Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 32
Með níræðan nóbelsverð- launahafa á bakinu 32 Viðtal 14.–16. desember 2012 Helgarblað A uður var tvítug þegar hún fluttist til Flateyrar, aðeins örfáum vikum eftir snjó­ flóðin. Hún var á flótta und­ an sársauka unglingsár­ anna. Flúði brotið heimili og brotna sjálfsmynd. „Uppreisnargjarnt barn alkóhólista,“ segir hún og brosir meðan hún töltir með blaðamanni á fallegum og heiðbjörtum desember­ morgni eftir Tryggvagötunni. Á Flateyri giftist hún fertugum manni, einnig alkóhólista þar til amma hennar, Auður Laxness, lagði í baráttu til bjargar dótturdóttur sinni. Í skáldsögunni Ósjálfrátt eru skýrar hliðstæður frá þessum árum lífs hennar. „Þetta voru eiginlega 10 ár sem voru bara svört hola,“ segir hún. Fyrirmyndirnar nánir ástvinir Bókin Ósjálfrátt, kom út sama dag og Auður fylgdi heittelskaðri ömmu sinni til grafar. „Amma var kletturinn í lífi mínu,“ segir Auður yfir rjúkandi heitum kaffibolla og litríkri franskri makkarónu á fallegu kaffihúsi á horni Vesturgötu og Tryggvagötu. „Fyndn­ ar þessar makkarónur,“ minnist hún á í undanhlaupi og kímir. „Þær eru svo munúðlegar en komust fyrst í tísku eftir kreppu!“ Auður segist passa að það komi skýrt fram að bók hennar sé skáld­ saga þótt það sé ekkert launungar­ mál að fyrirmyndir söguhetja séu nánir ástvinir og hún skrifi um eigin lífsreynslu. „Þetta er skáldsaga með stóru s­i eins og Englar alheimsins er skáldsaga þótt Einar Már byggi sína sögu mikið á bróður sínum. Margar sagna minna eru veiddar beint úr mínu lífi og fyrirmyndir að söguhetj­ unum standa mér nærri. Lífsreynsla þessara tilteknu ára er eitthvað sem mig hefur lengi langað að vinna úr, líka til að skilja sjálf betur hvað gerð­ ist og sjálfa mig, maður er hlutirnir sem maður hefur lifað. Summan af þeim, einhvern veginn.“ Tilraun til sjálfsskilnings Hún segir þörfina á auknum sjálfs­ skilningi hafa aukist þegar hún varð barnshafandi. „Þessi bók er tilraun til að skilja sjálfa mig. Í rauninni er það alltaf þannig þegar maður er að skrifa skáldsögu, maður er að reyna að skilja eitthvað. Og leita að sam­ svörun kannski. Mér fannst ég vera að byrja nýjan fasa þegar ég eignað­ ist barn og sjálfsskilningurinn varð nauðsynlegri. Allir sem mig þekkja vita al­ veg að það var mjög svipuð stúlka sem upplifði mjög svipaða hluti á mjög svipuðum tíma og svipað fólk í kringum sig,“ segir hún og brosir hæglátlega. Auður nefnir að með formerkjum skáldsögunnar hafi henni tekist að búa til ákveðna fjarlægð sem gaf henni frelsi. „Já, það hjálpar þegar maður fær skáldsöguformerki að búa til ákveðna fjarlægð á raun­ verulegt líf og atburði því svo verður maður náttúrulega að ljúga, spinna og ýkja. Þetta er alls ekki ævisaga, það væri svo ljótt gagnvart fyrir­ myndunum. Ef ég væri búin að setja ævisöguformerki og búin að ljúga fullt upp á þær,“ segir hún og hlær. Unglingur í leit að spennu Í skáldsögu Auðar snertir hún á fjöl­ mörgum viðkvæmum málefnum, þeirra á meðal snjóflóðin mann­ skæðu fyrir vestan. 17 ár eru nú liðin frá snjóflóðinu sem féll 26. október 1995 á Flateyri. Í því fórust tuttugu manns. Þessar mannskæðu náttúru­ hamfarir höfðu gríðarleg áhrif á alla landsmenn. „Snjóflóðin fyrir vestan snerta alla Íslendinga þótt Vestfirðingar hafi í raun setið einir uppi með harminn. Það var svolítið dæmigert sem vinur minn sagði. Það var öll þjóðin með í nokkra daga á eftir svo fór það bara að snúa sér að jólaundirbúningnum. Ég kom vestur bara örfáum vikum eftir að snjóflóðin féllu. Ég var eins og unglingur að leita að spennu á stríðsátakasvæði þar sem mestu átökin voru liðin hjá. Maður er sjálf­ hverfur þegar maður er unglingur. Ég var örugglega ekki með burði til að skilja fyllilega þær aðstæður sem ég var komin í. Þetta var svo óraun­ verulegt og skrýtið, þetta var svo rosalegt sem hafði gerst. Eins og að lifa af styrjöld Maður var í hálfgerðri óraun­ veruleikatilfinningu. Þess vegna var fróðlegt að nálgast þetta aft­ ur núna. Þá gat ég séð hvað þessi unga kona var í raun og veru sjálf­ hverf á þessum stað. Gamla ég varð að skáldsagnarpersónu og ég fékk fjarlægð til að skoða gerðir mínar. Auðvitað vissi ég að það voru hrikalegir hlutir sem höfðu átt sér stað en maður náði ekki sam­ bandi við þá þegar þeir gerðust. Svo þegar ég velti þessu fyrir mér löngu seinna þá áttaði ég mig á því hversu lítið við veltum þessu fyrir okkur í raun og veru. Þetta voru börn, konur og menn og svo margir sem misstu svo mikið. Við tölum ekkert mikið um þessi mál. Ég á vini sem þessir at­ burðir hafa markað svakalega fyrir lífstíð. En fyrir þá að segja, já ég er frá Flateyri held ég að margir skilji ekki hvaða bakgrunn þeir eru með. Margir sem tengdust snjó­ flóðunum á Flateyri og Súðavík eru með svolítinn farangur. Eitthvað í farteskinu sem restin af fólkinu pælir ekkert í. Tíminn líður og fólk heldur áfram að lifa. Það má hins vegar líkja reynslu þessa fólks við að hafa lifað af blóðuga styrjöld.