Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.10.2015, Side 22

Fréttatíminn - 16.10.2015, Side 22
geri akkúrat í dag. Sálfræðin er vísindagrein og rann- sóknir geta verið mjög áhugaverðar og skemmtilegar. Það er vel hægt að nýta sér þetta í námskeiðahaldi og uppistandi, og ég hef í huga að nýta mér það þegar ég hef lært það. Ég ætla samt að gefa mér tíma í þetta nám og gera þetta af alvöru. Það er líka svo mikil ögr- un fyrir 48 ára gamlan mann að setjast á skólabekk með súper kláru fólki,“ segir Þorsteinn. „Ég hef ekki setið á skólabekk síðan í leiklistarskólanum fyrir rúm- um tuttugu árum. Ég var ekkert viss um að heilinn mundi funkera, en svo fer maður bara á stað. Þetta er allt spurning um áhuga. Ég hef fyrirmyndir eins og Eddu Björgvins sem er skemmtikraftur með BS í sálfræði, sem og konan mín sem var hárgreiðslukona en langaði að breyta til og dreif sig í nám og er í dag að klára mastersnám í lögfræði. Þetta eru mjög góðar fyrirmyndir,“ segir Þorsteinn. Kvíðinn algengur í bransanum „Sálfræðin er víðtækt hugtak og snertir alla og allt það sem fólk tekur sér fyrir hendur,“ segir Þorsteinn. „Þetta snertir alla. Þá sem ætla að létta sig, þá sem ætla að læra eitthvað, eru í samskiptum við annað fólk, þá sem eru í hjónabandi og þá sem eru ekki í hjónabandi og alla sem ætla sér eitthvað. Það er orðið mjög aðkallandi í skólakerfinu að fá stuðning fyrir krakka og þeir bíða kannski mánuðum saman eftir að fá greiningu og á meðan veit enginn hvað á að gera,“ segir hann. „Þetta er augljóslega verkefni sem þarf að takast á við, og reyna að gera það án einhverra hrossalækninga. Ég fór til sálfræðings fyrir nokkrum árum og kannski kviknaði áhuginn þá,“ segir Þorsteinn. „Þá var ég búinn að vinna alveg skelfilega mikið,“ segir hann. „Það var álag á heimilinu og fjármálunum og svona ýmislegt, og ég var kominn á einhvern endapunkt. Ég var orðinn kvíðinn á miðvikudegi fyrir því að skemmta á föstudegi og það á ekki að vera þannig. Ég leitaði til Kvíðameð- ferðarstöðvarinnar og fór þar á námskeið í hugrænni at- ferlismeðferð, sem var öðruvísi en maður hélt. Ég fékk þar verkefni og mér fannst það virka,“ segir hann. „Ári seinna þá áttaði ég mig á því að ég var farinn að nota verkfærin sem ég fékk þar. Vegna þess að þetta virkar ekkert endilega strax. Þegar ég áttaði mig á því þá fór ég að gefa þessum hlutum meiri séns,“ segir Þorsteinn. „Kvíðinn er mjög algengur í þessum skemmtana- bransa. Það eru óreglulegar tekjur og alltaf einhver óvissa. Aðstæður á Íslandi eru líka þannig að maður þarf ekki að vera lengi í bransanum þegar maður er farinn að finna fyrir því að vera „old news“, kannski bara þrjú til fjögur ár. Það er líka ákveðin æskudýrkun hér á landi,“ segir hann. „Ekki bæta úr skák þessir þættir þar sem ungt fólk er teymt upp á svið til þess að syngja og einhverjir dómarar ljúga því að þau geti orðið stjörnur. Hver getur verið að segja þetta? Margir blautir á bak við eyrun og aðrir ekki. Ef þú vilt verða söngvari á Íslandi, viltu þá ekki kynna þér hvernig það starf er? Það er í mörgum tilvikum launalaust, en það er hægt að slá kannski upp jólatónleikum ef þú vilt peninga. Þú færð tugi þúsunda spilana á net- inu og færð sendan fimmþúsundkall, ef það nær því,“ segir hann. „Sem betur fer eru aðstæðurnar betri í uppistand- inu, því þar byggist þetta á því að mæta á staðinn en ekki selja plötur. Samt sem áður finnst mér við þurfa að hugsa um hvort þetta séu aðstæðurnar sem við viljum búa að listamönnum? Það sem við þurfum að gera er að stíga út úr þessu og hugsa þetta upp á nýtt,“ segir Þorsteinn Guðmundsson uppistandari. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is „Það var álag á heimilinu og fjármálunum og svona ýmislegt, og ég var kominn á einhvern endapunkt. Ég var orðinn kvíðinn á miðvikudegi fyrir því að skemmta á föstudegi og það á ekki að vera þannig.“ Ljósmynd/Hari Helgin 16.-18. október 201522 viðtal Gullsmiðadagurinn laugardaginn 17. október Kíktu til gullsmiðsins þíns Hann tekur vel á móti þér Komdu með uppáhaldsskartgripinn þinn og láttu hreinsa hann þér að kostnaðarlausu Hafnarfjörður Fríða, Strandgötu 43 Nonni gull, Strandgötu 37 Sign gullsmíðaverkstæði við smábátahöfnina Kópavogur Meba Rhodium, Smáralind Reykjanesbær Georg V. Hannah, úr og skartgripaverslun, Hafnargötu 49 Reykjavík Anna María Design, Skólavörðustíg 3 Aurum, Bankastræti 4 Carat-Haukur gullsmiður, Hátúni 6a Erling gullsmiður, Aðalstræti 10 Gull og silfur, Laugavegi 52 Gull og silfursmiðjan Erna, Skipholti 3 Gullbúðin, Bankastræti 6 Gullkistan, Frakkastíg 10 Gullkúnst Helgu, Laugavegi 13 GÞ Skartgripir og úr, Bankastræti 12 Hún og hún, Skólavörðustíg 17b Jens gullsmiður, Grandagarði 31 Meba Rhodium, Kringlunni Metal Design, Skólavörðustíg 2 Orr gullsmiðir, Bankastræti 11 Ófeigur, gullsmiðja og listmunahús, Skólavörðustíg 5 Tímadjásn, Grímsbæ Leifur Kaldal gullsmiður www.gullsmidir.is HÞÓ / FRÉTTABLAÐIÐ (UM STROKUBÖRNIN Á SKUGGASKERI) eftir metsöluhöfundinn Sigrúnu Eldjárn SPENNANDI BÓKA FLOKKUR „Spennandi og vel skrifuð fantasía sem heldur lesandanum frá fyrstu blaðsíðu.“ HÞÓ / FRÉTTABLAÐIÐ w w w.forlagid. i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.