Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.10.2015, Síða 59

Fréttatíminn - 16.10.2015, Síða 59
 tíska 59Helgin 16.-18. október 2015 Aðalstræti 10 2.hæð Kraumhús. S:5712407 Opið alla laugardaga 10 - 17 sunnudaga 12-17 og virka daga 9-18 www.juniform.is Fallegu eyrnaböndin komin Mikið úrval 7.900 kr. V ið fyrstu sýn virðist líf fyrirsætunnar Cöru Dele-vingne vera dans á rósum. Öll helstu tískuhús heims keppast um að fá hana til að ganga tísku- pallana fyrir sig, henni er boðið í öll helstu partíin og hún er einnig farin að reyna fyrir sér á hvíta tjaldinu, með ágætis árangri. Hún er auk þess fluggáfuð og fyndin í þokkabót og er ein skærasta stjarna samfélagsmiðlanna. Cara greindi hins vegar nýlega frá því í viðtali að hún hefur glímt við þunglyndi frá því á unglingsárunum. Cara var í viðtali hjá Women in the World, viðtalsvett- vangi á vegum New York Times þar sem konur sem notið hafa velgengni á ýmsum sviðum ræða það sem þeim liggur á hjarta. Cara ræddi við leikarann Rupert Everett og byrjaði hún á því að lesa fyrir hann ljóð eftir sjálfa sig. Að því loknu greindi hún frá upplifun sinni af andlegum veikindum. „Ég held að ég hafi gert það miklar kröfur á sjálfa mig að ég fékk andlegt áfall. Ég fór svo langt niður að ég hugsaði um að svipta mig lífi, ég vildi ekki lifa lengur,“ sagði Cara. „Ég hélt að ég væri algjörlega ein, en á sama tíma vissi ég hversu heppin ég væri og að ég ætti yndislega fjölskyldu og vini, en það skipti ekki máli. Ég vildi bara að heimurinn myndi gleypa mig.“ Cara greindi svo frá reynslu sinni af þunglyndinu og þeirri meðferð sem hefur hjálpað henni að takast á við sjúkdóminn. Hún sagði meðal annars að jóga og það að læra að segja nei hafi verið hluti af hennar bataferli. Þunglyndi og aðrir andlegir sjúkdómar hafa verið mikið í umræðunni í íslensku samfélagi þessa dagana og hefur um- ræðuhópurinn Geðsjúk verið stofnaður á Facebook. Hópur- inn heldur utan um verkefnið „Geðsjúk: Ég er ekki tabú“ þar sem leitast er eftir að vekja athygli á geðsjúkdómum og uppræta þau tabú sem snúa að slíkum sjúkdómum. Kassam- erkið #égerekkitabú heldur utan um umræðuna á Twitter. Þar hafa fjölmargir notendur stigið fram og opnað sig um geðsjúkdóma sína. Þó svo að Cara sjálf hafi ekki nýtt sér kassamerkið má með sanni segja að hún sé ekki tabú, hún vill opna umræðuna um geðsjúkdóma og takast á við þá. Cara Delevingne er ekki tabú Cara Delevingne greindi frá glímu sinni við þunglyndi og sjálfsvígshugsanir í viðtali á hjá Women in the World á dögunum. Mynd/Getty Tyra Banks ásamt Miss J, gönguþjálfara ANTM, en saman hafa þau leitað að verðandi ofurfyrirsætum í 12 ár. Mynd/Getty Leitinni að næstu ofurfyrirsætu Bandaríkjanna lýkur Raun veru leikaþátt ur inn Amer- icas Next Top Model hætt ir göngu sinni eft ir 22 þátt araðir og 12 ár í sjón varpi. Þættirnir eru byggðir á hugmynd of ur fyr ir sæt unnar Tyru Banks og greindi hún frá því í vik- unni að ekki yrðu fleiri þátt araðir af ANTM fram leidd ar. Þættirnir hafa notið gríðarlegra vin sælda í gegn um árin og hafa verið sýndir í yfir 170 löndum og hafa 32 lönd gert sína útgáfu af þættinum. Áhorfið á bandarísku útgáfuna hefur þó fallið hratt eftir því sem þáttaröð- unum fjölgar. Þegar best lét horfðu að jafnaði 6,13 millj ón ir manna á þátt inn í viku hverri. Nú fylgj ast þó ekki nema 1,56 millj ón ir manna með bar áttu kepp enda í að verða næsta of ur fyr ir sæta Banda ríkj anna. Tyra hefur prófað ýmis konar fyrirkomu- lag í þáttunum. Þannig var ein þátta- röðin eingöngu skipuð smávöxnum fyrirsætum og önnur fyrirsætum í yfirstærð (plus size). Í 20. þáttaröð- inni var svo karlkyns fyrirsætum leyft að taka þátt í fyrsta sinn. Hvort sú breyting hafi haft áhrif á áhorf- stölur er ekki gott að segja. Hins vegar er ljóst að þáttaröðin sem nú er í sýningu er sú síðasta og verður lokaþátturinn sýndur í des em ber. Tyra tilkynnti um endalok þáttanna á Twitter og Instagram og þakkaði hún aðdáendum fyrir dyggan stuðn- ing, en nú tel ur hún tíma bært að hætta. Tyra mun hins vegar halda áfram í sjónvarpinu, en mun fara úr raunveruleikaþáttum í lífsstílsþætti, en hún mun stjórna lífsstíls- og spjallþættinum Fablife á sjónvarps- stöðinni ABC.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.