Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 14.–16. desember 2012 Helgarblað Dómsmorðið á Sigurþóri 3 Hæstiréttur hefur leiðrétt dóm yfir Sigurþóri Arnarssyni sem sat í fangelsi í eitt og hálft ár fyrir morð sem framið var á skemmti- staðnum Vegas árið 1997. DV fjallaði um málið á mánudag en Sigurþór var sýknað- ur í Héraðsdómi Reykjavíkur á sín- um tíma en sakfelldur í Hæstarétti árið 1998 án þess þó að vitni væru leidd fram eða skýrsla tekin af hon- um. Sigurþór fór með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu árið 2003 að reglur um réttláta málsmeðferð hefðu verið brotnar. Slapp með stórfé 2 Heildartap Ís-lenskrar erfða- greiningar frá ár- inu 1997 til ársloka 2011 nemur rúm- lega 60 milljörðum króna. Fyrirtækið var selt í vikunni til bandaríska líf- tækni- og lyfjaframleiðslufyrir- tækisins Amgen fyrir 415 milljónir Bandaríkjadala, eða um 52 millj- arða íslenskra króna. Tap félagsins síðastliðin fimmtán ár er því hærra en kaupverðið sem Amgen reiðir fram en Íslensk erfðagreining hefur á tímabilinu skipt nokkrum sinn- um um eigendur í endurfjármögn- un. Ástæðan fyrir þessu mikla tapi Íslenskrar erfðagreiningar er sú að tekjur félagsins eru af afar skornum skammti. Feitar konur missa vinnuna 1 Feitar konur voru líklegri en konur í kjörþyngd til að missa vinnuna í kjölfar kreppunn- ar. Sami munur kom ekki fram hjá körl- um. Þetta kom fram í meistaraprófsrit- gerð Hörpu Hrundar Berndsen í heilsuhagfræði við Háskóla Íslands. DV fjallaði um niðurstöðurnar á mánudag. Í umfjöllun blaðsins kom fram að niðurstöður rannsókna á áhrifum offitu á vinnumarkað hafa gefið til kynna marktækan mun á atvinnustigi kvenna eftir líkams- þyngdarstuðli. Munurinn birtist í því að konur sem glíma við offitu væru líklegri en hinar til að vera án vinnu. Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni Söfnuðu báðir undirskriftum Árni Páll Árnason þingmaður og Guðbjartur Hannesson vel- ferðarráðherra unnu saman að því að safna 150 undirskriftum til að knýja fram allsherjarkosn- ingu á landsfundi Samfylkingar- innar á næsta ári. Kosið verður á milli þeirra félaga, og hugs- anlega einhvers annars fram- bjóðanda, í kosningu meðal allra flokksmanna um hver mun taka við af Jóhönnu Sigurðar- dóttur forsætisráðherra sem formaður flokksins. Þetta kom fram á Beinni línu á DV.is þar sem Guðbjartur svaraði lesend- um. „Kosningin verður síðari hluta janúar og niðurstaðan kynnt á landsfundi 2. febrúar,“ sagði hann. Stórfelld ræktun Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir stórfellda kannabis- ræktun. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þann 12. ágúst í fyrra, í skemmu í Sandgerði, haft í vörslu sinni 841 kannabisplöntu og að auki rúmt kíló af kanna- bislaufum. Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi en verjandi hans vildi að dómari tæki tillit til þess að hann væri með væga greindarskerðingu. Hann ætti erfitt með að tjá sig og skilja eftir að hafa lent í umferðarslysi árið 2005. Dómari tók hins vegar ekki tillit til þess og sakfelldi manninn fyrir brotin. Dómurinn er óskil- orðsbundinn en manninum var einnig gert að greiða allan sakar- kostnað málsins, tæpar 200 þús- und krónur. „Eiginlega ást við fyrstu sýn“ V ið erum í skýjunum. Við ætluðum að setja upp hringana á aðfangadags- kvöld en kvöldið áður var okkur bent á þessa dagsetningu og ákváðum bara að láta verða af því, segir Árdís Fjóla Jónmundsdóttir sem trúlofaðist unnustu sinni, Ingu Birnu Krist- jánsdóttur, miðvikudaginn 12.12. 