Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.11.2015, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 27.11.2015, Blaðsíða 2
Verslunar og skrifstofurými Til leigu á besta stað í Firði Laust er til leigu allt að 121m2 verslunarrými á besta stað á 1. hæð og einnig skrifstofuhúsnæði í verslunarmiðstöðinni Firði Upplýsingar gefur Guðmundur í síma 615 0009 eða fjordur@fjordur.is www.fjordur.is Þóra Tómasdóttir og Gunnar Smári Egilsson taka við sem ritstjórar Fréttatímans um áramótin. Ljósmynd/Hari Þ að er mjög er fínt að hafa þetta kortlagt, segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, spurður um álit sitt á skýrslu starfshóps sem skoðað hefur hvernig brúa megi bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla sem í dag miðast við inntöku barna sem eru orðin a.m.k. 18 mánaða. Skýrslan var kynnt í skóla- og frístundaráði síðastliðinn mið- vikudag. 515 ný stöðugildi Í skýrslunni kemur fram að kostnaðarauki Reykjavíkurborgar við að taka inn börn í leikskóla við eins árs aldur er á bilinu 2,3 – tæpra 6 milljarða króna og ræðst af því hvort innritað verður í leik- og grunnskóla einu sinni eða tvisvar á ári. Einnig kemur þar fram að fjölgun barna í leikskólum muni kalla á mikla fjölgun starfsmanna, eða allt að 515 stöðugildi, og að erfitt gæti reynst að manna þessi störf með fagfólki eins og staðan er á vinnumarkaði. Jafn- framt segir að erfitt gæti reynst að fá fagfólk í þessi störf miðað við fjölda út- skrifaðra leikskólakennara og framboð á vinnumarkaði um þessar mundir. Þá kemur þar fram að mennta - og menn- ingarmálaráðherra hefur í samráði við innanríkisráðherra skipað starfshóp sem á að gera tillögu að áætlun um hvernig sveitarfélögin skuli standa að því að bjóða leikskólaúrræði strax og fæðingarorlofi lýkur. Miðað er við að árið 2016 hafi fæð- ingarorlof verið lengt í 12 mánuði og þá verði sveitarfélög um landið allt reiðubúin að veita þjónustuna. Verkefnið er samfélagslegt Skúli telur næstu skref vera að leggja drög að aðgerðaáætlun um hvernig hægt sé að fjölga leikskólaplássum.„ Við sjáum núna hver kostnaðurinn yrði en það eru auðvi- tað fleiri kostir í stöðunni sem hægt væri að vinna með samhliða. Lausnin hlýtur að vera sú að móta áætlun til næstu ára þar sem við förum blandaða leið. Bæði með því að auka samstarfið við aðila sem hafa reynslu af því að bjóða leikskólaþjón- ustu og með því að skoða samhengið við dagforeldrakerfið og aðrar áhugaverðar hugmyndir sem hafa verið í gangi,“ segir Skúli sem telur verkefnið vera samfélags- legt. „Best væri ef hægt væri að ná sam- ræmdum skrefum á milli ríkisins og sveit- arfélaganna í heild sinni. Þetta er veruleg fjárfesting sem er skynsamleg til lengri tíma litið en fjárhagur sveitarfélaganna leyfir ekki mikið af nýjum verkefnum eins og staðan er núna. Þannig að menn þurfa að vera skapandi í lausnum.“ En þetta er verkefni sem borgarstjórn mun leggja áherslu á? „Já, þetta er klárlega eitthvað sem við viljum leggja áherslu á. Við viljum leita allra leiða til að fjölga plássum því þetta er mikilvæg þjónusta sem við erum stolt af.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Ég treysti dómgreind lögreglunnar í þessu máli,“ segir Margrét Frí- mannsdóttir, fráfarandi fangelsisstjóri á Litla- Hrauni, aðspurð um álit sitt á því að lögreglubílar verði búnir byssum. Stefnt er að því að skamm- byssum verði komið fyrir í sérstökum vopnakassa í bílum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um miðjan næsta mánuði. hitamælirinn Byssur í íslenska lögreglubíla? Viðurkenningar Jafnréttisráðs veittar Sigrún Stefánsdóttir, Halla Kristín Einars- dóttir og ritstjórn Framhaldsskólablaðsins hlutu á miðvikudag viðurkenningu Jafn- réttisráðs á sviði jafnréttismála vegna fjölmiðlaumfjöllunar