Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 54
54 Fólk 14.–16. desember 2012 Helgarblað „Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir“ n Gunnlaugur spyr hvort lögreglumenn séu sáttir við sitt hlutverk L ögreglan á höfuðborgarsvæð- inu heldur úti Facebook-síðu þar sem oftar en ekki eru birtar þarfar ábendingar með hnyttnu ívafi. Á miðvikdaginn síðastliðinn, þann merka dag 12.12.12, minntist lögreglan hundrað ára fæðingaraf- mælis rithöfundarins Thorbjörns Egner sem meðal annars skrifaði leikritið um Dýrin í Hálsaskógi. „Frá honum komu margar perlur og það myndi létta störf okkar umtalsvert ef allir fylgdu lögum Bastíans bæj- arfógeta sem söng í þýðingu Krist- jáns frá Djúpalæk: „Engum sæmir aðra að svíkja / allan sóma stunda ber / annars geta menn bara lifað og leikið sér.“ Þá er ekki síður mikil- vægt að minna á lögin sem öll dýrin í Hálsaskógi samþykktu en fyrsta grein þeirra hljóðar svo: „Öll dýrin í skóg- inum eiga að vera vinir“,“ skrifaði lög- reglan á Facebook-síðu sína. Margir skrifa athugasemdir við þessa færslu lögreglunnar og þakka henni fyrir skemmtileg skrif. Ein athugasemdin sker sig þó úr. Það er athugasemd Gunnlaugs Jónssonar, höfundar bókarinnar Ábyrgðarkver og sonar Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar, fyrrverandi hæstaréttardóm- ara, en í henni segir: „Hvað ætli Marteini skógarmús hefði fundist hefði Mikki refur ráðist inn, með 39 öðrum refum, í fylgsni Lilla klifurmúsar og rænt honum fyr- ir að stunda friðsama spilamennsku? Ætli sú árás lögreglunnar á friðsamt fólk sé það sem Bastían hafði í huga, þegar hann söng lag sitt? Er það sóm- inn? Hvernig útskýra lögreglumenn fyrir börnunum sínum hvað þeir gera í vinnunni? Blekkja menn sig með því að þeir séu andstæða þess sem þeir eru í raun og veru? Hljóta heiðvirð- ir lögreglumenn ekki að mótmæla svona illum lögum, sem banna fólki að stunda friðsama starfsemi? Eða eru menn sáttir við þetta hlutverk sitt í lífinu?“ Er Gunnlaugur þarna vænt- anlega að vísa til aðgerða lögreglu í vikunni þar sem ráðist var inn í ólög- legt spilavíti í Skeifunni í Reykjavík. „Er það sóminn?“ Spyr Gunnlaugur. Hann spyr jafnframt hvort árás lögregl unnar á friðsamt fólk hafi verið það sem Bastían hafði í huga. Steinunn Camilla úr hljómsveitinni The Charlies ætlar að taka sér hlé frá bransan-um í Los Angeles um jólin og skella sér til Íslands. Hún ætlar að aðstoða foreldra sína, sem reka skartgripaverslunina Gull og silfur á Laugavegi, í jólaösinni. Hún greindi frá þessu á Instagram. Stúlkurnar í The Charlies sendu frá sér nýtt lag í haust, Hello Luv, en þær hafa fórnað miklu fyrir frama vestanhafs og viðurkenndu það í viðtali í DV í sumar. „Eiginlega öllu! Við gengum í burtu frá samböndum, íbúðum og bílum, frá ferl- inum okkar heima og erum þúsundir kílómetra frá fjölskyldu og vinum,“ sagði Steinunn Camilla aðspurð hverju þær hefðu fórnað. n Camilla vinnur hjá foreldrum sínum Heima um jólin Þáttastýran geðþekka úr Íslandi í dag, Sigríður Elva Vilhjálms-dóttir, tilkynnti á Facebook- síðu sinni á miðvikudag að hún eigi von á lítilli stúlku í heiminn ásamt manni sínum, Teiti Þorkelssyni. Sigríður Elva og Teitur bjuggust víst við að það væri drengur í bumbunni en að sögn Sigríðar þurfa þau skötuhjúin „að fara lesa hinn helminginn í mannanafna- bókinni.