Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 26
 Finnbogi Vikar Sæll Guðbjartur, þú varst í stjórn aflandsfélagsins Landsbanki Capital International Ltd. á fallegri eyju. Hvaða félag var þetta og telur þú ásættanlegt eftir efnahagshrun íslensku bankanna að alþingismenn eða ráðherrar hafi verið í stjórnum slíkra félaga.  Guðbjartur Hannesson Ég var í stjórn Landsbankans fyrir hrun, kom inn 1998 og sat um tíma í stjórn eins aflandsfélags sem var með ávöxtun fjár. Lögum hefur verið breytt. Ég var ekki þingmaður þá Finnbogi og hættur í bæjarstjórn, en ég tel að stjórnmálamenn eigi ekki að sitja í stjórnum fjármálafyrirtækja. Fríða Gunnarsdóttir Hvernig sérðu fyrir þér starfsemi LSH nú þegar 254 hjúkrunarfræðingar láta af störfum þann 1. mars?  Guðbjartur Hannesson LSH verður ekki rekinn án þessara hjúkrunar­ fræðinga, svo einfalt er það. Inga Jóna Hvaða fólk á að fá til að vinna á nýja hátæknisjúkra­ húsinu. Finnst ráðamönnum þjóðarinnar ekki vera ástæða til að tryggja lágmarksþjónustu lækna á landsbyggðinni. Í Snæfellsbæ eiga að vera 2 læknar en við erum heppin ef við höfum einn. Hér er engin læknisþjónusta aðra hvora helgi. Hvaðan á fólkið að koma til að vinna á nýja sjúkrahúsinu?  Guðbjartur Hannesson Það er ekkert sem bendir til fjölgunar starfs ­ fólks með tilkomu Nýja land spít al­ ans. Þannig verður sú bygging ekki til þess að fækka heilbrigðisstarfs­ mönnum úti á landi. Ég deili áhyggj­ um þínum ef ekki tekst að manna læknastöður á landsbyggðinni. Ástasigrún Magnúsdóttir Telur þú að „launahækkunar­ málið“ hafi skaðað þig sem stjórnmálamann? T.d. varðandi trúverðugleika?  Guðbjartur Hannesson Ég gerði mistök, hef viðurkennt þau og beðist afsökunar. Ég verð að lifa með þessum mistökum. Teitur Guðmundsson Sæll, takk fyrir að gefa þér tíma. Hversu langt er þess að bíða að við sjáum samræmda miðlæga sjúkraskrá ?  Guðbjartur Hannesson Ég vildi geta sagt hvenær. Því miður eru ekki settar háar upphæðir í þetta á næsta ári, en við verðum að nýta tíma og skilgreina vel hvaða kerfi við viljum. Þetta er eitt af brýnni verkefnunum í heilbrigðismálum. Þetta er eitt af forgangsmálunum í tillögum mikillar vinnu fjölmargra aðila um heilbrigð­ ismálin og framtíðarsýn, en vinnunni var skilað til mín í gær. Salvar Sigurðarson Hver eru stærstu mistökin á ferlinum og hvað lærðirðu af þeim?  Guðbjartur Hannesson Nýjustu mistökin eru stór, og ég lærði að menn vilja ekki sérlausnir heldur jafnræði. Það herðir mig í baráttunni fyrir auknum jöfnuði og réttlæti, sem eru grundvallargildi Samfylkingar­ innar. Guðrún Konný Pálmadóttir Sæll Guðbjartur. Nú er því haldið fram að eftir Hrunið hafi mistekist með öllu að verja hag þeirra sem minnst mega sín í samfélaginu. Hvernig viltu svara þessu?  Guðbjartur Hannesson Ef við skoðum málin hlutlægt, þá er þetta alrangt. Við höfum vakið heims­ athygli fyrir að verja betur en aðrar þjóðir hag þeirra lægst launuðu. Allir töpuðu á hruninu, kaupmáttur rýrnaði mjög mikið, en minna hjá hinum lægst launuðu. Eftir sem áður er verk að vinna við það að tryggja að enginn búi við fátækt á Íslandi. Theodor Marrow Er ríkis stjórnin með skipu lagða útrým ingu á eldri borgurum, eða telur hún að 145 þúsund á mánuði eftir skatta, dugi fyrir nauðþurftum ein stakl ings?  