Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2012, Blaðsíða 53
S ælkerinn Albert Eiríksson, sem heldur úti matarblogginu alberteldar.com, var gestur Brynju Þorgeirsdóttur í Kast- ljósi í vikunni. Þar sýndi hann bæði henni og áhorfendum heima í stofu hvernig baka ætti Sörur og út- búa annað góðgæti í hollari kantin- um fyrir jólin. Albert er eiginmaður Bergþórs Pálssonar söngvara sem að sjálfsögðu fylgdist með sínum manni í sjónvarpinu. Eitt af góðgætinu sem Albert kynnti fyrir áhorfend- um var svokallað súkkulaðisalami. Eins og nafnið gefur til kynna lítur það út eins og einhvers konar pylsa. Brynja hafði einmitt á orði að þetta liti ansi einkennilega út. Bergþór hafði aðra hugmynd um hverju um- rætt súkkulaðisalami líktist og skrif- aði um fagmannlega framkomu eig- inmannsins á Facebook-síðu sína. „Albert segir það hafa verið fyrir hreina tilviljun, alveg óvart, hvern- ig hann hélt á súkkulaðigöndlinum.“ Svo vísaði hann á ákveðna mínútu í upptökunni af þættinum. „Sem sagt ekki ákveðið fyrirfram. Hann er nú svo hreinlyndur að ég trúi honum al- veg.“ solrun@dv.is Leið eins og góðum geðLækni Fólk 53Helgarblað 14.–16. desember 2012 L eikskáldið og rithöfundur- inn Jón Atli Jónasson verður fertugur um helgina, nánar tiltekið á laugardaginn. Jón Atli fæddist árið 1972 í Reykjavík og er eitt af efnileg- ustu leikskáldum landsins. Hann skrifaði meðal annars leikritin Krádplíser, Brim, 100 ára hús, Draugalest, Rambó 7, Þú ert hér, Djúpið og Mindcamp. Jón Atli er einn af stofnendum Mindgroup sem eru evrópsk sam- tök leikhúsfólks sem vinna að til- raunakenndri leiklist. Árið 2001 kom út smásagnasafnið Brotinn taktur og skáldsagan Í frostinu kom út árið 2005. Jón Atli vann Grímuverðlaun fyrir Brim árið 2004 en mörg leikverka hans hafa verið sviðsett um víða veröld. Kærasta Jóns Atla er tónlistar- konan Urður Hákonardóttir, stundum kölluð Earth, úr lista- hópnum GusGus. É g verð heima með fjöl- skyldunni,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson um hvernig hann hyggst fagna afmælinu en hann verður þrítugur laugardaginn 15. desember. Ólafur segist hafa verið mikið afmælisbarn á yngri árum en taki afmælisdeginum með meiri ró eftir því sem hann eldist. „Ég var afmælisbarn þegar ég var lítill en ekki svo mikið lengur. Þetta er búið að eldast af manni,“ segir hann. Ólafur tekur hækkandi aldri með æðruleysi og segist ekki líta á þrítugsafmælið sem einhver sér- stök tímamót. „Mér var sagt að eftir 35 ára aldurinn færi allt niður í móti þannig að ég á góð fimm ár eftir,“ segir Ólafur Þór kíminn. Jón Atli fertugur „Ég á góð fimm ár eftir“ Eitt efnilegasta leikskáld landsins fagnar um helgina Ólafur Þór verður þrítugur á laugardag Vel sjóaður Sölvi segist ekki taka málin inn á sig enda ýmsu vanur eftir að hafa tekið yfir þúsund viðtöl fyrir sjónvarp. Þ að hafa komið nokkrir dagar þar sem mér hefur liðið eins og góðum geðlækni og rúm- lega það,“ segir fjölmiðla- maðurinn Sölvi Tryggvason, umsjónarmaður þáttanna Málið sem sýndir hafa verið á Skjá Einum. Hann vinnur nú að nýrri þáttaröð sem hef- ur göngu sína í janúar þar sem hann tekur fyrir viðkvæm umfjöllunarefni, líkt og barnaníð, einelti, aðbúnað úti- gangsfólks og fleira. Sölvi segir aðstandendur þáttanna hafa reynt að marka sér þá stefnu að taka mannlega vinkla á þung og erf- ið mál. Hann viðurkennir að það geti stundum tekið á. Orðinn ýmsu vanur „Við höfum verið að vinna svo marga þætti í einu og fólk er að treysta mér fyrir hlutunum. Fólk er kannski ekki bara að segja frá erfiðri lífsreynslu í fyrsta skipti heldur er