Fréttatíminn - 16.10.2015, Blaðsíða 85
MÚSIKEGGIÐ
tryggir að þú fáir eggið þitt soðið eins og þú vilt hafa það.
Þú setur það með eggjunum í pottinn við suðu, og þegar
eggin eru linsoðin heyrist: „Killing me softly“ og
harðsoðin: „Final Countdown“
Skólavörðustíg 12 • www.minja.is • facebook: minja
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík
sími: 557 9510 - www.patti.is
Opið virka daga kl. 10-18
laugard. 11-15
ÍSLENSKIR SÓFAR SNIÐNIR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM
MÁL OG ÁKLÆÐI AÐ EIGIN VALI
Mósel Basel HavanaRoma
Torino
Með nýrri AquaClean tækni
er nú hægt að hreinsa nánast
alla bletti aðeins með vatni!
Erfiðir blettir eins og eftir tómatsósu, léttvín, kaffi, te, meira að
segja kúlupenna, nást á auðveldan hátt úr áklæðinu.
Áklæði
Þrjár bækur
Ragnars til
Bretlands
Breska bókaforlagið Orenda
Books hefur fest kaup á þremur
spennusögum Ragnars Jónassonar,
Myrknætti, Rofi og Andköfum. Þar
með hefur forlagið eignast útgáfurétt í
Bretlandi á öllum fimm bókum í Siglu-
fjarðarsyrpu Ragnars. Gengið var frá
kaupunum á bókamessunni í Frankfurt
sem nú stendur yfir.
Í frétt frá bókaforlaginu Veröld
kemur fram að fyrsta bókin í syrpunni,
Snjóblinda, kom út á ensku í vor og
náði efsta sæti á metsölulista Amazon
yfir rafbækur, bæði í Bretlandi og
Ástralíu. Önnur bókin, Náttblinda, er
væntanleg á ensku fyrir jólin.
Útgáfuréttur að Snjóblindu var
fyrr á árinu seldur til bandaríska risa-
forlagsins St. Martin’s Press og þá kom
Snjóblinda jafnframt út á dögunum í
Póllandi.
Ný spennubók eftir Ragnar, Dimma,
kemur út síðar í þessum mánuði, en
þar er hann á nýjum slóðum og hefur
sagt skilið við Siglufjörð í bili. -hf
menning 85 Helgin 16.-18. október 2015