Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.10.2015, Qupperneq 68

Fréttatíminn - 16.10.2015, Qupperneq 68
68 matur & vín Helgin 16.-18. október 2015 Vín vikunnar S unnarlega í Frakklandi, nánar tiltekið í Province rétt norðan við Marseilles, er að finna vínsvæðið Côtes du Rhône. Grenache er aðal rauðvínsþrúga svæðisins en Syrah og fleiri er einn- ig þar að finna. Eins og með mörg önnur vínsvæði Frakklands getur verið ansi strembið að ramba á góð vín því héruðin eru stór, vínhúsin mörg og gæðin oft misjöfn. Það er því fagnaðarefni þegar góð frönsk vín rata heim í ÁTVR og þessi vín frá framleiðandanum Domaine Jaume teljast til þeirra. Þetta er lítill framleiðandi en hefur verið að í yfir hundrað ár og er greinilega búinn að ná ágætis tökum á vínyrkjunni. Gott ef jólavínið í ár er ekki bara fundið. Dökkt yfirbragð án þess að vera mjög ágengt en hefur þó frábært jafn- vægi sem og langt og gott eftirbragð. Þetta er svona sparivín sem gott er að njóta með mat við sérstök tilefni eins og léttri villibráð eða langelduðum lamba- skönkum. Það er samt nógu milt til að njóta sín bara vel eitt og sér. Þrjú til að taka eftir Þetta er léttfetinn í hópnum. Ferskur rauður ávöxtur, í góðu jafnvægi og gott eftirbragð. Gengur alveg með kjöti, sérstaklega ef það er ekki mjög þung og mikil sósa með en eflaust best með léttari réttum, jafnvel smá krydduðum eða maríneruðum, ljósu kjöti og þess háttar. Þetta er gott vín og heilmikið í flöskunni fyrir peningana. Öðruvísi en engu síðra vín en litli bróðir. Ávöxturinn er ekki eins áberandi þó vissulega sé þetta berjaríkt vín og það er meiri fylling og kryddaðir tónar. Það er milt og mjög ljúft. Myndi sóma sér vel með sunnudagslambinu eða maríneraðri svínalund. Domaine Jaume Vinsobres Reference Gerð: Rauðvín. Þrúgur: Syrah Uppruni: Côtes du Rhône, Frakkland 2012 Styrkleiki: 14% Verð í Vínbúðunum: 4.490 kr. (750 ml) Domaine Jaume Vinsobres Altitude 420 Gerð: Rauðvín. Þrúgur: Grenache Uppruni: Côtes du Rhône, Frakkland 2012 Styrkleiki: 14% Verð í Vínbúðunum: 3.990 kr. (750 ml) Domaine Jaume Côtes du Rhône Gerð: Rauðvín. Þrúgur: Grenache Uppruni: Côtes du Rhône, Frakkland 2014 Styrkleiki: 13,5% Verð í Vínbúðunum: 2.990 kr. (750 ml) Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is í sjónvarpi Heilsutíminn er í Fréttatímanum sem kemur út á föstu- dögum. Sjónvarpsþátturinn er frumsýndur á mánudags- kvöldum klukkan 20 og endursýndur nokkrum sinnum í vikunni. Teitur Guðmundsson læknir er með fasta pistla. Umsjónarmaður Heilsutímans er Gígja Þórðardóttir sjúkraþjálfari. Sjónvarpsþátturinn Heilsutíminn er sýndur á mánudagskvöldum kl. 20 á Hringbraut í vetur. magnús scheving Ási á Slippbarnum Þrjár kynslóðir af kokteilum Þ egar kemur að kokteilum kemst enginn með tærnar þar sem Ási á Slippbarnum hefur hælana. Ási hefur um árabil unnið á börum hér á landi og í Kaup- mannahöfn og getur bæði reitt fram sígilda kokteila sem og það nýjasta nýtt. Við fengum hann til að sökkva sér í sagnfræðirannsóknir og grafa upp einn sígildan kokteil, nútíma útgáfu af honum og svo býr hann til eigin útgáfu af nútímaútgáfunni. Tommý s Þessi uppskrift kemur frá manni sem heitir Julio Bermejo og á stað sem heitir Tommy’s Mexican Bar í San Fransisco. Hann skipti Triple Sec út fyrir Agave síróp og sagan segir að þessi drykkur hafi fyrst verið borinn fram frosinn. Honum tókst að gera margarituna afar vinsæla. Mér finnst þessi snún- ingur á margaritunni vera alger snilld. Þetta er heiðarlegur og flottur drykkur og þess eðlis að það er erfitt að klúðra honum. Þegar ég vil eitthvað svalandi og gott fæ ég mér Tommy’s. 60 ml Corralejo Reposado tekíla 30 ml lime 15 ml agave síróp Aðferð: Hrist og síað yfir klaka. Skreytt með lime- sneiðum. Margarita Það eru til margar sögur um það hvernig marga- ritan varð til en eins og með flest annað eru það mestallt lygasögur. Fyrsta sagan er frá 1938 en svipaðir drykkir voru í raun gerðir upp úr fyrra stríði, það hefur bara einhver skipt brandí út fyrir tekíla. Þetta er semsagt mjög einfaldur sour sem við sætum með Triple Sec appelsínulíkjör. Ótrú- lega ferskur og flottur drykkur. 45 ml Corralejo Blanco Tequila 30 ml Triple sec frá Pierre Ferrand 25 ml ferskur lime safi Aðferð: Glas kælt með klaka. Hrist með ís en hér fínsía ég ekki svo klakabitar fylgi með en þeir gera drykkinn ferskari. Salt á glas- barminn og skreytt með lime. Pippi Gonzales Sagan segir að Lína lang- sokkur, eða Pippi Långstrump, hafi gifst manni að nafni Gonzales og flust til Mexíkó en hann hafi smitað hana af ein- hverjum andskotanum þannig að freknurnar urðu grænar. Það fór auðvitað allt í háaloft hjá þeim. Ég hugsaði þennan drykk eins og smörrebröd, hann er pínulítið matartengd- ur. Þarna nota ég dill infusaða ólífuolíu og dill ákavíti. 0,7 cm gúrka (kramin í botn á hristara) 30 ml Aalborg dill ákavíti 30 ml Ocho Blanco „La Magu- eyra“ tekíla 30 ml sítróna 25 ml sykursíróp Aðferð: Hrist og double síað. Dill ólífuuolía á topp. Lj ós m yn di r/ Te it ur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.