um mál sem tengjast jafnrétti kynjanna. Sigrún hlaut viðurkenn- ingu fyrir störf í þágu jafnréttis á fjöl- miðlum, Halla fyrir heimildarmyndina Hvað er svona merkilegt við það og ritstjórn Framhaldsskólablaðsins fyrir umfjöllun um jafnréttismál. Aðgerðaáætlun um hagræðingu í rekstri Borgarráð hefur samþykkt tveggja ára aðgerðaáætlun til að ná fram hagræðingu í rekstri borgarinnar. Samkvæmt áætluninni á miðlæg stjórnsýsla og stjórnsýsla á fagsviðum að taka á sig 5% hagræðingu á útgjöld og þjónusta fagsviða á að hagræða um 1,5% að jafnaði í útgjöldum og annarri þjónustu. Alls nemur hagræðingin 1.780 milljónum í stjórnsýslu borgarinnar á næsta fjárhagsári. Færri í eigin húsnæði Helstu niðurstöður í nýrri könnun MMR á því í hvernig húsnæði fólks býr í árið 2015 borið saman við 2013 sýna að íbúum í eigin húsnæði hefur fækkað um 3% frá 2013 (72%) til 2015 (69%). Íbúum í leiguhúsnæði hefur fjölgað um 2% frá 2013 (18%) til 2015 (20%). Af þeim sem búa í leiguhúsnæði töldu tæp 84% það vera öruggt árið 2015 miðað við tæp 86% árið 2013. Þeir sem styðja Framsóknarflokkinn eru líklegastir til að búa í eigin húsnæði í dag.  Fjölmiðlar nýir eigendur koma að Fréttatímanum Nýir og spennandi tímar Hópur undir forystu Gunnars Smára Egilssonar hefur keypt allt hlutafé í Miðopnu, eiganda Frétta- tímans. Markmið með kaupunum er að efla og styrkja Fréttatímann og auka þátttöku fyrirtækisins á fjölmiðlamarkaði. Við kaupin lætur Teitur Jónas- son, stofnandi og framkvæmda- stjóri Fréttatímans, af störfum og eru honum þökkuð vel unnin störf. Það er ekki lítið afrek að byggja upp öflugan miðil og reka hann réttum megin við núllið á tímum þegar flestir fjölmiðlar berjast í bökkum og margir tapa stórfé á hverju ári. Valdimar Birgisson tek- ur við starfi framkvæmdastjóra og Gunnar Smári verður útgefandi. Jónas Haraldsson mun ritstýra Fréttatímanum fram að áramótum en þá tekur Þóra Tómasdóttir við sem ritstjóri ásamt Gunnari Smára. „Fjölmiðlaheimurinn er að ganga í gegnum djúpstæðar tækni- legar og félagslegar breytingar og þær munu ekki aðeins umbreyta markaðnum heldur einnig hafa mikil áhrif á samfélagið,“ segir Gunnar Smári. „Við viljum taka þátt í þessum breytingum og hafa á þær góð áhrif. Við erum að upp- lifa hrörnun eldri miðla og gamalla hugmynda og erum á leið inn í spennandi tíma með fjölþættari og árangursríkari fjölmiðlun sem mun leiða til opnara og lýðræðis- legra samfélags.“ Eftir eigendaskiptin verða eig- endur Miðopnu þeir Árni Hauks- son, Gunnar Smári Egilsson, Hallbjörn Karlsson, Sigurður Gísli Pálmason og Valdimar Birgisson og eiga allir viðlíka stóran hlut. Lausnin hlýtur að vera sú að móta áætl- un til næstu ára þar sem við förum blandaða leið.  Skólamál leikSkóli Frá 12 mánaða aldri? Veruleg en skyn- samleg fjárfesting Það mun kosta borgina 2,3 til tæpra 6 milljarða að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leik- skóla, samkvæmt skýrslu starfshóps sem skoðað hefur málið. Í skýrslunni, sem kynnt var í vikunni, kemur einnig fram að 515 stöðugildi myndu skapast sem erfitt yrði að manna. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir borgina munu leggja áherslu á að fjölga leikskólaplássum, það sé skynsamlegt, en nauðsynlegt sé að hugsa í skapandi lausnum því kostnaðurinn sé verulegur. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur í samráði við innanríkisráðherra skipað starfshóp sem á að gera tillögu að áætlun um hvernig sveitarfélögin skuli standa að því að bjóða leikskólaúrræði strax og fæðingarorlofi lýkur. Miðað er við að árið 2016 hafi fæðingarorlof verið lengt í 12 mánuði og þá verði sveitarfélög um landið allt reiðubúin að veita þjónustuna. 2 fréttir Helgin 27.-29. nóvember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.