2012 klukkan 12.12 á Café Mílanó í Faxafeni. „Við ákváðum að setja upp hringana þar vegna þess að þar fórum við á okkar svona fyrsta opin berlega stefnumót,“ segir Ár- dís. Turtildúfurnar hafa verið saman síðan í júní á þessu ári en hafa þekkst í rúmlega ár. Inga Birna var karlmaður þar til á síð- asta ári en þá fór hún í kynleið- réttingaraðgerð. Börnin taka sambandinu vel „Við erum búnar að vera vinkonur í rúmt ár og byrjuðum saman 8. júní. Það var eiginlega ást við fyrstu sýn þó að við áttuðum okkur ekki á því fyrr en í sumar. Við erum bún- ar að búa saman frá fyrsta degi. Ég var í heimsókn hjá henni þegar við byrjuðum saman og ég hef bara ekkert farið síðan,“ segir Ár- dís hlæjandi. Þær Inga Birna búa saman á Dalvík en voru staddar í bænum þegar DV talaði við Árdísi. „Við erum í bænum vegna þess að sonur Ingu er að halda upp á 10 ára afmælið sitt,“ segir hún en Inga á tvö börn úr fyrra sambandi. Árdís segir börnin taka sambandinu vel líkt og reyndar langflestir í kring- um þær. Mjög heppnar „Við höfum eiginlega ekki mætt neinum fordómum. Börnin taka þessu mjög vel. Við erum búnar að vera mjög heppnar. Það er ein systir mín með smá fordóma en við erum ekkert að láta það angra okkur, hún verður bara að eiga það við sig. Við erum ekkert að spá í það hvað hún er að hugsa því við fáum svo jákvæð viðbrögð alls staðar annars staðar. Það má líka alveg koma fram að móttökurnar á Dalvík þar sem við búum eru bún- ar að vera stórkostlegar. Við fórum í viðtal við blaðið Norðurslóð sem er gefið út á staðnum og Inga sagði alveg sína sögu þannig að það er allt uppi á yfirborðinu. Við höfum engum fordómum mætt þarna fyrir norðan. Við erum búnar að fá mikið hrós fyrir að hafa komið svona beint fram með allt um leið. Okkur fannst langbest og hrein- legast að gera það svoleiðis,“ segir Árdís. Brúðkaupið á ársafmælinu Þær Árdís og Inga hafa ekki ákveðið hvort brúðkaupið verði stórt í sniðum en þær eru ákveðnar að gifta sig á Dalvík. Þær eru hins vegar ekki byrjaðar að skipuleggja brúðkaupið enda nýtrúlofaðar. „Við erum ekki alveg búnar að ákveða það, þetta er enn svona á frumstigi. En það verður 8. júní, ári eftir að við byrjuð- um saman.“ Hjónakornin tilvonandi ætla að vera á Skagaströnd yfir jólahátíð- ina í faðmi fjölskyldu Ingu. „Móðir hennar Ingu er þar og tveir bræður. Hennar fjölskylda verður í raun og veru öll þar um áramótin og við ætlum að eyða há- tíðinni saman,“ segir hin nýtrúlofaða og hamingju- sama Árdís að lokum. n n Árdís Fjóla og Inga Birna trúlofuðu sig 12.12. 2012 klukkan 12.12. Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Hamingjusamar Þær Árdís Fjóla og Inga Birna eru í skýjunum með trúlofunina. Þær hafa verið saman síðan í júní og búið saman frá fyrsta degi sambandsins. „Ég var í heimsókn hjá henni þegar við byrjuðum saman og ég hef bara ekkert farið síðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.