Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.10.2015, Side 6

Fréttatíminn - 16.10.2015, Side 6
Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16 RÝMUM TIL FYRIR NÝJA TÍMA VEGNA BREYTINGA Á VERSLUN OKKAR Í FAXAFENI BJÓÐUM VIÐ SÝNINGAREINTÖK OG ELDRI GERÐIR AF ÝMSUM VÖRUM MEÐ 20–50% AFSLÆTTI. …… NÚ ER TÆKIFÆRIÐ …… STILLANLEG RÚM • HEILSURÚM OG -DÝNUR • GAFLAR SÆNGUR • KODDAR • SVEFNSÓFAR • STÓLAR • SÆNGURFÖT, O.FL. Gert er ráð fyrir að taka á móti fyrsta hópi flóttafólks í desember. Þ að skiptir geysilega miklu máli að fá stuðning svona fjöldasamtaka í þessari bar- áttu því við upplifum þessa deilu ekki fyrst og fremst við Samtök at- vinnulífsins eða stjórnendur ÍSAL, heldur við Rio Tinto,“ segir Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninga- nefndar starfsmanna hjá ÍSAL, en á miðvikudag lýsti Starfsgreina- sambandið yfir stuðningi við bar- áttu starfsfólksins hjá Rio Tinto á Íslandi. Í yfirlýsingu frá SGS segir Drífa Snædal formaður baráttu þeirra vera birtingamynd stærri baráttu gegn verktöku og starfs- mannaleigum. Rio Tinto hætti að skipta út fastráðnum fyrir verktaka Starfsmenn álversins aflýstu boð- uðu allsherjarverkfalli sem hefjast átti þann 1. september síðastliðinn því ítrekað hafði komið fram að álverinu yrði hugsanlega lokað, kæmi til verkfallsins. Gylfi segir samningaviðræður halda áfram og verið sé að móta afstöðu til aðgerða, en ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar innan 14 daga. Þann 7. október síðastliðinn var haldinn alþjóðlegur aðgerðardagur verka- lýðsfélaga gegn starfsemi Rio Tinto um allan heim sem starfsmenn ÍSAL tóku þátt í. Gylfi segir að með aðgerðunum sé fyrst og fremst verið að krefjast þess að Rio Tinto, sem er einn stærsti álframleiðandi í heimi, hætti að skipta út fastráðn- um starfsmönnum fyrir verktaka og að það séu veitt örugg og vel launuð störf með góðum kjörum. „Verkalýðsfélög víða um heim hafa gagnrýnt aðfarir Rio Tinto gegn starfsmönnun sínum og við erum að fá þetta í fangið hér á Íslandi í fyrsta sinn,“ segir Gylfi. „Á fundi síðastliðinn mánudag lögðu ÍSAL og Samtök atvinnulífsins fram tillögu sem leit þannig út að 100 manns yrði sagt upp sínum störfum og þeirra störf sett í verktöku. Og við höfnum því,“ segir Gylfi en um 400 manns vinna í álverinu sem þýðir að um fjórðungi starfsmanna yrði sagt upp. Ekki 100 uppsagnir heldur 32 „Þetta eru alls ekki 100 manns sem þarf að segja upp,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýs- ingafulltrúi ÍSAL. „Við lögðum fram tilboð varðandi auknar heimildir til útvistunar verkefna sem var nákvæmlega það sama og við lögðum fram í júní í sumar, en það eru heimildir til 32 starfa. Við erum að tala um mötuneytið, þrif, öryggisgæslu og hafnar- starfsemina. Þar að auki er talað um að við megum leita til verktaka varðandi viðhald í afleysingum, ef starfsmenn eru veikir eða í fæðingarorlofi. Við erum bara að biðja um réttindi sem öll fyrirtæki á Íslandi hafa heimildir til að gera, nema Rio Tinto á Íslandi. Það er ekkert óvenjulegt við okkar kröfur, þetta er alls engin aðgerð gegn verkafólki né neitt þess háttar,“ segir Ólafur og bætir því við að Rio Tinto hafi auk þess boðið fram tvö ný atriði á fundinum á mánudag. „Annarsvegar að öllum starfs- mönnum yrði boðið annað starf hjá fyrirtækinu yrði starfi þeirra hjá fyrirtækinu útvistað, og hins- vegar aukalaunahækkanir vegna verðbólgu.“ Aðför að samningsbundnum kjörum Drífa Snædal segir kröfu fyrir- tækisins um aukna verktaka- starfsemi vera afturhvarf til þeirra tíma þegar atvinnurekendur gátu valið frá degi til dags hverjir fengju vinnu og á hvaða kjörum. „Það er grundvallarkrafa verkalýðs- hreyfingarinnar að launafólk sé með kjarasamninga sem standast ákvæði á íslenskum vinnumark- aði og að þeir séu virtir. Tilraunir Rio Tinto til að auka verktöku á alþjóðavísu sem og í Straumsvík er ekkert annað en aðför að samn- ingsbundnum kjörum starfsfólks,” segir Drífa. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  Velferðarráðuneytið eygló fundar með sVeitarstjórnum Undirbúningur móttöku flóttafólks hafinn Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið að þekkjast boð sveitarfélaganna Akureyrar, Hafnarfjarðar og Kópavogs um að ganga til viðræðna um móttöku fyrsta hóps flótta- fólks sem íslensk stjórnvöld hyggjast bjóða til Íslands og er vænst að komi til landsins í desember. Velferðarráðuneytið hefur sent bréf til þeirra sveitarfé- laga sem lýst hafa sig reiðu- búin til móttöku flóttafólks þar sem gerð var grein fyrir þess- ari ákvörðun. Samkvæmt ákvörðun ríkis- stjórnarinnar er fyrirhugað að taka á móti flóttamönnum með milligöngu Flóttamannastofn- unar Sameinuðu þjóðanna og er undirbúningur vegna móttöku fyrsta hópsins þegar hafinn. Búið er að óska eftir skýrslum frá Flóttamanna- stofnun Sameinuðu þjóðanna og er þess beðið að gögnin verði send til flóttamanna- nefndar. Í ljósi þess að stjórnvöld fyrirhuga að bjóða fleira flótta- fólki að setjast að á Íslandi á næsta ári hefur verið ákveðið að halda fund með fulltrúum þeirra sveitarfélaga sem sýnt hafa málefninu áhuga þar sem þeim verður kynnt nánar hvað felst í móttöku flóttafólks.  Kjarabarátta uppsagnir í straumsVíK 100 eða 32? Segir fjórðung starfsmanna í álverinu missa starfið Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna hjá ÍSAL, segir nýtt kjaratilboð fela í sér 100 uppsagnir. Ólafur Teitur Guðnason upplýsingafulltrúi ÍSAL segir heimild til útvistunar verkefna ná til 32 starfa. Starfsgreinasambandið hefur lýst yfir stuðningi við kjarabaráttu starfs- fólks álversins og bætist þar með í flokk fjölda erlendra verkalýðsfélaga sem gagnrýna störf Rio Tinto. Drífa Snædal segir kröfu fyrirtækisins um aukna verktakastarfsemi vera afturhvarf til þeirra tíma þegar atvinnurekendur gátu valið frá degi til dags hverjir fengju vinnu og á hvaða kjörum. Álverið í Straumsvík er hluti af Rio Tinto Alcan sem er einn stærsti álframleiðandi í heimi. 6 fréttir Helgin 16.-18. október 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.