Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 43
Lífsstíll 43Helgarblað 14.–16. desember 2012
Reynir
Traustason
Baráttan
við holdið
F
jölmargir hugsa
málin þannig
að jólin séu
tími til að eta
og drekka af al-
gjörum hömlu-
leysi. „Maður á ekki að
láta neitt á móti sér,“ er viðkvæði
þeirra sem hafa þann lífsstíl að fara
í gegnum jólahátíðina með þeim
ósköpum að þyngjast um allt að 5
kíló. Sumir berjast við offituna í 11
mánuði á ári en sleppa sér lausum
í desember undir þeirri hugsun að
fólk verði að njóta lífsins. Fátt er
enda betra en að liggja hálfmeðvit-
undarlaus í sófa eftir jafnt og stöð-
ugt ofát. Maður gleymir hreinlega
stund og stað og svífur um dofinn
í hálfgerðu meðvitundarleysi. Um
jólin er maður í fríi frá heilbrigðu
líferni.
1 Laumastu í smákökur heimilisins í tíma og ótíma.
Skolaðu þeim niður með ómældu
magni af malti og appelsíni. Og til
þess að gulltryggja að kökurnar og
maltið setjist utan á þig skaltu
taka því afskaplega rólega.
2 Á þorláksmessu skaltu borða sem minnst hlutfall af skötu en
dæla út á hana fitu af dauðu sauðfé.
Hlutfallið þrír af fitu á
móti einum af skötu er
gott. Því meiri fita, því
meiri líkur eru á því
að þér takist
ætlunarverk þitt.
Hamsatólgin og
hnoðmörinn stífla þarmana gjarnan
og tryggja að fólk blasi út.
Ekki draga af þér í áti á
konfekti og öðrum sykur-
kögglum. Njóttu þess að liggja
fyrir og úða í þig sætindunum.
Gættu þess samt að reisa höfuð frá
kodda þegar stærstu bitarnir eru
innbyrtir. Annars gæti staðið í þér
og þú kafnað.
Viðhaltu þeirri hugsun að
ekkert er athugavert við að
þyngjast um jólin. Aðventan og
hátíðin sjálf eru tími þegar hömlu-
laust át og sykursjokk krydda lífið
með tilheyrandi sleni. Ef kemur
engu niður reyndu þá að ropa og
borða síðan meira.
Gættu þess að hreyfa þig sem
minnst til að brenna engu
í óþarfa. Þú ætlar jú að fitna og
taka á því seinna. Aldrei að ganga
þegar þú getur ekið. Fjallgöngur
eru harðbannaðar, enda mikil
sóun á orku.
Segðu upp kortinu í heilsu-
ræktina.
Mundu að íslenskt smjör er
ljúfmeti. Þú skalt smyrja allt
sem að kjafti kemur. Smákökur
með smjöri eru eitthvað sem skila
mun ætluðum árangri.
Leggðu þig eftir að borða
fituna af hamborgarhryggn-
um og hangikjötinu. Þar er að
finna ótal kaloríur sem munu
hjálpa þér við að koma upp öflug-
um sykurforða.
Gleymdu öllu hefðbundnu
mataræði. Fáðu þér rjóma-
tertu og kakó í morgunmat í stað
léttu AB-mjólkurinnar.
Mundu að þú lifir bara einu
sinni. Desember með jólum
sínum og aðventu er til þess að
njóta og fitna. Það er nógur tími
til að taka á því á næstu ári, ef þú
lifir af þær mannraunir sem fylgja
hömlulausu áti og botnlausri sælu
sem fylgir því að standa á blístri.
Gleðilega matarhátíð. Sjáumst
á fjöllum í janúar.
