Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.10.2015, Síða 54

Fréttatíminn - 16.10.2015, Síða 54
54 ferðalög Helgin 16.-18. október 2015 Að njóta eða þjóta í borginni? Yfir vetrartímann er tilvalið að skreppa í styttri borgarferðir. Þannig er hægt að lengja helgarnar og kúpla sig aðeins út úr amstri hversdagsins. Algengt er þó að maður komi úrvinda úr þreytu heim úr ferðinni þar sem margt er að sjá og skoða á nýjum stað. Það skiptir því máli að finna hinn gullna meðalveg í borgarferðinni, það er bæði hægt að njóta og þjóta um borgina ef ferðin er hæfilega mikið skipulögð. Nýttu tæknina Snjallsíminn getur einfaldað ansi margt á ferðalögum og það er því um að gera að nýta sér það. Síminn getur aðstoðað þig við að rata, mælt með veitingastöðum og reiknað fyrir þig gengi á hinum ýmsu gjaldmiðlum. Ferðaöppin eru orðin ótal talsins svo það getur verið vandi að velja úr. Google Earth, Yelp, Gas- Buddy og TripAdvisor tróna á toppi vinsældalistans yfir bestu ferðaöppin. Með þau í símanum getur þú ratað, borðað góðan mat, tekið ódýrasta bensínið og fundið hagstæðustu gistinguna. Tímasetningin getur skipt máli Ef til vill er ekki alltaf þess virði að bíða lengi í röð við vinsæla ferðamannastaði og betra að finna aðra fámennari. Einnig er sniðugt að ferðast ekki á vinsælasta tímanum, þá eru færri ferðamenn og verð á flugi og hótelum lægra. Veturinn er því tilvalinn tími til að skella sér í borgarferð. Á sumum stöðum er hægt að panta að- göngumiða á netinu til að spara tíma. Mundu að njóta og slaka á Með því að skilja vinnuna eftir heima í fríinu líður okkur betur og hugurinn verður móttækilegri fyrir nýjum hugmyndum. Flestir vilja sleppa því að vinna í fríinu en fyrir aðra getur það verið mjög stress- andi og fólk hefur stöðugt á tilfinningunni að það sé að missa af einhverju eða að bregðast vinnufélögunum. Þá getur verið sniðugt að taka frá hálftíma á hverjum degi og svara tölvupósti, ef nauðsyn krefur. Hvað á að sjá? Á að sjá allt sem borgin hefur upp á að bjóða eða á að velja það helsta? Svo eru sumir sem skipuleggja ekki neitt og búast við að ramba á það merki- legasta. Best er að finna hinn gullna meðalveg í borgarferðinni og ágætt er að hafa í huga að með því að eyða meiri tíma í að skoða færri staði verður upplifunin ánægjulegri. Myndir/Getty ALICANTE flug f rá 10.999 kr. TENERIFE flug f rá 16.999 kr. WASHINGTON, D.C. flug f rá 18.999 kr. LONDON flug f rá 8.999 kr. KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS Gerðu verðsamanburð, það borgar s ig! KÖBEN flug f rá 8.999 kr. nóvember 2015 - mars 2016 nóvember 2015 nóvember 2015 - mars 2016 nóvember 2015 - mars 2016 nóvember 2015 - mars 2016 *999 kr. bókunargjald leggst ofan á hverja bókun og töskugjald er ekki innifalið nema annað sé tekið fram. * * * * * WOW, KOMDU MEÐ! Gaman Ferðir bjóða nú upp á sólarlanda- ferðir og trónir Tenerife á toppi yfir vinsælustu áfangastaðina. Sól, stórborgir og skíði með Gaman Ferðum Gaman Ferðir verða með úrval fjölbreyttra ferða í vetur. Hvort sem þig langar í sólarlandaferð til Tenerife, að renna þér á skíðum í Austurríki eða skella þér í borgarferð, þá eru Gaman Ferðir með ferðina fyrir þig. S ólarlandaferðir eru nýjasta við-bótin í fjölbreytta ferðaflóru fyrirtækisins. „Við byrjuðum að bjóða upp á sólarlandaferðir í apríl og viðtökurnar hafa verið frábærar frá landanum og augljóst að ferðalög til útlanda eru að aukast. Tenerife er alltaf vinsælust enda dásamleg eyja og fólk sækir þangað aftur og aftur,“ segir Ingibjörg Eysteinsdóttir, for- stöðumaður hjá Gaman Ferðum. Boðið er upp á góða og vandaða gist- ingu á suðurhluta Tenerife, eða am- erísku ströndinni, Los Christianos og Costa Adjeje, en þetta eru svæðin sem Íslendingarnir vilja helst vera á, að sögn Ingibjargar. „Í vetur fljúgum við á laugardögum með Wow air og frá janúar fram í mars bjóðum við einnig upp á flug á þriðjudögum.“ Mikil eftirspurn er eftir 10 daga ferð- um og segir Ingibjörg að unnið sé út frá því markmiði að bjóða hagstætt verð, gæði í gistingu og flugi. „Við höfum verið að bæta við okkur hót- elum í sölu og úrvalið er gott þannig allir ættu að finna gistingu við sitt hæfi.“ Aðventan tilvalin fyrir borgar- ferðir Borgarferðir hafa notið mikilla vin- sælda yfir vetrartímann. „Berlín og Dublin eru okkar vinsælustu borgir enda höfum við verið að bjóða upp á verð sem ekki hafa sést á markaðn- um upp á síðkastið. Gaman Ferðir bjóða upp á aðventuferðir til Berl- ínar og Julefrokost í Kaupmanna- höfn. „Aðventan er yndislegur tími og fólki þykir gaman að ferðast til annara borga á þeim tíma. Það er einstök upplifun að heimsækja stór- borg, skoða jólaljósin, fara á jóla- markaði og fá sér heitt kakó og með því,“ segir Ingibjörg. Skíðaferðir stórkostleg skemmtun Skíðaferðir eru frábær frí og munu Gaman Ferðir bjóða upp á slíkar ferðir frá desember fram í febrúar með Wow air. „Zell am See, Bad Ga- stein og Kitzbühel eru skíðasvæðin sem við bjóðum upp á og bæði er hægt að kaupa íbúðagistingu eða hótelherbergi með fæði,“ segir Ingibjörg. Veturinn er uppfullur af spennandi ferðum hjá Gaman Ferð- um. „Svo er EM 2016 í fullum undir- búningi ásamt því að sólarlandaferð- ir næsta sumars koma í sölu á allra næstu dögum.“ Unnið í samstarfi við Gaman Ferðir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.