Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 22
22 Erlent 14.–16. desember 2012 Helgarblað „Eins og dýr í dýragarði“ n Hrottaleg meðferð á uppljóstrara n Verjandi Mannings snýr vörn í sókn R éttarhöldin yfir Bradley Mann- ing, bandaríska hermann- inum sem lak leyniskjölum bandaríska utanríkisráðuneyt- isins til Wikileaks, standa nú yfir í Fort Meade-herstöðinni í Mar- yland. Þung orð hafa fallið í dómsaln- um og þykir mörgum sem lögmanni Mannings hafi tekist að snúa vörn í sókn. Réttarhöldin eru í æ ríkari mæli tekin að snúast um fangelsisvist hins ákærða og ómannúðlega meðferð á honum, meðal annars að Manning hafi, þvert á öll læknisráð, verið beittur úrræðum sem aðeins eru ætluð föng- um í sjálfsmorðshættu. Því hefur verið haldið fram að þetta hafi fyrst og fremst verið gert til að brjóta hann niður og auka á vonleysistilfinningu hans í fang- elsinu. Þannig hafi bandarísk yfirvöld reynt að þvinga Manning til að bera vitni gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks sem heldur nú til í sendiráði Ekvador í London. „Eins og dýr í dýragarði“ Bradley Manning hefur verið haldið í einangrun í um það bil tvö og hálft ár og hann verið beittur miklu harð- ræði. Til að mynda hefur honum ver- ið meinað að sofa á næturnar, samkyn- hneigð hans verið höfð í flimtingum og hann látinn hírast nakinn dögum saman. Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International hafa gagn- rýnt meðferðina á honum harðlega auk þess sem óháð rannsóknarteymi á vegum Sameinuðu þjóðanna kall- aði aðbúnað hans „grimmilegan og ómannúðlegan.“ Í ljósi þessa hefur komið nokk- uð á óvart hversu heill og eðlilegur Manning virðist vera í vitnaleiðsl- unum. Hann þykir mælskur, gam- ansamur en um leið yfirvegaður að því er fram kemur í New York Times. Í síðustu viku lýsti Manning fang- elsisvist sinni á hryllilegan hátt. „Ég hafði nánast gefist upp og hélt að ég myndi einfaldlega deyja í þessu dýrabúri,“ sagði hann. Lögmaður Mannings, David Coombs, hefur tek- ið embættismenn og fangelsismála- fulltrúa í vitnaleiðslur og krafist skýr- inga á því hvað réttlætti meðferðina á skjólstæðingi sínum. Hann hefur af- hjúpað ákveðið missætti sem virðist hafa ríkt á milli hernaðaryfirvalda og sálfræðinga sem vöruðu sérstaklega við þeim úrræðum sem gripið var til í fangelsinu. Coombs lauk varnar- ræðu sinni á þeim nótum að það stórkostlegasta í málinu öllu væri að Manning hefði þrátt fyrir allt tekist að halda geðheilsu sinni. „Þegar maður er meðhöndlaður eins og dýr í dýra- garði í allan þennan tíma þá hlýtur það að hafa hræðileg áhrif á sálarlíf- ið,“ sagði Coombs. Ákærður fyrir landráð Bandarísk yfirvöld fara fram á að Bradley Manning verði dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa lekið trúnaðargögnum og framið landráð með því að aðstoða óvin Bandaríkj- anna. Við síðari sakargiftinni getur legið dauðarefsing en yfirvöld fara þó fram á lífstíðarfangelsi. Manning hefur viðurkennt að hafa lekið gögn- unum en hann neitar að samþykkja að þannig hafi hann svikið þjóð sína. Mannréttindalögfræðingurinn Glenn Greenwald fjallar um málið í Guardian: „Hvað svo sem mönnum þykir um það sem Manning er sak- aður um, þá virðist hann í fyrstu vera hefðbundinn uppljóstrari. Hann hefði getað grætt fúlgur fjár með því að selja upplýsingarnar hryðjuverka- samtökum eða ríkisstjórnum en í staðinn ákvað hann að stofna frelsi sínu í hættu til þess eins að heims- byggðin fengi að vita sannleikann.“ Á meðal þeirra gagna sem komu fram í dagsljósið, þökk sé Bradley Manning, voru myndbandsupptök- ur af bandarískum hermönnum að skjóta fjölmiðlafólk til bana, skýrslur úr stríðunum í Afganistan og Írak og upplýsingar um Guantanamo-fang- elsið í Kúbu. Þá er talið að gögnin hafi að einhverju leyti kynt undir ar- abíska vorinu. Stríðsglæpamönnum hlíft Barack Obama, forseti Bandaríkj- anna, hefur sætt gagnrýni vegna máls Bradleys Manning, en forsetinn hefur lýst því yfir í sjónvarpsviðtali að Manning hafi brotið lög og að með- ferðin á honum „tengist aðeins því sem er honum sjálfum fyrir bestu.