Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 52
52 Fólk 14.–16. desember 2012 Helgarblað Hvað er að gerast? 14.–16. desember Föstudagur14 des Laugardagur15 des Sunnudagur16 des Moses Hightower og Ásgeir Trausti Blásið verður til tónlistarveislu í Háskóla­ bíói þann 14. desember en um er að ræða einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja njóta þessara tveggja af vinsælustu hljóm­ sveitum landsins í notalegu umhverfi og fyrirtaks hljómi. Aldurstakmark er ekkert og því er tilvalið fyrir fjölskyldur að gera sér glaðan dag. Afsláttur fyrir nema er í boði gegn framvísun skólaskírteina í versluninni Brimi í Kringlunni og á Laugavegi. Háskólabíó 20.00 Jónas Sig og Ómar Guðjóns Þeir félagar fóru hringferð um landið í nóvember og héldu 14 tónleika á 14 dögum. Núna er komið að því að slá upp tónleikum í Reykjavík og ætla þeir að spila á tvennum tónleikum á KEX Hostel. Þeir munu spila efni af plötum sínum, Þar sem himin ber við haf og Útí geim. Kex Hostel 21.30 Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson halda tónleika á Kex Hostel laugardagskvöldið 15. desember klukkan 21.00 (salur opnaður 20.30). Auk eldri laga munu Ólöf og Skúli leika lög af væntanlegri plötu Ólafar, Sudden Elevation, sem kemur út snemma á næsta ári. Þau munu einnig leika nokkur ný lög sem Skúli hefur samið fyrir nýja útgáfu spænska tímaritsins Matador. Tónleikarnir eru hluti af Kexmas 2012, jóladagskrá Kex Hostel. Kex Hostel 20.30 Retro Stefson á Hlemmi Næsta laugardag mun dansinn duna á Hlemmi en það er engin önnur en hljóm­ sveitin Retro Stefson sem mun rífa skreytt þakið af Hlemmi. Alla laugardaga til jóla býður Reykja­ víkurborg upp á tónleikaröðina „Hangið á Hlemmi“. Tónleikarnir hefjast óstundvíslega kl. 15.00 og hanga eitthvað fram eftir, eða þannig. Í anda ofgnóttar og fortíðar­ þráhyggju er frítt á tónleikana og aðeins vinsælar og skemmtilegar hljómsveitir spila. Hlemmur 15.00 Jólatónleikar Sinfóníunnar Jólatónleikar Sin­ fóníunnar eru fastur liður í jólahaldi margra fjölskyldna á Íslandi. Í ár, sem endranær, verður hátíðleikinn í fyrirrúmi með þjóðlegu ívafi. Nýr jólaforleikur í hátíðarútsetningu Sigurðar Ingva Snorrasonar lítur dagsins ljós þar sem sígild íslensk jólalög eru í for­ grunni. Jólasveinasvíta Guðna Franzsonar, með Halldóru Geirharðsdóttur sögumanni, leggur út frá Jólasveinavísum Jóhannesar úr Kötlum og má vera að bæði Grýla og jólakötturinn gægist inn í Eldborgarsal Hörpu. Úr því þjóðlega er farið yfir í ástsælt erlent jólalag, Litla trommuleikarann, sem verður flutt af ungum slagverksnem­ endum. Trommuslátturinn kemur öllum í réttan takt fyrir glæsileg tilþrif nemenda Listdansskóla Íslands sem túlka sívinsælt tónverk Howards Blake um snjókarlinn. Eldborg 14.00 – 16.00 Jólatónleikar Borgardætra Borgardæturnar, Andrea Gylfadóttir, Ellen Kristjánsdóttir og Berglind Björk Jónasdóttir, flytja Kópavogsbúum og nærsveitamönnum sína frábæru jóladagskrá. Með dætrunum leikur tríóið Þorpsbúar; Eyþór Gunnarsson á píanó, Birgir Bragason á kontrabassa og Matthí­ as Hemstock á trommur. Salurinn 20.00 Byrjaði að hlusta á óperur tíu ára Þ etta er ágæt leið til að friða samviskuna þessi jólin, segir hinn tvítugi Kristján Jóhannesson, starfsmað- ur Samskipa og söngvari með meiru. Samskip tekur þátt í átakinu Geðveikum jólum á veg- um Geðhjálpar og hefur í dag safn- að tæpum 300 þúsund krónum fyrir samtökin og er í efsta sæti. Söfnunarátakið Geðveik jól fer nú fram í annað sinn en í því skor- ar Geðhjálp á fyrirtæki að útbúa tónlistarmyndbönd þar sem starfs- fólkið flytur eitt jólalag. Starfsfólkið hefur frjálsar hendur með lagaval og í mörgum tilfellum eru vinsæl popplög sett í jólabúning. Þegar komið var að máli við Kristján og hann beðinn um að taka að sér að flytja framlag Samskipa tók hann ekki í mál að syngja eitthvað popp- lag. „Ég sagði að það kæmi ekki til greina. Ég gerði þetta ekki nema að þetta væri mér öllum viðkomandi til sóma.“ Eftir smá þref varð úr að Kristján söng lagið Frá ljósanna hásal. Erfiðasti vinnudagurinn Ráðist var í verkefnið í flýti vegna tímaskorts, en Kristján var á leið til útlanda. „Það var stokkið í þetta með þvílíku offorsi. Við fórum í stúdíó og tókum þetta upp. Feng- um fólk úr Samskipum sem sungið hefur í kór og krakka sem ég þekki, og settum saman í Englakór Sam- skipa. Svo tókum við þetta upp í einum rykk. Þetta var heilmik- il vinna og fór mikill tími þetta, en þetta reddaðist allt saman.