Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 29
Viðtal 29Helgarblað 14.–16. desember 2012 að ella hefði ég líklega ekki gert það strax. En það er ekki versta afsökun í heimi að skrá sig í stjórnmálaflokk fyrir strák sem maður er skotin í!“ Þrátt fyrir að hún hafi lengi starf- að fyrir flokkinn er ekki þar með sagt að hún sé alltaf sammála öllu sem Sjálfstæðisflokkurinn gerir. „Ég held að það eigi við um alla sem starfa í stjórnmálum, sama hvaða flokki þeir tilheyra. Ég vil tilheyra þessari heild því þannig tel ég að ég geti haft áhrif. En ég hef tekið opinbera af- stöðu gegn því sem minn flokkur er að gera. Það gerðu borgarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins til dæm- is með mjög afgerandi hætti þegar þeir sögðu nei takk við þeirri þróun sem átti að verða í Orkuveitu Reykja- víkur.“ Sennilega er ekkert sem hefur mótað Hönnu Birnu jafn mikið sem stjórnmálamann að standa frammi fyrir þeirri áskorun. „Þá tók ég ákvörðun um að vera í stjórn- málum á mínum forsendum og gera það sem ég tel rétt og fylgja eigin samvisku frekar en hefðinni og flokkslínunni. Það má því segja að REI-málið hafi verið ákveðinn vendipunktur í minni pólitík.“ Erfið ákvörðun Réttlætiskenndin gerði það að verk- um að hún fór gegn því sem ætlast var til af henni og því sem hún segir að hefði verið skynsamlegt að gera til þess að halda völdum í borginni og sleit meirihlutasamstarfi við Ólaf F. Magnússon. „Það var hvorki auðvelt né sjálfsagt en ég tók þessa áhættu vegna þess að mér fannst það eina rétta í stöðunni. Þetta var í ágúst árið 2008 og við fundum að það kreppti að og að við yrðum að taka hönd- um saman. Til þess að skapa sátt þurfti ákveðnar breytingar. Þá tók ég afdráttarlausa ákvörðun um að ef mér þykir eitthvað rangt þá fer ég ekki þangað. Það var í senn erfitt og þroskandi en eftir það mun ég aldrei taka þátt í neinu sem ég get ekki varið fyrir sjálfri mér. Ég hef aldrei gert það og ég mun aldrei gera það. Það þýðir að ég hef stundum sagt nei þegar það er erfitt og flokkurinn vill annað. Það er ekki alltaf klappað fyrir áherslu minni á breytt stjórnmál í öllum sölum Sjálfstæðisflokksins. En ég hef valið að fara þessa leið í von um að það skili sér fyrir flokkinn. Það er mín sannfæring að þessi aukna sátt sem ég er að leita eftir í stjórn- málum sé jafn mikilvæg fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og samfélagið allt.“ Skilyrðislaus ást Fyrst þetta mótaði hana sem stjórn- málamann er áhugavert að heyra hvað mótaði hana sem manneskju. Hún brosir og segist vera ósköp venjuleg stelpa úr Hafnarfirðinum. „En ég er mjög mótuð af því að al- ast upp við mikla ást, umhyggju og öryggi. Ég vissi eiginlega alltaf hvað næsti dagur bæri í skauti sér. Ég vissi líka að foreldrar mínir myndu ganga alla leið fyrir mig, ég fékk mjög skýr skilaboð um að umhyggja þeirra gagnvart okkur börnunum væri al- gjörlega skilyrðislaus. Óeigingirni foreldra minna gagn- vart okkur börnunum er það falleg- asta sem ég hef kynnst í lífinu, hversu alltumlykjandi ást þeirra var. Ég á mér þann draum að þegar börnin mín eldast og líta til baka þá hafi ég gefið þeim eitthvað sem er svo ómet- anlegt. Að þau upplifi eitthvað gagn- vart mér sem er eitthvað áþekkt því sem ég upplifi gagnvart foreldrum mínum. En ég mun aldrei komast með tærnar þar sem þau hafa hæl- ana.“ Einu áhyggjur Hönnu Birnu í æsku lutu að eigin samviskusemi, sem átti sér fá takmörk. „Ég hafði áhyggjur af því hvort ég stæði mig örugglega ekki nógu vel og hvort ég væri nógu dugleg. Ég er mjög mót- uð af því að telja að ég eigi að ganga í gegnum lífið með ærlegum hætti þannig að ég geti lokað augunum á kvöldin fullviss um að ég gerði allt sem ég gat. Að mínu mati er það kjarninn í því sem á eftir kom. Ég er passlega metnaðarfull, hef ágæt- is sjálfstraust, er örugg og ákveðin í því að gera allt sem ég get til þess að bæta samfélagið og tel mig bera skyldu til þess.“ Langaði að verða rithöfundur Þar sem hún var feimin í æsku er hún þess fullviss að það sé ekki hægt að hafa uppi á einni einustu mann- eskju sem hefði spáð því að hún yrði stjórnmálamaður. „Ég var Gekk í flokkinn fyrir ástina „Það var í senn erfitt og þrosk- andi en eftir það mun ég aldrei taka þátt í neinu sem ég get ekki varið fyrir sjálfri mér. Ekkert eins fallegt og ást foreldranna Hanna Birna ólst upp við mikla umhyggju, ást og öryggi og segir að það hafi mótað sig til framtíðar. Hún er full sjálfstrausts, hefur metnað og er sannfærð um að hún geti látið gott af sér leiða ef hún fær tækifæri til. myndir Sigtryggur ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.