Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 16
16 Fréttir 14.–16. desember 2012 Helgarblað
Þ
að er hangikjötslykt í loftinu
þegar blaðamaður og ljós-
myndari ganga inn í húsnæði
Mæðrastyrksnefndar í Há-
túni, rétt fyrir hádegi á mið-
vikudegi. Fimm manns standa í röð
fyrir utan en inni er allt á fullu. Það er
klukkutími í úthlutun og sjálfboðaliðar
vinna hörðum höndum að því að gera
matarpoka vikunnar tilbúna. Á gólfinu
liggja hundruð matarpoka og nokkr-
ar konur á besta aldri ásamt einum
karlmanni standa við borð og hlaða í
síðustu pokana. „Við búumst við 400
manns í dag, svipað og venjulega,“
segir Ragnhildur Guðmundsdóttir for-
maður nefndarinnar. Matarúthlutunin
sem fram fer í dag er síðasta „venju-
lega“ matarúthlutunin fyrir stóru jóla-
úthlutina sem er í næstu viku. Þá er
búist við að um 2.500 manns fái út-
hlutað mat fyrir jólin en það er stærsta
úthlutun ársins.
Aukning meðal eldri borgara
Inni í eldhúsi mallar uppstúfur í potti
og á borðinu eru grænar baunir og
rauðkál. Í dag fá sjálfboðaliðarnir
hangikjöt í hádegismat. Kjötið fengu
þau að gjöf og snæða það saman áður
en úthlutun hefst. Úthlutun fer fram
milli klukkan 13 og 16 og meðan á
henni stendur er allt á fullu og eins
gott fyrir sjálfboðaliðana að vera búnir
að borða. Flestir sjálfboðaliðanna hafa
starfað hér lengi og koma hér allavega
tvisvar í viku og gefa vinnu sína. Kon-
urnar eru flestar á besta aldri og koma
frá nokkrum kvenfélögum sem standa
saman að nefndinni. „Ég myndi ekki
vilja missa þetta,“ segir eldri kona
sem hefur starfað fyrir Mæðrastyrks-
nefnd lengi og segir það gefa sér mik-
ið. Mæðrastyrksnefnd stendur fyrir
fjórum úthlutunum í mánuði; fyrstu
vikuna í mánuðinum er úthlutað föt-
um en hinar þrjár fær fólk mat. Sum-
ir koma í hverri viku, en flestir koma í
enda mánaðarins.
„Hingað kemur fólk á öllum aldri.
Við erum því miður að sjá aukningu
meðal eldri borgara og öryrkja. Við
erum líka að sjá mikið af yngra fólki
með stórar fjölskyldur og svo líka ein-
stæða foreldra. Niðurskurðurinn hefur
verið alveg gífurlegur undanfarin ár og
skerðing mikil. Það er fullt af fólki sem
hefur ekki efni á að framfleyta sér,“
segir Ragnhildur alvarleg.
Þakka fyrir sig
Í sama mund er bankað á hurðina
og Ragnhildur hleypur fram og svar-
ar. Inn eru komnar tvær konur með
stóran kassa fullan af pökkum. Ragn-
hildur heilsar þeim kumpánlega enda
þeim kunnug. Þær hafa komið þegar
illa hefur staðið á hjá þeim og fengið
hjálp hjá Mæðrastyrksnefndinni. Nú
stendur betur á og þær vilja gefa til
baka. „Við höfum báðar fengið aðstoð
þegar hefur staðið illa á hjá okkur og
fannst bara rétt að gefa til baka núna
þegar við þurfum ekki á aðstoð að
halda,“ segja þær Karen og Brynja um
leið og þær rétta Ragnhildi fullan kassa
af innpökkuðum gjöfum. Þær þekkja
það sjálfar hvernig það er að eiga ekki í
sig eða á og eru þakklátar fyrir aðstoð-
ina sem þær hafa fengið á erfiðum tím-
um. „Við reyndar opnum alla pakka
sem koma hingað innpakkaðir,“ segir
Ragnhildur. „Við verðum að vera vissar
um að það sé ekkert í pökkunum sem
er ekki við hæfi barna, það hefur nefni-
lega gerst,“ segir hún. Stöllurnar kveðja
brosandi og vona að gjafirnar komi að
góðum notum. Ragnhildur segir það
algengt að fólki þakki fyrir sig á þenn-
an hátt. „Það kemur oft fólk sem hefur
þegið aðstoð hér og vill þakka fyrir sig.“
Með öryggisvörð
Nú eru allir pokarnir tilbúnir fyrir út-
hlutun dagsins. Í poka dagsins er með-
al annars að finna brauð, pylsur, pylsu-
brauð, kexpakka, ost, jógúrt, núðlur og
sitthvað fleira. Kannski ekki það sem
dugar í mat fyrir heila viku en hjálp-
ar til. Nefndin kaupir matinn nýjan.