“ Það var þó ekki nóg að fara í stúdíó og taka upp lagið því það þurfti einnig að búa til mynd- band. „Sonur konu sem vinnur í mannauðsdeildinni er menntaður kvikmyndagerðarmaður og hann og félagi hans komu og fengu að taka upp inni á lagernum. Þetta var án efa einn erfiðasti vinnudag- ur sem ég hef upplifað, að standa uppi í lyftu og syngja,“ segir Kristján hlæjandi. En í myndbandinu er honum lyft hátt upp í loft með vöru- lyftu á meðan Englakórinn syngur á jörðu niðri. „Svo vildu þeir ekki að ég „mæmaði“ því það var ekki nógu raunverulegt. Ég þurfti að standa á „blastinu“ eins og enginn væri morgundagurinn. Svo var útkoman svona og þetta var bara hörkustuð.“ Asnaðist í söngtíma fyrir tilviljun Kristján hefur verið í söngnámi frá fimmtán ára aldri og lærir nú klassískan söng undir handleiðslu Diddúar í Söngskóla Sigurðar Dem- etz. Hann mun ljúka námi næsta vor og ætlar þá í frekara nám er- lendis. „Þetta er náttúrulega harður heimur en ef guð lofar á maður þá ekki að gera það sem hjartað segir manni?“ spyr Kristján sem hyggst leggja sönginn fyrir sig. Aðspurður hvort hann hafi lengi dreymt um að verða söngvari svar- ar hann neitandi, segist í raun aldrei hafa dottið það í hug fyrr en hann fór að stálpast. Hann fór þó snemma að hlusta á óperur og klassíska tónlist. „Ætli ég hafi ekki verið tíu ára þegar ég fór að hlusta á óperur. Pabbi var alltaf að hlusta á þetta heima og áreitið var mikið. Síðan hef ég eiginlega ekki hlustað á neitt annað.“ Kristján segir það hafa verið til- viljun að hann asnaðist í söngtíma, eins og hann orðar það. Þar var hon- um var tjáð að hann hefði hæfileika til að ná frama á þessu sviði. „Eftir það kom ekkert annað til greina.“ Í myndbandinu við jólalagið leikur Kristján lagerstarfsmann sem virðist þreyttur eftir vinnu- daginn og hugur hans leitar í sönginn. Í framhaldinu birtist Englakórinn og söngurinn nær há- marki. Í lok myndbandsins birtist Kristján svo aftur sem lagerstarfs- maður. Aðspurður hvort hann sé að leika sjálfan sig, vill hann ekki alveg ganga svo langt. Hann viður- kennir þó hugur hans leiti oft í sönginn í vinnunni. „Maður hefur nægan tíma til að hugsa á meðan maður situr á lyftaranum og þá er þetta iðulega það sem maður hugs- ar um,“ segir Kristján að lokum. n solrun@dv.is n Kristján slær í gegn í myndbandi Samskipa fyrir átakið Geðveik jól Þ etta er gert til að vekja athygli á málstaðnum á jákvæðan hátt og gera þetta skemmti- legt,“ segir Eva Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Hún segir nafnið Geðveik jól hafa stuðað suma en tilgangurinn sé að normalisera geðveiki og vekja fólk til umhugsunar. „Á sama tíma er þetta gert til að lyfta andanum á vinnustöðunum og bæta geð fólks.“ Í fyrra söfnuðust rúmar þrjár milljónir króna í átakinu og rann upphæðin óskipt í að halda úti grunnstarfsemi félagsins; ráðgjöf við sjúklinga og aðstandendur sem og rekstur frístundaheimilis. „Það munaði rosalega mikið um það og kom okkur alveg í gegnum þetta ár,“ segir Eva. Í ár er safnað fyrir örlítið hnit- miðaðra verkefni. „Við viljum fara út í vitundarvakningu á vinnustöðum og aðstoða starfsfólk og stjórnend- ur í að taka á geðheilbrigði á vinnu- stöðunum. Við vonum að þetta geri að verkum að fólk verði meðvitaðra um geðheilbrigði og geðsjúkdóma og geti þannig auðveldað starfsfólki að ræða opinskátt um sín veikindi. Þannig er líklegra að það fái þá að- stoð sem þörf er á.“ Eva segir þetta skipta miklu máli. Líka þegar fólk snýr aftur til vinnu eftir veikindi að það fái skilning og stuðning hjá vinnufélögunum. „Þetta er svo sjálf- sagt þegar fólk fær krabbamein eða fótbrotnar. Það er auðveldara að segja frá því og koma aftur til baka. Það leikur enginn vafi á því hvort fólk sé hæft til að taka við starf- inu sínu aftur. Það er oft erfiðara að upplýsa að maður sé andlega veik- ur.“ Eva bendir á að þetta geti líka verið erfitt fyrir vinnufélagana þar sem þeir viti ekki hvernig þeir eigi að haga sér. Má til dæmis spyrja: „Hvernig ertu af þunglyndinu?“ Og svo framvegis. „Okkur langar að opna fyrir þessa umræðu og erum að safna til að geta farið í það verkefni að efla þessa meðvitund hjá stjórnendum og starfsfólki á vinnumarkaðnum.“ Það fyrirtæki sem nær að safna mestu hlýtur að launum farand- verðlaunagrip eftir listakonuna Ingu Höskuldsdóttur. Þá velur dómnefnd skipuð fjölda listamanna besta flutninginn og besta myndbandið og fá fyrirtækin viðurkenningu að launum. Úrslitin verða kynnt þann 18. desember næstkomandi solrun@dv.is n Fara út í vitundarvakningu á vinnustöðum Vilja normalisera geðveiki Stórsöngvari Kristján hefur lært klassískan söng í fimm ár og hyggur á frekara nám erlendis næsta haust. Framkvæmdastjóri Eva Bjarnadótt­ ir er framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.