Fitnaðu um jólin
3
4
5
6
7
8
9
10
Ekkert of furðulegt
n Svala Björgvins selur úr fataskápnum
Þ
etta eru föt sem ég hef verið
að safna að mér alls staðar frá
og sérstaklega af mörkuðum
í Bandaríkjunum. Ég er mik-
ill safnari og hef verið að safna „vin-
tage“-fötum í mörg ár. Ég er bara eins
og búð; með geymslu hér með föt-
um og aðra geymslu úti. Ég skil ekki
hvernig mér tekst að sanka þessu öllu
að mér, segir tónlistarkonan Svala
Björgvinsdóttir sem ætlar að halda
fatamarkað á sunnudaginn að Mið-
stræti 12 klukkan 15–17.
Svala er þekkt fyrir sérstakan fata-
stíl en aðspurð segir hún fötin á mark-
aðnum alls ekkert skrýtin. „Þetta eru
ekki bara svört föt en samt alls ekkert
of furðuleg. Bara svona „second
hand“-fatnaður líkt og fæst í Spútnik
og slíkum verslunum. Þarna inn á
milli er eitthvað af hönnun en annars
er þetta mest „second hand“ og svo
fínir galakjólar sem ég veit að er erfitt
að finna hér heima. Ég hef verið með
markaði í nokkur ár og hingað til
hefur allt selst upp enda sel ég þetta
alls ekki dýrt.“
Svala býr í Los Angeles ásamt
Einari kærastanum sínum og Edda
bróður hans en saman mynda þau
þrjú hljómsveitina Steed Lord. Þau
hafa búið úti í þrjú ár núna og tvö síð-
ustu ár hefur Svala eytt jólunum úti.
„Ég hef komið til að halda jólatónleik-
ana með pabba en alltaf farið út fyrir
jól. Í þetta skiptið ætla ég að vera hér
í nokkrar vikur í stað þess að stoppa
bara í tíu daga. Maður nær ekkert að
gera á svo stuttum tíma,“ segir hún og
bætir við að hún hlakki til jólanna á
æskuheimilinu. „Það verður æðislegt
að vera með fjölskyldunni um jólin.
Að vísu kom Krummi bróðir út til mín
á jólunum í fyrra sem var æði en það
er auðvitað best að vera hér heima
með foreldrum, fjölskyldu og vinum.
Það er ekkert jólalegra en það.“
indiana@dv.is
Heima um jólin Svala býr í Los Angeles
en ætlar að vera á Íslandi um jólin.
Flott Svala
er þekkt fyrir
öðruvísi og
flottan stíl.
n Jónu Ósk fannst vanta handbók um breytingaskeiðið og skrifaði hana sjálf
É
g er sjálf handbókaóð og á hand-
bækur fyrir öll skeið lífsins; með-
göngu, getnað, fæðingu, uppeldi
og allt þetta. En þegar ég fann að
það var eitthvað að gerast í þess-
um málum hjá mér þá fór ég að leita
og komst að því að það var engin svona
bók til, segir Jóna Ósk Pétursdóttir,
höfundur bókarinnar Frábær eftir
fertugt. Um er að ræða handbók um
breytingaskeið kvenna þar sem fjallað
er á opinskáan hátt bæði um andlega
og líkamlega heilsu á þessu tímabili.
„Mér finnst líka svo athyglisvert hve
mikið er til af bókum og hvað það hafa
komið út margar bækur fyrir unglings-
stelpur. Það er ekkert síður mikið að
gerast hjá konum á þessum aldri en
hjá unglingsstelpum. Við getum alveg
átt bágt líka andlega.“
Jóna sem er sjálf 47 ára viðurkennir
að hún hafi kviðið því að verða fertug
á sínum tíma. „Mér fannst þetta bara
hræðilegt og ætlaði ekki að halda upp
á afmælið mitt eða neitt. En ákvað ég
með tveggja daga fyrirvara að halda
svaka eitísdiskópartí. Svo fattaði ég
það bara eftir tvö, þrjú ár að þetta var
bara frábært,“ segir hún hlæjandi.
