Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.10.2015, Síða 17

Fréttatíminn - 16.10.2015, Síða 17
fram með eitt stykki skáldsögu,“ segir vinur hennar en bætir við að hún sé leiftrandi skemmtileg með dálítið sérstæðan húmor. „Hún er yndislega kaldhæðin og stundum með skemmtilega óviðeigandi húm- or,“ segir hann. Eftir stúdentspróf frá MR fór Ragnheiður í Háskóla Íslands þar sem hún lærði þýsku í eina önn en listin kallaði á hana og hún innrit- aði sig í nám í arkitektúr í Listahá- skólanum þaðan sem hún útskrifað- ist árið 2008. Eftir það lá leiðin til Árósa þar sem hún lauk masters- gráðu í arkitektúr eftir að hafa ver- ið í skiptinámi í München um hríð. München átti síðar eftir að verða heimili hennar þegar maður henn- ar, Sigurvin Friðbjarnarson, fór að vinna þar sem flugumferðarstjóri. Ragnheiður hefur verið sjálfstætt starfandi þar sem arkitekt síðan sonurinn Högni fæddist. Vinir og ættingjar leggja áherslu á að þau hjón séu höfðingjar heim að sækja og Ragna sé frábær kokkur. Þótt Ragnheiður hafi verið hæg- RagnheiðuR eyjólfsdóttiR Fædd: 26.02. 1984 Maki: Sigurvin Friðbjarnar- son, flugumferðarstjóri í München Sonur: Högni, 3ja ára Foreldrar: Friðbjörg Ingimarsdóttir, framkvæmda- stýra Hagþenkis, og Eyjólfur Eyjólfsson byggingafræð- ingur. Skólaganga: Vestur- bæjarskóli, Hagaskóli, MR, HÍ, Lhí, Arkitektskolen Århus, skiptinám í München. látt barn er hún ekki feimin og vinkonur hennar dást að því hvað hún sé klár og með allt á hreinu. „Ragna, í mínum augum, er þessi flotta, sjálfstæða, stríðna I-got-it- all týpa. Þess vegna finnst mér alltaf jafn fyndið hve illa hún tekur stríðni og mig undrar alltaf þegar hún segist hafa verið einfari sem barn og unglingur og hafi bara átt örfáa vini. Í barnaafmælum sat hún víst einsömul í einhverju horn- inu og las Andrésblöð,“ segir ein þeirra. „Þegar ég kynntist Rögnu gekk hún um í kápu sem var rauð og með hvítum kraga- alveg eins og jólasveinn, en hún er hörkutól og bráðgáfuð, hlý og mjög skemmti- leg vinkona sem hefur áhuga á alls konar sem ég vissi ekki að væri til. Svo er hún skemmtilega skrítin á einstaklega afslappaðan hátt,“ segir önnur. „Svo er svo ágætt að Sigurvin, maðurinn hennar, er ljómandi skemmtilegur. Það er svo mikill bömmer þegar góðir vinir manns eru með leiðinlegum maka.“ Ragnheiður þykir efnilegur arki- tekt og fyrrverandi yfirmaður segir hana einn flottasta arkitektatalent sem hann hefur lengi séð. Hún virð- ist einnig hafa náð góðum tökum á skriftunum en í umsögn dómnefnd- ar Íslensku barnabókaverðlaunanna segir að Arftakinn sé metnaðarfull og spennandi saga sem jafnist á við bestu furðusögur sem skrifaðar hafa verið á íslensku. Hún er langt komin með bók númer tvö í flokkn- um, sem nefnist Skuggasaga, og telja má víst að íslenskir lesendur eigi eftir að kynnast verkum hennar mun betur í framtíðinni. Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is nærmynd 17 Helgin 16.-18. október 2015 Miðvikudagur 21. október kl. 8:00-10:00 Hótel Natura - salur 2 & 3 Landsvirkjun boðar til fundar um tækifæri í nýsköpun í orkuiðnaði fyrir íslensk fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Sérþekking á orkumálum hér á landi er nú með því mesta sem þekkist í heiminum og sífellt koma fram nýir aðilar sem byggja á þeirri reynslu og þekkingu sem safnast hefur á liðnum áratugum. DAGSKRÁ: Morgunkaffi til kl. 8:30 Opnunarávarp Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Klak Innovit. Nýsköpun í orkuiðnaði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Pallborðsumræður Mikilvægi heimamarkaðar í nýsköpun Magnús Þór Ásmundsson, Alcoa Runólfur Geir Benediktsson, Íslandsbanki Gunnar Atli Fríðuson, Jarðböðin Stjórnandi: Margrét Arnardóttir, Landsvirkjun Tækifæri í framtíð – reynsla úr fortíð Óli Grétar Blöndal Sveinsson, Landsvirkjun Hildigunnur Thorsteinsson, Orkuveitan Albert Albertsson, HS Orka Stjórnandi: Sigurður Markússon, Landsvirkjun Sprotar í orkutengdri nýsköpun Bjarni Malmquist, BMJ Sunna Ólafsdóttir Wallevik, Gerosion Magnús Hauksson, Laki Stjórnandi: Stefán Þór Helgason, Klak Innovit Samtal á afmælisári50 Orkuiðnaður á nýrri öld Nýsköpun í orkuiðnaði Fundurinn er haldinn í samstarfi við: Skráning og bein útsending á landsvirkjun.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.