tagi.
20:20 The X-Factor 5,0 (24:27)
Önnur þáttaröð af bandarísku
útgáfunni af þessum sívinsæla
þætti en talsverðar breytingar
hafa verið gerðar á dómefndinni
en auk þeirra Simon Cowell
og L.A. Reid hafa ný bæst í
hópinn engin önnur en Britney
Spears auk bandarísku söng- og
leikkonunnar Demi Lovato.
21:50 The X-Factor (25:27) Önnur
þáttaröð af bandarísku
útgáfunni af þessum sívinsæla
þætti en talsverðar breytingar
hafa verið gerðar á dómefndinni
en auk þeirra Simon Cowell
og L.A. Reid hafa ný bæst í
hópinn engin önnur en Britney
Spears auk bandarísku söng- og
leikkonunnar Demi Lovato.
22:40 In Bruges
00:30 The Eye
02:05 Secretariat
04:05 Virtuality
05:30 Fréttir og Ísland í dag
06:00 Pepsi MAX tónlist
08:00 Rachael Ray (e)
08:45 Dr. Phil (e)
09:25 Pepsi MAX tónlist
16:05 Top Chef (2:15) (e)
16:50 Rachael Ray
17:35 Dr. Phil
18:15 Survivor (6:15) (e)
19:00 Running Wilde (4:13) (e)
Bandarísk gamanþáttaröð
frá framleiðendum Arrested
Development. Steve og Emmy
vinna nú saman að því að
koma Puddle aftur saman við
kærastann sinn.
19:25 Solsidan (4:10) (e) Nýr sænskur
gamanþáttur sem slegið hefur
í gegn á Norðurlöndunum. Hér
segir frá tannlækninum Alex og
kærustu hans Önnu og kynnum
þeirra af undarlegum fígúrum
hverfisins sem þau eru nýflutt í.
Alex og Fredde reyna að toppa
hvorn annan í matargerð og
Anna skráir sig í líkamsrækt
með Mickan.
19:50 America’s Funniest Home
Videos (39:48) (e) Bráð-
skemmtilegur fjölskylduþáttur
þar sem sýnd eru fyndin mynd-
brot sem venjulegar fjölskyldur
hafa fest á filmu.
20:15 America’s Funniest Home
Videos (8:44)
20:40 Minute To Win It Einstakur
skemmtiþáttur undir stjórn
þúsundþjalasmiðsins Guy Fieri.
Þátttakendur fá tækifæri til að
vinna milljón dollara með því
að leysa þrautir sem í fyrstu
virðast einfaldar. Daniella og
Celia halda áfram að reyna og
nýliðarnir Omar og Gabriella fá
einnig sitt tækifæri.
21:25 The Voice (14:15) Bandarískur
raunveruleikaþáttur þar sem
leitað er hæfileikaríku tónlist-
arfólki. Dómarar þáttarins eru
þau: Christina Aguilera, Adam
Levine, Cee Lo Green og Blake
Shelton.
23:00 Excused
23:25 House 8,6 (13:23) (e) Þetta er
síðasta þáttaröðin um sérvitra
snillinginn House. Læknateymið
með House í broddi fylkingar
reynir að komast að því hvað er
angra hjónabandsráðgjafa sem
ekki getur sinnt starfi sínu.
00:15 CSI: New York (17:18) (e)
Bandarísk sakamálasería um
Mac Taylor og félaga hans í
tæknideild lögreglunnar í New
York. Í þessum þætti er við-
skiptajöfur drepinn og teymið
leitar til vina og nágranna til að
fá vísbendingar.
01:05 A Gifted Man (15:16) (e)
Athyglisverður þáttur um líf
skurðlæknis sem umbreytist
þegar konan hans fyrverandi
deyr langt fyrir aldur fram
og andi hennar leitar á hann.
Michael reynir að hjálpa
gamalli skólasystur úr erfiðum
veikindum. Sjálfur veit hann að
baráttan er vonlaus.
01:55 Last Resort 7,9 (4:13) (e) Hörku-
spennandi þættir um áhöfn
kjarnorkukafbáts sem þarf að
hlýða skipun sem í hugum skip-
stjórnenda er óhugsandi. Hinn
efnilegi leikari Darri Ingólfsson
fer með hlutverk í þáttunum.
Bandaríkjastjórn hyggst ákæra
áhöfnina fyrir landráð sem fer
illa í hana og sundrar henni.
02:45 CSI (9:23) (e)
03:25 Pepsi MAX tónlist
09:00 The Royal Trophy 2012
17:50 Spænsku mörkin
18:20 Enski deildarbikarinn
20:00 Tvöfaldur skolli
20:35 Spænski boltinn - upphitun
21:05 The Royal Trophy 2012
00:05 UFC Live Events
07:00 Barnatími Stöðvar 2
08:00 Könnuðurinn Dóra
08:25 Svampur Sveinsson
08:50 Doddi litli og Eyrnastór
09:00 UKI
09:10 Strumparnir
09:30 Brunabílarnir
09:50 Ofurhundurinn Krypto
10:15 Histeria!
10:40 Ævintýri Tinna
11:00 Stöð 2 Krakkar - barnatími
16:50 Villingarnir
17:15 Krakkarnir í næsta húsi
17:40 Tricky TV (17:23)
18:05 Doctors (91:175)
18:50 Jóladagatal Skoppu og
Skrítlu (14:24)
19:00 Ellen (62:170)
19:45 Það var lagið
20:40 Idol-Stjörnuleit
21:45 Entourage (8:12)
22:15 Það var lagið
23:10 Idol-Stjörnuleit
00:15 Entourage (8:12)
00:40 Tónlistarmyndbönd frá
Popptíví
06:00 ESPN America
08:15 US Open 2006 - Official Film
09:15 Golfing World
10:05 Solheim Cup 2011 (1:3)
16:10 Golfing World
17:00 Opna breska meistaramótið
2011 (4:4)
00:00 ESPN America
SkjárGolf
20:00 Hrafnaþing Heimastjórnin
21:00 Randver Randver ,lokaþáttur
fyrir jól
21:30 Eldað með Holta Úlfar fær nýja
rétti hjá hverjum starfsbróður
ÍNN
10:20 Inkheart
12:05 Búi og Símon
13:35 Noise
15:10 Inkheart
16:55 Búi og Símon
18:30 Noise
20:05 The Dilemma
22:00 Pictures of Hollis Woods
Einkar hugljúf og áhrifamikil
mynd um unga munðarlausa
stúlku sem hefur alla tíð átt
erfitt með að finna sér heima-
stað. Nú loks hefur hún fundið
heimili sem vel er tekið á móti
henni og hennar hæfileikar fá að
njóta sín.
23:35 Cleaverville
01:05 The Dilemma
02:55 Pictures of Hollis Woods
Stöð 2 Bíó
15:55 Sunnudagsmessan
17:10 Sunderland - Chelsea
18:50 Arsenal - WBA
20:30 Heimur úrvalsdeildarinnar
21:00 Enska úrvalsdeildin - upp-
hitun
21:30 Ensku mörkin - neðri deildir
22:00 Aston Villa - Stoke
23:40 Enska úrvalsdeildin - upp-
hitun
00:10 Man. City - Man. Utd.
Stöð 2 Sport 2
Stöð 2 Krakkar
Stöð 2 Gull
Grínmyndin
Kýr með húmor Það er ekki annað að sjá en kúnni þyki bráðfyndið
að hesturinn sé fastur í girðingunni og brosi sínu breiðasta til ljósmyndarans.