Guðbjartur Hannesson Þetta er það sem ríkið greiðir eða tryggir sem lágmarksframfærslu, svo það er rétt að þetta er lítið ef engar aðrar tekjur koma til. Þetta er 30–40 þús. hærra en ef aðeins hefðu komið til venjulegar hækkanir skv. eldra kerfi og ef ekki hefði komið til sérstök framfærsluuppbót. Við erum að koma fram með nýtt frumvarp um Almannatryggingar til að bæta kjörin á næstu árum. Sverrir Hjaltason Hvernig á að efna kosningaloforð um að draga úr vægi verðtryggingar og hvers vegna hefur það ekki verið gert ennþá?  Guðbjartur Hannesson Það hefur verið dregið úr vægi verðtryggingar með framboði á óverðtryggðum lánum, en engin leið hefur fundist til að afnema verðtrygginguna aftur í tímann. Enn er unnið að leiðum til að afnema verðtrygginguna, en um leið þarf að tryggja framboð lána. Sigrún Tryggvadóttir Sæll Guðbjartur. Mér þykir vel ferðar kerfið á Íslandi vera letjandi og beinlínis búa til bótaþega. Þegar ég var að fara aftur í nám eftir að hafa verið á endurhæfingarlífeyri var mér neitað um aðstoð hjá Reykjavík vegna þess að ég kaus það að fara í nám og hefði því frekar fengið styrk hefði ég setið heima og gert ekkert. TR ráðlagði mér svo að sækja bara um örorku. Hvernig getur svona lagað viðgengist, að fólk sé beinlínis hvatt til að vera ævarandi bótaþegar í stað þess að styrkja fólk í að bæta hag sinn?  Guðbjartur Hannesson Sæl Sigrún. Ég er sammála þér að meginmark­ miðið á að vera að hjálpa fólki til að bjarga sér. Þannig vorum við t.d. í dag að setja af stað stórt verkefni varðandi atvinnuleitendur, ný störf, þar sem grundvallarhugmyndin er einmitt að hjálpa fólki og hindra að það verði öryrkjar. Enginn er að sækjast eftir að verða öryrki. Gísli Páll Guðjónsson Ertu hlynntur frjálsum handfæraveið­ um, þá á ég ekki við strand veiði­ kerfið því það eru ekki frjálsar veiðar?  Guðbjartur Hannesson Ég tel að strandveiðikerfið með lagfæringum þjóni þessari ósk. Soffía Grímsdóttir Á ekkert að gera til að hjálpa fólki sem er í þeirri stöðu að geta ekki eignast barn eða fleiri börn nema með hjálp Art Medica. Ég og minn maður eigum eitt barn saman og getum ekki eignast fleiri nema með hjálp og fáum enga niðurgreiðslu því við eigum barn saman og okkur finnst þetta ansi súrt að fólki sé bara hent útí horn af því við vöðum ekki í peningum. Eiga þessi meðferðarúrræði bara vera fyrir ríka fólkið?  Guðbjartur Hannesson Sæl Soffía. Við hertum þessar reglur eftir hrun og erum ekki búin að gefa þar til baka nema að litlu leyti. Ég tel að við eigum að hverfa aftur í eldri reglur, en það er þó ekki í fjárlögum næsta árs, því miður. Steinunn Þorvaldsdóttir Á ekki að afnema verðtryggingu? Ef Ísland gengur í ESB verður þá ekki að afnema verðtryggingu? Af hverju er svo erfitt að afnema verðtryggingu?  Guðbjartur Hannesson Húsnæðislán, sem verðtryggingin snýst mest um, snýst um að fá lán á góðum kjörum og að það sé framboð á lánum. Hvernig tryggjum við hvort tveggja? Verðtrygging sem tryggir aðeins hag lánveitenda gengur ekki, það þarf að jafna stöðuna milli lántakenda og lánveitenda. Fyrsti áfangi er að gefa fólki val, það val er þegar komið með óverðtryggðum lánum. Ef við hefðum sterkari gjaldmiðil þá væri ekki verðtrygging eins og þekkjum hana, ESB aðild er þar ein besta leiðin. Steinunn Sigurðardóttir Gætir þú lifað á grunnlaunum ný út skrif aðs hjúkrunarfræð ings?  