„Við fáum yfirleitt mjög góðan afslátt á
flestum stöðum. Og stundum fáum við
gefins, til dæmis frá sjávarútvegsfyrir-
tækjunum,“ segir Ragnhildur.
Eftir að hafa fengið sér að borða þá
byrja konurnar að koma fyrir borðum
fyrir framan pokana. Það styttist í út-
hlutina. Ein sest fyrir aftan skrifborð,
ein stendur við hurðina og önnur við
innkaupakerrur með poppkössum
og súkkulaðistykkjum í. Fólk fær það
aukalega með í pokana ef það vill.
Röðin fyrir utan húsnæði Mæðra-
styrksnefndar hefur lengst töluvert.
Um 40 manns bíða í röðinni, fólk á öll-
um aldri og nokkrir bíða inni í bílum á
bílastæðinu. Securitas vörður stendur
fyrir utan og passar að allt fari vel fram
og réttir fólki miða með númeri á. „Við
höfum haft öryggisvörð hér í nokkur
ár, það er miklu öruggara bara og það
fer allt betur fram,“ segir Ragnhildur.
Allir fá mat
Stundvíslega klukkan eitt eru dyrnar
að Mæðrastyrksnefnd opnaðar. Inn
streymir fólk á öllum aldri, sem öll eiga
það sameiginlegt að hafa ekki efni á
mat.
Hér fá næstum allir mat. Nefndin
biður um persónuskilríki og til þess að
fá aðstoð er skilyrði að fólk sé í þjóð-
skrá. Í tölvukerfi sjá þær hve margir
eru í heimili og úthluta eftir því. Ragn-
hildur segir það afar óalgengt að fólk
geri það að gamni sínu að koma ef það
þurfi ekki raunverulega á matarað-
stoð að halda. „Það kemur alltaf upp
í umræðuna að það sé fólk að koma
sem þurfi ekki á þessu að halda en við
afgreiðum það bara þannig að þetta
sé veikt fólk. Ef það er með þessa eig-
inleika í sér að vilja svindla þá er það
bara veikt,“ segir hún.
Fólk á öllum aldri
Konurnar taka brosandi á móti skjól-
stæðingunum, fólki á öllum aldri.
Gömul hjón ganga inn örlítið vand-
ræðaleg að sjá og ung móðir með
nokkurra mánaða gamalt barn fær
hjálp við að bera pokana. „Fæ ég svona
með?“ segir ung kona og horfir á
jóladagatal. „Sjálfsagt,“ segir einn sjálf-
boðaliðinn brosandi og réttir henni
dagatal. Úthlutunin gengur hratt fyrir
sig. Fólk fer ánægt út með pokana og
flestir sem blaðamaður talar við segj-
ast þurfa að koma í jólaúthlutina líka.
„Þetta hjálpar þessa vikuna en ég þarf
að koma aftur,“ segir eldri maður sem
vill ekki koma fram undir nafni. „Ég næ
líka stundum í fyrir félaga mína sem
mega bara koma einu sinni í mánuði.
Annars fá þeir ekkert að borða,“ segir
hann en einstæðir karlmenn fá bara
að koma einu sinni í mánuði.