“ Flúði sársaukann Auður tekur fram að í hennar lífi séu náttúruhamfarirnar baksaga. Baksaga sem samt mótaði örlögin og henni fannst nauðsynlegt að skilja hvers vegna hún setti sig í þessar sársaukafullu aðstæður. „Það er þetta fólk sem er með sársaukann í farteskinu. Ekki ég. Ég tek það fram að þetta er bara baksaga í mínu lífi, þessi atburðir höfðu samt áhrif á mín örlög. Ég þarf að hafa þá þarna inni til að skilja atburðarásina. Ég er kannski að reyna að skilja hvernig þessi stelpa lenti í þessu sem hún lenti í. Ég held að það sé samt alveg þekkt stærð og örugglega mjög margir sem eru að flýja eitthvað sem er óþægi­ legt og sársaukafullt í eitthvað sem er jafnvel enn meira óþægilegt og sárs­ aukafullt. Sérstaklega unglingar. Þá kannski öðruvísi af því þeir skilja ekki kenndirnar í sér og eru fastir í hegð­ unarmunstri og eina skjólið er að leita í annað klikkað hegðunarmunstur.“ Mamma vildi ekki lesa bókina alla Auður kemur af brotnu heim­ ili og móðir hennar, Sigríður Hall­ dórsdóttir er alkóhólisti. Hún segir móður sína ekki hafa viljað lesa bók­ ina alla en hafi hins vegar látið hana fá efni í bókina. Hún sé laus við allan hégóma og hræsni. „Ég kem af mjög brotnu heimili. Það var algjörlega í maski á þessum tíma sem ég flyst vestur. Eina öryggið er að finna einhvern rosalega fullan eldri karl. Og þó, alls ekki eina, ég átti nú margt gott í kringum mig. En kannski innsta öryggið,“ segir hún. „Mamma vildi ekki lesa alla bók­ ina. Hún las nokkra kafla og lét mér í té sögur sem ég skrifaði eftir henni. Það var mjög gaman að því og það eru þarna nokkrar klausur sem ég skrifaði beint upp úr henni. Það eina sem hún hafði við bókina að athuga er að ég hafði ekki eina klausuna orð­ rétt eftir henni. Hún hringdi og svona og fannst að ég hefði getað orðað þetta aðeins betur,“ segir hún og hlær. „En henni finnst þetta bara gaman. Mamma er bæði svona mjög hégóma­ og hræsnis laus og finnst gaman að því að bolinn sé tekinn á hornunum. Annars hefði ég ekkert ráðist í að skrifa þessa sögu. Hún er mjög góð mamma og umber mig. Hún leyfir manni, eins og foreldrar gera, að toga í sig og nýta þar til ekkert er eftir. Það er eitthvað sem maður leyfir af­ kvæminu.“ Umbreyttist á einni nóttu í vandræðaungling Saga Auðar er að hluta til þroska­ saga rithöfundar. Hún segir leiðina að fyrstu bókinni hafa verið langa og krókótta en hún hafi alltaf haft löngun og þörf til að skrifa. „Ég man að þetta var eitthvað sem mér fannst gott að gera ef ég lenti í einhverju veseni. Ef ég var að lenda í ástar­ sorg eða missa hundinn minn eða mamma og pabbi að rífast þá skrif­ aði ég og fannst það gott. Ég var dreyminn krakki. Ég hlust­ aði á tónlist og teiknaði og skrifaði. Svo umbreyttist ég þegar ég var ung­ lingur. Ég byrjaði á sterkum floga­ veikilyfjum þegar ég var 14 ára og drakk ofan í þau. Foreldrar mín­ ir voru að skilja og lyfin og drykkjan fóru illa saman. Ég umbreyttist eiginlega á einni nóttu í alveg klikkaðan vandræðaung­ ling. Úr því að vera rosalega rólegt barn „Þessi bók er tilraun til að skilja sjálfa mig Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal „Þetta voru svört ár í mínu lífi,“ segir rithöfundurinn Auður Jónsdóttir. Hún gefur út sína sjöttu skáld- sögu, Ósjálfrátt, sem byggir á lífsreynslu hennar sjálfrar, þegar hún giftist drykkfelldum karli á aldur við foreldra sína sem hún fiskaði upp í sjávarplássi vestur á fjörðum. Kristjana Guðbrandsdóttir ræddi við Auði um skömmina sem hún upplifði eftir að hafa gengið fram af sér á unglingsárunum, eyði- lagt fjölskyldulífið og skjólið sem hún fann í ömmu sinni, Auði Laxness og hvernig henni tókst að leiða hjá sér samanburðinn við afa sinn þegar hún fann hjá sér knýjandi þörf til að verða rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.