Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.10.2015, Side 19

Fréttatíminn - 16.10.2015, Side 19
Hagkvæm bílafjármögnun fyrir viðskiptavini Með reiknivélinni á arionbanki.is getur þú skoðað greiðslubyrði og hvaða fjármögnunarkostir henta þér. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 1 5 -0 9 7 2 þekki auðvitað lundabúðirnar með túristadraslinu sem hafa tekið yfir miðbæinn í Reykjavík, það hlýtur að vera eitthvað svettsjopp í Hafnar- firði sem framleiðir draslið, er það ekki?“ Þú væntanlega veist að það er til raunveruleg hjálparstöð, fjölskyldu- miðstöð, sem heitir Lausnin. Kom aldrei til greina að breyta nafninu á fyrirtækinu í bókinni til að fólk færi ekki að tengja þarna á milli? „Nei, ég vissi það ekki, því miður. En bókin hefur ekkert með þau að gera. Þessi samtök skilst mér að díli við meðvirkni og gangi þeim vel. Það eru margs kyns lausnir.“ Lísa er ekki mjög sympatísk persóna, manni finnst hún eigin- lega eiga skilið allt sem fyrir hana kemur, var það með vilja gert? „Ég spáði lítið í sympatíu hennar. Það er samt ákveðið svindl finnst mér, að draga upp mynd af persónu sem á í vandræðum með líf sitt og hafa hana allan tímann sympatíska. Fólk sem þjáist er yfirleitt mjög leið- inlegt við aðra og frekt og þurfandi og grimmt. Framan af sögu er Lísa léleg við alla sem hún elskar og veit það, hún vill laga það og grípur allt sem gefst, nýstárleg aðferð Lausn- arinnar lofar henni öruggri, varan- legri hamingju og hver myndi neita því?“ Þjóðþekktar persónur koma fyrir í bókinni en mest áberandi af þeim er Solla í Gló, hvað segir hún um það að vera orðin persóna í skáld- sögu? „Ég fékk ekkert leyfi hjá henni svo sem. En ef ég má sitja hjá henni á Grænum Kosti hlýtur hún að mega vera í sögunni minni. Ég þekki hana ekki neitt en ég held hún hljóti að vera fín manneskja, annað en hæstvirtur, sjálfhverfur ráðherra, Sighvatur Björgvins- son.“ Mun neita öllum verðlaunum Og aftur að sjálfri þér, þú segist „loksins“ vera komin í nám í bók- menntafræði, er það gamall draum- ur? „Já algjörlega. Og neyðarúrræði. Ég var í ár í landbúnaðarskóla hjá Toulouse, þar sem pabbi minn er með vínrækt. Ég ætlaði að láta það ganga en nennti því ekki á endan- um. Plöntur eru yndislegar og blíð- ar og mjúkar en sýrustigið á þeim er leiðinlegt. Hvað varðar bókmennta- fræðina þarf ég að átta mig betur á fræðahlutanum en skáldskapur hef- ur verið það eina örugga og góða í lífi mínu, það eina sem ég hef elskað af einhverri staðfestu frá því ég man eftir mér.“ Stíll bókarinnar og bygging bera með sér að þú sért enginn nýgræð- ingur í skriftum. Hefurðu verið að skrifa lengi? „Ég hef skrifað dagbækur frá því ég var unglingur, eina á dag. En mér datt aldrei í hug að verða rithöfundur, enda er ég enginn rit- höfundur, ég mun að minnsta kosti neita öllum verðlaunum sem bjóð- ast. Það er ekkert starf að vera rit- höfundur, maður skrifar bara eða ekki. Fyrir ári síðan varð ég bara svo leið á sjálfri mér í dagbókunum að ég svissaði yfir í þriðju persónu, svo urðu til einhverjar senur og ég hugsaði af hverju ekki að skrifa eitt- hvað skemmtilegt og fá fólk til að hlæja og gráta svo mér fyndist ég ekki vera alein í því, ætli það sé ekki skásta útgáfan.“ Lifir á einni evru á dag Hvað ertu að gera núna og hvað er framundan? „Ég er á leiðinni út úr Frakk- landi með vinkonu minni, hratt og örugglega. Ég er nýhætt í sambandi með leiðinlegum Frakka í svokall- aðri höfuðborg þeirra, bókmennta- námið var nýbyrjað en ég gat breytt því í fjarnám og farið burt. Stefnan er í gegnum Þýskaland, yfir Alpana og til Íran. Við förum á puttanum og fylgjum reglunni um eina evru í eyðslu á dag og bara konur mega bjóða okkur í glas, þá þarf maður að vera skemmtilegur í alvöru, ekki bara brosa og kinka kolli eins og vanviti.“ Hvernig er hægt að lifa á einni evru á dag? „Ein evra á dag er auðvelt enn sem komið er. Við notum sófakrass til að gista, vinkona mín er i Bahaí- trúflokknum sem hýsa okkur líka ef með þarf. Ruslagámar eru fullir af mat. Með hjálp netsins má líka finna hostel þar sem túristar skilja eftir afgangsmat í ísskápum sem aðrir gestir mega svo elda, maður segir næturvörðum bara að maður sé á leið inn til sín og fer svo og eldar sér. Vatn er alls staðar og svo eru það auðvitað kastaníuhneturnar. Það er kastaníuhnetutími í Suður Evrópu núna, þær detta af trjánum, liggja út um allt, eru hollar og kosta ekki neitt.“ Ertu komin af stað með nýja skáldsögu „Ég er að skrifa ferðasögu. Dag- bækur eru ferðasögur.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is viðtal 19 Helgin 16.-18. október 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.