Ragnhildur segir neyðina vera
mikla og margir eigi erfitt út í sam-
félaginu. „Já, neyðin er mikil. Það er
líka svo neikvæð orðræðan út í samfé-
laginu og margir sem eiga bágt og eiga
hvorki í sig né á.“ n
Verður að fá aðstoð
V
ið þurfum á þessari hjálp
að halda, því miður,“ segir
Tamara Andrusaityte, ein
þeirra sem þáði matar
aðstoð hjá nefndinni þennan
daginn. „Ég er atvinnulaus og ein
stæð móðir. Ég hef ekki efni á mat
og þetta hjálpar,“ segir Tamara en
með í för er rúmlega tveggja ára
gamall sonur hennar og meðleigj
andi hennar, kona á fimmtugs
aldri. „Leiguverð er svo hátt að við
urðum að leigja með einhverjum.
Síðan er sonur minn ekki kominn
með leikskólapláss. Hann fékk leik
skólapláss þar sem við bjuggum í
Grafar vogi, við vorum úti í Svíþjóð
hjá ættingjum í sumar og ég gat
ekki þegið plássið. Síðan fluttum við í Breiðholtið og hann fær
ekki pláss á leikskóla. Líklega kemst hann ekki inn fyrr en næsta
haust,“ segir Tamara sem er hálf sænsk og hálf litháísk. Hún var
í Flugskóla Íslands en segist ekki hafa getað fengið vinnu sem
hentar námi hennar en með námi starfaði hún á veitingastað og
hafði góðar tekjur að eigin sögn. „Ég myndi vilja fara að vinna en
það myndi líklega ekki taka því fyrir mig því það er erfitt og dýrt
að fá pössun þegar hann kemst ekki inn á leikskóla og því lík
lega allt eins gott fyrir mig að vera bara heima með hann.“
„Maður mætir annars konar viðmóti hér þegar maður er ekki
íslenskur, ég finn alveg fyrir því,“ segir hún.
Bæturnar of lágar
É
g kemst ekki af nema koma hingað og fá mat,“ segir Kristine,
einstæð móðir og öryrki. „Bæturnar eru það lágar en leigan
há þannig að það er svo lítið eftir þegar ég er búin að borga
af því. Þess vegna kem ég hingað.“ Kristine ætlar líka í jóla
úthlutina sem er í næstu viku og segir það hjálpa sér að halda
gleðileg jól. „Ég hef ekki efni á þessu annars. Þetta er allt svo dýrt
og það léttir undir að fá mat hér.“
FÓLKIÐ Í RÖÐINNI
Atvinnulaus í ár
É
g er búinn að vera atvinnulaus í ár og við verðum bara að
koma hérna vegna þess að eigum ekki fyrir mat,“ segir Guð
mann Karlsson sem er mættur ásamt eiginkonu sinni. Það er
stórt heimili hjá þeim, þau hjónin og fjórir synir konunnar
hans. „Við treystum á þessar matargjafir, þær hjálpa allavega,“ seg
ir hann rétt áður en hann stígur upp í jeppa þar sem konan hans
situr í framsætinu. „Ég á þennan bíl skuldlaust en svo erum við í
eigin íbúð en lánin hafa hækkað og það er erfitt að borga af þeim
þegar maður er ekki með vinnu,“ segir Guðmann. Hann segist ekki
skammast sín að þurfa að þiggja aðstoð. „Þetta hjálpar okkur.“
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
Gefa til baka Þær
Karen og Brynja hafa
báðar þegið hjálp frá
Mæðrastyrksnefnd.
Þær ákváðu að þakka
fyrir sig með því að
koma með gjafir
fyrir skjólstæðinga
nefndarinnar.
„Það kemur alltaf upp í um-
ræðuna að það sé fólk að
koma sem þurfi ekki á þessu að
halda en við afgreiðum það bara
þannig að þetta sé veikt fólk
„NeyðiN
er mikil“
n Margir fá aðstoð hjá Mæðrastyrksnefnd fyrir jólin