Á breytingaskeiðið 35 ára
Það eru tæp tvö ár síðan Jóna hóf að
viða að sér upplýsingum fyrir bókina
en hún byrjaði verkefnið á því að hlera
konur í kringum sig. Hún reyndi að fá
konur til að tala um breytingaskeiðið í
hópum en það gekk upp og ofan. Um-
ræðuefnið var augljóslega tabú. „Það
var rosalega algengt að konur vildu
ekki tala um þetta. Þær sögðust vilja
tala um eitthvað annað og skemmti-
legra. Á þessum tveimur árum pikkaði
ég út konur sem voru tilbúnar að opna
sig, en það voru ansi margar sem vildu
ekkert ræða þetta.“
Í bókinni eru stuttar reynslu-
sögur kvenna um upplifun þeirra
af breytingaskeiðinu, bæði jákvæða
og neikvæða. Sú sem yngst fór á
breytingaskeiðið var 35 ára þegar það
gerðist, en Jóna segir þó sjaldgæft
að það hefjist svo snemma. Þó séu
til dæmi um að konur séu enn yngri
þegar breytingaskeiðið hefst.
Átta sig ekki á hvað er að gerast
Jóna segir algengt að konur átti sig ekki
á því að þær séu á breytingaskeiðinu
eða vilji hreinlega ekki viðurkenna
það. „Þetta er svo víðfeðmt og mikið og
konur kannski finna að þær eru ekki
eins og þær eiga að sér að vera. Hugsa
að þetta geti verið eitt og annað en
nenna ekkert að pæla í því. Það borg-
ar sig hins vegar að gera það því það er
til lausn við flestu af þessu,“ segir Jóna
og á þar við óþægindin sem gjarnan
fylgja tímabilinu. Hún segir konur geta
auðveldað sér lífið til muna með því
að gera sér grein fyrir breytingunum
sem líkaminn er að ganga í gegnum.
Þá sé oft sé nauðsynlegt að gera ein-
hverjar lífsstílsbreytingar í kjölfarið.
Hún bendir jafnframt á að það sé
ekki hollt fyrir andlega heilsu kvenna
á breytingaskeiðinu að vera sífellt að
reyna að sjúkdómsgreina sig.
Líka erfitt fyrir makann
Í bókinni er einnig kafli fyrir makann,
en Jóna segir það ekki síður erfitt fyrir
hann að ganga í gegnum þetta tímabil.
„Ein kona hafði ekki sagt manninum
sínum frá sinni upplifun eins og hún
birtist í bókinni. En hann var and-
vaka nóttina eftir að hafa lesið frá-
sögn hennar. Hann hafði ekkert átt-
að sig á því að henni hefði liðið svona
eða hinsegin.“ Jóna segir umræður um
breytingaskeiðið alveg jafn erfiðar fyrir
karlmenn. „Ef kona þeirra er komin á
breytingaskeiðið þá þýðir það að þeir
eru líka að eldast.“ Nokkrar kvennanna
sem segja sögur sínar í bókinni lýsa því
að makinn hafi þurft að vera einstak-
lega nærgætinn og stundum tipla á
tánum í kringum þær.
Jóna segir konur þó engu þurfa að
kvíða og að lífinu sé alls ekki lokið við
fertugt. „Við erum frábærar og það svo
margt frábært sem fylgir þessu, eins
og aukinn þroski og viska. Svo gengur
þetta tímabil yfir og það eru ekkert öll
einkennin á sama tíma,“ segir Jóna, en
vinna við bókina hefur reynst henni
vel á hennar eigin breytingaskeiði.
Hún segist að sjálfsögðu fara eftir öll-
um þeim ráðum sem fram koma í Frá-
bær eftir fertugt.
solrun@dv.is
„Við erum frábærar“
Fer eftir bókinni Jóna
segir að vinna við bókina hafi
hjálpað henni á hennar eigin
breytingaskeiði.
Umræðuefnið tabú Jóna
reyndi að fá konur til að ræða
um breytingaskeiðið í hópum
en það gekk upp og ofan.