það að setja hana í sjón- varp. Það eru því ansi margir sem ég er með á línunni og bíða eftir að sjá hvernig sinn hlutur kemur út,“ útskýrir hann. Í þættinum þar sem fjallað er um barnamisnotkun ræðir Sölvi bæði við fórnarlömb og gerendur. Í myndbroti úr þáttunum sem hægt er að nálg- ast á heimasíðu Skjás Eins sést til að mynda hvar hann ræðir við barna- níðing um barnagirnd. „Í þessu tilviki þá hélt viðkomandi að hann væri að fara að hitta 12 ára stelpu,“ segir Sölvi sem vill þó ekki gefa upp of mikið. Aðspurður hvort eitthvað mál hafi verið erfiðara að vinna en ann- að og hvort hann hafi tekið þau inn á sig svarar hann neitandi. Hann segist vera orðinn nokkuð vel sjóaður eftir að hafa tekið yfir þúsund viðtöl í sjón- varpi. „Maður er orðinn ýmsu van- ur og ég get ekki sagt að ég sé að taka þetta mikið inn á mig en þættirnir um misnotkun á börnum og útigangsfólk innihalda vissulega átakanlega sögur. Og eins líka eineltisþátturinn.“ Horfðist í augu við barnaníðinga Hann viðurkennir að það hafi verið skrýtið að horfast í augu við menn með barnagirnd. „Það er auðveldara að segja það en að gera það. Ég fann það þegar ég kom heim það kvöld og líka bara þegar ég var kominn í þessar aðstæður. Þetta er töluvert meira en að segja það.“ Sölvi segir að í svona aðstæðum reyni á blaða- og fjölmiðlamenn að láta tilfinningar ekki taka völdin. Þeirra hlutverk sé einungis að sækja upplýsingar og vinna úr þeim. „Þegar þú ert að ræða við menn sem eru með svona kennd- ir, það er mjög erfitt að setja sig inn í þennan hugarheim en maður verð- ur að reyna að taka viðtal án þess að það sé of gildishlaðið.“ Sölvi segir metnaðarfulla vinnu liggja að baki þáttunum og að bæði framleiðendur og kvikmyndatöku- menn hafi lagt mikið á sig til að til að ná fram góðu efni. „Ég bind vonir við að þetta verði mjög flott,“ segir Sölvi að lokum. Um er að ræða sex þætti en sýningar á þeim hefjast þann 7. janúar næstkomandi. n solrun@dv.is n Sölvi Tryggva- son vinnur nýja þáttaröð af Málinu Hrein tilviljun „hvernig hann hélt á súkkulaðigöndlinum“ n Bergþór tjáir sig um frammistöðu Alberts í Kastljósinu Fylgdist með Alberti Bergþór fylgdist með sínum manni í sjónvarpinu og skrifaði um frammistöðuna á Facebook. Góðgæti Albert sýnir áhorfendum Kast- ljóss súkkulaðisalami. Jón Atli Jónasson Jón Atli er í sambandi með Urði Hákonardóttur söngkonu úr GusGus. Æðrulaus Ólafur Þór ætlar að eyða afmælisdeginum með fjölskyldunni. É g verð með tónleika á laugar- daginn ásamt manninum mínum og vinafólki í Hafnar- fjarðarkirkju,“ segir Jóhanna Ósk Valsdóttir söngkona úr Hafnarfirði en hún verður fertug laugardaginn 15. desember. Á tónleikunum verða sungin jólalög en Jóhanna segir að eitthvað verði sprellað á milli atriða. Afmælið ætlar hún síðan að halda upp á sameiginlega með eiginmanni sínum Bjarti Loga Guðnasyni milli jóla og áramóta en Bjartur Logi varð fertugur fyrir stuttu. Jóhanna segist vera mikið af- mælisbarn. „Já, ég er það. Þar sem maður á afmæli svona rétt fyrir jól þá er alltaf svolítil hætta á að afmælið renni saman við jólin, en ég er svo heppin að ég á afa sem er nú að verða 89 ára í næstu viku svo hann þekkir þetta. Hann lagði alltaf mikla áherslu á það við mömmu að það yrði alltaf haldið upp á afmælið mitt. En ég hef alltaf verið spennt fyrir afmælinu og það er ekki verra að það komi jólasveinn og svona í afmælið hjá manni.“ Alltaf verið spennt fyrir afmælinu Jóhanna Ósk verður fertug á laugardag Afmælisbarn Jóhanna Ósk ætlar að halda tónleika á afmælinu sínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.