Guðbjartur Hannesson Ég treysti mér ekki til að svara þeirri spurningu. Ertu að tala um mig einan? Eða par sem lifir af einum tekjum? Eða hjón/ sambýlisfólk með börn? Neyslan er mjög mismikil og hver og einn verður að meta hvað hann telur sér fært. Birgir Olgeirsson Hvernig lýst þér á tillögu um að það komi til skoðunar að heildrænar meðferðir verði niðurgreiddar?  Guðbjartur Hannesson Ég mun ekki setja þetta mál í forgang, við eigum margt ógert í okkar ágæta heilbrigðiskerfi sem kemur fyrst. Guðmundur Þorsteinsson Hver er munurinn á áherslum/ skoðunum ykkar Árna Páls? Hvað myndir þú gera öðruvísi en Árni Páll sem formaður?  Guðbjartur Hannesson Nú get ég aðeins talað fyrir mig, rétt að Árni Páll tali fyrir sig. Ég fer í framboð til að berjast fyrir grunngildum Sam­ fylkingarinnar, jöfnuði og réttlæti, og vil nýta mér áratugareynslu mína sem stjórnanda, þekkingu á menntamálum og velferðarmálum, sveitarstjórnarmálum og þingreynsl­ una til að byggja hér upp réttlátara samfélag með auknum jöfnuði. Það verður ekki gert nema öflugt atvinnulíf og velferð haldist í hendur. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir Sæll Guðbjartur. Maður skynjar tölu verða reiði í samfélaginu í garð stjórnvalda, þó svo að margt bendi til að þessari ríkisstjórn hafi tekist hið ómögulega sem var að reisa þetta þjóðfélag á fætur. Hverjir eru að hagnast á þessari reiði að þínu mati? Hverjir tapa á þessari reiði?  Guðbjartur Hannesson Reiði er oftast neikvæð tilfinning sem hjálpar viðkomandi ekki til að bæta sinn hag, en ef reiðinni er breytt í kraft til að breyta hlutum þá er hægt að nýta hana jákvætt. Ég hugsa til þess með hryllingi ef íslensk þjóð fer að leiða til valda að nýju þá sem hér höfðu stjórnað nær samfellt í 18 ár og refsa þeim sem tóku til, hafa verið í rústabjörgun s.l. 4 ár. Ég vil að Samfylkingin fái tækifæri til að stjórna eftir kosningar og uppskera eftir erfiðan tíma. Það skiptir máli hver stjórnar. Arnar Jónsson Sæll Guðbjartur. Það er gott að sjá ráðherra sem viðurkennir mistök og telur sig hafa lært af þeim sbr. launahækkunar­ málið. Fólk (stjórnmálamenn tilheyra þeim hópi) á að fá tækifæri til að læra af reynslu sinni og mistökum. Ég er með tvær spurningar: Hvernig vonastu til að efnahagsástand og andleg líðan íslensku þjóðarinnar verði eftir 10 ár? Verður annað hrun? Og hvað verður í matinn hjá fjölskyldunni á aðfangadagskvöld? :)  Guðbjartur Hannesson Takk. Varðandi líðan þjóðarinnar, þá er ég sannfærður um að Íslendingum muni líða vel á Íslandi. Landið, fólkið, verðmætar auðlindir, mikill mannauður í menntuðu fólki og öfl­ ugt velferðarkerfi á að tryggja okkur gott andlegt ástand. Við þurfum að læra að líta á björtu hliðarnar, glíma öll við að tryggja ÖLLUM góða framfærslu, sem við gerum með því að skipta jafnar þeim gæðum sem við höfum. Við búum í frábæru samfélagi, en erum særð og reið eftir ósanngirni liðinna ára, en við verðum að komast yfir það, gera það upp og horfa til framtíðar. Ég hef borðað kalkún síðast liðin jól. :) 26 Umræða 14.–16. desember 2012 Helgarblað „Ég verð að lifa með þessum mistökum“ M y n d Ir SIG Tr y G G u r A r I Guðbjartur Hannesson segir það hafa verið mistök að hækka laun forstjóra Landspítalans nafn: Guðbjartur Hannesson. Aldur: 62 ára. Starf: Velferðarráðherra frá 2009, þingmaður Samfylk­ ingar frá 2007. Menntun: Kennarapróf KÍ. Tómstundakennara próf frá Seminariet for Fritidspæda­ goger, Vanløse, Danmörku. Framhaldsnám í skólastjórn KHÍ 1992–1995. Meistara­ próf frá kennaraskóla Lundúnaháskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.