“ Þetta hefur vakið hörð viðbrögð eins og skrif Greenwalds bera með sér: „Berum ákæruna gegn Mann- ing saman við þrotlausa viðleitni Obama-stjórnarinnar til að bjarga stríðsglæpamönnum og Wall Street- svindlurum Bush-áranna fyrir horn, skjóta þeim undan hvers kyns laga- legri ábyrgð,“ skrifar hann og bæt- ir við: „Enginn þeirra sem frömdu þessa raunverulegu glæpi hefur ver- ið dreginn fyrir dómstóla í stjórnar- tíð Obama. Þessi samanburður sýnir hve gildismatið og forgangsröðunin í bandarísku réttarkerfi er á miklum villigötum.“ Lögmaður Mannings krefst þess að málinu verði vísað frá vegna órétt- látrar meðferðar á hinum ákærða. Ólíklegt þykir að hann fái sínu fram- gengt en ef til vill tekst að milda refs- inguna á þessum grundvelli. Vitna- leiðslur halda áfram í næstu viku og búast má við því að dómur verði kveðinn upp yfir Bradley Manning í febrúar. n Breskur vísindamaður hefur áhyggjur af sóuninni: Vill banna helíumblöðrur Það er tilgangslaus sóun að fylla blöðrur af helíumgasi og þessi sóun gæti haft alvarleg áhrif á heilsu fólks til lengri tíma litið. Þetta er mat Pet- er Wothers, bresks vísindamanns við Cambridge-háskólann í Bret- landi, sem vill að notkun helíum- blaðra verði bönnuð. „Skortur á helíum er alvarlegt vandamál,“ segir Wothers í samtali við breska blaðið Daily Telegraph. „Ég sé fyrir mér að eftir kannski 50 ár muni börnin okkar ekki trúa því að efnið hafi verið notað til að fylla blöðrur í gamansömum tilgangi. Ef við höldum áfram að sóa efninu með því að fylla blöðrur gætum við staðið frammi fyrir miklum vanda- málum eftir 30 til 50 ár,“ segir hann. Beittur harðræði Bradley Manning hefur verið meinað að sofa á næturnar, samkyn- hneigð hans verið höfð í flimtingum og hann látinn hírast nakinn dögum saman. Kokhraustur verjandi David Coombs, verjandi Mannings, þykir hafa staðið sig með sóma og sýnt fram á að Manning hafi fengið óréttláta meðferð. Styðja Manning Fjöldi fólks um allan heim hefur fylgst með máli Bradleys Manning og mótmælt ákærunni gegn honum. Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is „Ákvað að stofna frelsi sínu í hættu til þess að heimsbyggðin fengi að vita sannleikann. Skildi eftir þrjú sjálfsmorðsbréf Hjúkrunarfræðingurinn, Jacintha Saldanha, sem féll fyrir frægum símahrekk ástralskrar útvarpsstöðv- ar sem snérist um líðan Kate Midd- leton, eiginkonu Vilhjálms Bretapr- ins, skildi eftir þrjú sjálfsmorðsbréf. Þetta hefur AP-fréttastofan eftir bresku lögreglunni. Lögreglan upp- lýsti einnig að samstarfsmenn og öryggisverðir hafi komið að líki Saldanha. Rannsókn hefur leitt í ljós að konan lést af völdum hengingar. Lögreglan telur að enginn annar hafi átt þátt í dauða hennar en hún var með áverka á úlnliðum. Rann- sókn á dauða hennar stendur enn yfir þó að dánarorsökin sé ljós. Lög- reglan kannar nú hvaða þættir í lífi hennar kunni að hafa leitt til þess að hún svipti sig lífi. Jamie Oliver stefnt fyrir dóm Fyrrverandi starfsmaður banda- rískrar kjötvinnslu hefur höfðað mál gegn Jamie Oliver, fréttamönnum ABC News og bloggara fyrir að tala um afurð vinnslunnar sem „pink slime“, sem á íslensku gæti útlagst bleikt slím. Umræða um afurðina hefur áður vakið athygli en hún var meðal annars notuð í hamborgara hjá McDonald‘s í Bandaríkjun- um. Starfsmaðurinn sem lagt hefur stefnuna fram segir að umfjöllunin hafi verið til þess fallin að þrýsta á fyrirtæki um að hætta kaupa vöruna og það sé ástæðan fyrir því að hann missti vinnuna hjá kjötvinnslunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.