Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 56
Ólafur veit hvað hann syngur! Retro Stefson hangir á Hlemmi n Hljómsveitin Retro Stefson mun leika fyrir dansi á Hlemmi á laugardag. Sveitin stígur á svið um klukkan 15 og frítt er á tón- leikana. Retro Stefson hefur gert það gott undanfarið, jafnt inn- an lands sem utan, og hefur sveitin hlotið sex tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna í ár. Uppákoman er hluti af tón- leikaröðinni „Hangið á Hlemmi“, sem er hluti verkefnis borgarinn- ar, „Jólaborgin Reykjavík“. Hefur Hlemmur nú verið settur í jóla- búning og hann verið skreyttur í anda kvikmyndarinnar Christmas Vacation, þar sem lögð er áhersla á magn jólaskrauts fremur en gæði. Nakin grýla óviðeigandi n Hugleikur Dagsson var ritskoð- aður á Facebook í vikunni. Þar birti hann mynd af þjóðsagna- persónunni Grýlu þar sem hún stóð allsnakin. Myndin fór fyrir brjóstið á einhverjum sem til- kynnti myndina til stjórnenda Facebook. Hugleik- ur dó ekki ráða- laus og teiknaði myndina upp á nýtt, skellti Grýlu í bikiní- vax og klæddi hana í bikiní. „Núna mun nektin henn- ar ekki trufla neinn. Takk ritskoðun!“ sagði hann á Face- book-síðu sinni um málið. Önnur framtíð n Framkvæmdastjóri Bjartr- ar framtíðar, Atli Fannar Bjarka- son, átti alls ekki von á því fyrir nokkrum árum að hann myndi einhvern tímann eyða heil- um morgni í að svara fjölmiðl- um um fyrirætlanir borgarstjór- ans í Reykjavík. „Þegar ég stóð sveittur og síðhærður á sviðinu á Grand rokki árið 2005 datt hvorki mér né nokkrum öðrum í hug að árið 2012 myndi ég eyða heil- um morgni í að svara símtölum frá fjölmiðlamönnum um hvort og hvar Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, yrði á lista stjórnmála- flokksins sem ég ynni hjá,“ skrifar Atli Fannar á Face- book-síðu sína. Fjölmiðlar voru spenntir yfir röð- un flokksins á lista fyrir næstu þingkosningar en á miðvikudag var fyrst greint frá því að Jón íhugaði framboð til Al- þingis. Ó lafur Ragnar Grímsson forseti hefur í huga stofnun sérstaks olíusjóðs, finnist olía á Dreka- svæðinu. Þetta sagði hann í við- tali við Bloomberg. „Þar sem við lítum á þessa auðlind sem þjóðareign, þá myndum við stofna sérstakan auðlindarsjóð í þjóðareigu“ sagði forsetinn.. Davíð Þorláksson, formaður SUS, hefur tjáð sig mikið um hugtakið þjóðareign. Megininntak í málflutn- ingi Davíðs hefur verið að hugtakið sé í raun markleysa, þar sem þjóðir geti ekki verið lögaðilar. Með hugtakinu sé í raun og veru átt við ríkiseign. Davíð bendir á í samtali við DV að samkvæmt lögum sé ríkið eigandi að öllum olíuauðlindum í íslenskri lög- sögu. „Olíuauðlindir eru ekki nýtt- ar í dag þannig að þær eru ekki í eigu einstaklinga, ólíkt til dæmis sjávarút- vegi og jarðnæði á Íslandi,“ segir hann og bætir við að fráleitt sé að tala um þjóðareign í því samhengi: „Það er lýðskrum.“ Davíð er þó ekki sammála því að stofna skuli olíusjóð. „Við treystum ekki stjórn- málamönnum til þess að sjá um rekstur auðlinda,“ segir hann. SUS telur bestu aðferðina vera að selja nýt- ingarréttinn sem fyrst til einkaaðila. Davíð telur norsku leiðina – stofnun olíufyrir- tækis og olíusjóðs í eigu rík- isins –ekki heppilega fyrir Ís- lendinga. „Íslendingar eru ekki jafn ráðdeildarsamir og Norð- menn,“ segir Davíð. simon@dv.is Ólafur Ragnar vill olíusjóð n SUS ósammála: „Íslendingar eru ekki jafn ráðdeildarsamir og Norðmenn.“ Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 14.–16. DeSemBeR 2012 145. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr. Svartur sjóður Ólafur segir að íslenska ríkið muni stofna olíusjóð, finnist olía á Drekasvæðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.