“ Sigríður og Teitur eru þekkt fyrir að vera miklar ævintýra- manneskjur en ásamt því að vera einn af þáttastjórnendum Íslands í dag er Sigríður flugmaður og úti- vistarmanneskja mikil. Á von á stelpu n Leikkonan og grínistinn Helga Braga Jónsdóttir gesta- stjórnandi í FM95BLÖ n „Alltaf voðalega skemmtilegt“ É g kem í staðinn fyrir hann Hjörvar Hafliðason, hann var eitthvað vant við látinn og því var haft samband við mig, segir leikkonan og grínistinn Helga Braga Jónsdóttir en hún var gestastjórnandi í útvarpsþættin- um FM95BLÖ á miðvikudag sem er í stjórn Auðuns Blöndal. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Helga Braga sest við hlið Auðuns í hljóðverinu en hún hefur tvisvar áður tekið að sér gestastjórn í þættinum. „Þetta er alltaf voðalega skemmtilegt, “ segir Helga. „Það er alltaf ákveðið form á þessu hjá honum, þannig að ég geng bara inn í það.“ Oftar en ekki eru gestastjórn- endur þáttarins karlmenn sem Helga segir að sé miður, en bendir á að leikkonan og grínistinn Anna Svava Knútsdóttir hafi einnig tek- ið að sér gestastjórnun í þættin- um. „Þannig að hann reynir að fá einhverjar gríngellur með sér. Og hann hefur nú oft hringt í mig áður en ég hef bara ekki alltaf komist en nú bara gat ég ekki lengur sagt nei við hann.“ Aðspurð hvort þetta sé jafn- vel upphafið að nýjum ferli bend- ir Helga blaðamanni á að hún hafi meðal annars verið með útvarps- þátt á Bylgjunni með Eddu Björg- vinsdóttur leikkonu. „Ég er nú ekki alveg ný, ég hef verið í útvarpi áður. Ég og Edda vorum með þátt á Bylgjunni á laugardögum í heilan vetur og svo vorum við Steinn Ár- mann með útvarp Hol sem voru grínþættir á Rás 2, og svo vorum við Steinn Ármann einnig með Virka morgna um tíma og leyst- um af Gunnu Dís og Andra Frey, þannig að þetta er alls ekki nýr vettvangur. En mér finnst æðislega gaman í útvarpi og væri alveg til í að gera meira af því.“ Annars er alltaf nóg að gera hjá Helgu en tökum á þriðju þátta- seríunni af Hæ Gosa lýkur í haust en þættirnir verða frumsýndir Skjá Einum í lok janúar næstkom- andi. „Og svo er ég náttúrulega í Stundinni okkar með Trjáálfana, en það eru karakterar sem ég og Steinn Ármann höfum verið með í þættinum í sex vetur og svo er ég auðvitað alltaf að skemmta og halda fyrirlestra,“ segir Helga hress að lokum. hanna@dv.is skemmtilegt að vinna í útvarpi Söngkonan Anna Hlín Sekulic-Lewis eignaðist sitt annað barn á dögunum. Margir muna eftir Önnu Hlín frá því í Idol-keppninni árið 2009 en síðan hefur hún unnið við tónlist bæði hér heima og í Nor- egi. Anna Hlín og eiginmaður henn- ar, Anthony Lewis, áttu fyrir soninn Imhotep Stefán sem fæddist árið 2010. Fjölskyldan er nú orðin enn stærri en foreldrarnir fengu annan dreng í fangið í byrjun mánaðarins. Tveggja barna móðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.