Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.11.2015, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 27.11.2015, Blaðsíða 8
I heildverslun - Helluhrauni 22 220 Hafnarfjörður - S:555-2585 www.neatorobot.is Sú skipulagðsta og 4 X fljótari Þökkum frábærar viðtökur á Neato D85 ekki hugsa í hring, líttu við hjá okkur við þekkjum muninn ALDA | PARKAÚLPA Kr. 28.900 NÝ LÍNA AF PARKAÚLPUM REYKJAVÍK AUSTURSTRÆT 5 / ÞINGHOLTSSTRÆTI 2-4 AKUREYRI HAFNARSTRÆTI 106 • WWW.ICEWEAR.IS ICEWEAR GJAFABRÉF Frábær jólagjöf  Olís samfélagsleg skylda að leggja góðum málefnum lið Fimm félög fá föstudagsglaðning Olíuverzlun Íslands hf. hefur ákveð- ið að leggja góðum málefnum lið næstu vikurnar, en verkefnið ber heitið „Gefum & gleðjum“. Næstu fimm föstudaga, fram að áramótum, renna 5 krónur af hverjum seldum eldsneytislítra hjá Olís og ÓB til þeirra félaga sem ákveðið hefur ver- ið að styrkja en þau eru: Styrktar- félag barna með einhverfu, Mæðra- styrksnefnd, Neistinn styrktarfélag hjartveikra barna, Geðhjálp og Landsbjörg. „Það er okkar samfélagslega skylda að leggja góðum málefnum lið. Olís hefur undanfarin ár styrkt myndarlega við hin ýmsu verk- efni, samtök og íþróttafélög og því viljum við halda áfram. Við höfum því ákveðið að ýta þessu verkefni „Gefum & Gleðjum“ úr vör, en með því munum við styðja við fimm fé- lög með fimm krónum af hverjum seldum lítra næstu fimm föstudaga fram að áramótum,“ segir Jón Ólaf- ur Halldórsson, forstjóri Olís. Hvert þessara fimm félaga mun eiga sinn föstudag. Í dag, föstudag- inn 27. nóvember, fara 5 krónur af hverjum seldum lítra til stuðnings Styrktarfélagi barna með einhverfu, þann 4. desember er það Mæðra- styrksnefnd, 11. desember Neist- inn, 18. desember Geðhjálp og Landsbjörg milli jóla og nýárs. Verkefnið „Gefum & gleðjum“ kynnt. Deryu og fjölskyldu hennar hefur liðið svo vel á Íslandi að þau vilja hvergi annarsstaðar vera. Hún telur mikilvægt að stöðugt samtal sé á milli menningarheima. Ljósmynd/Hari  fjölmenning kristni Og íslam fagna saman é g hef aldrei orðið fyrir neinum fordómum né aðkasti á Íslandi,“ segir Derya Özdilek, ein skipu-leggjanda Ashura-hátíðarinnar sem haldin verður hátíðleg í Neskirkju um helgina. Derya, sem er frá Tyrklandi og hefur búið hér ásamt manni sínum og tveimur börnum í tvö og hálft ár, er meðlimur í Horizon, menningarsam- tökum múslíma af tyrkneskum uppruna. „Hér hefur fólk tekið okkur fjölskyldunni ótrúlega vel. Við höfðum hugsað okkur að vera hér í eitt ár því maðurinn minn fékk hér vinnu en okkur líkar svo vel að við höfum ákveðið að hér verði heimili okkar. Ég get ekki hugsað mér betri stað fyrir börnin mín að alast upp á.“ Sumum finnst slæðan skrítin Derya segist finna það að sumum finn- ist það skrítið að hún beri slæðu, en að um leið og hún tali við fólk hætti því að finnast það skrítið. „Samtal er svo mikilvægt. Það er svo mikilvægt að við kynnumst hvert öðru því innst inni erum við öll eins. Og það er einmitt það sem okkur langar að gera með þess- ari hátíð, borða saman, ræða saman og gleðjast saman. Við höfum verið dugleg við að kynna tyrkneska menningu í Horizon-félaginu t.d. með bíósýningum og matarkvöldum því okkur finnst mikilvægt að Íslendingar kynnist okkar menningu. Ég hvet alla til að koma til okkar eða kíkja á heimasíðuna okkar,“ segir Derya. Friðarbúðingur Nóa Ashura-hátíðin dregur nafn sitt af tyrk- neskum búðingi sem hefur í margar aldir táknað mikilvægi fjölmenningar og nágrannakærleika. „Við ætlum að bjóða upp á Ashura-búðing en það er alltaf gert í nóvember í Tyrklandi. Uppskriftin er mjög flókin og á að hafa komið frá sjálf- um Nóa. Helgisagan segir að þegar hann fann land eftir flóðið hafi hann fagnaði með því að búa til búðing með öllu því hráefni hann gat safnað. Óvenjuleg sam- blanda innihaldsefna gerði búðinginn sérlega góðan og er því tákn fyrir þau menningarlegu verðmæti sem fjölmenn- ingarsamfélagið ber með sér. Þetta er einskonar friðarbúðingur sem er hefð að elda saman og svo gengur fólk á milli og býður hvort öðru upp á smakk.“ Aðgangur er ókeypis og öllum er hjartanlega velkomið að mæta á há- tíðina. Safnaðarheimili Neskirkju opnar klukkan 15 á laugardag og gert er ráð fyrir að hátíðin standi til klukkan 17.30. Allar nánari upplýsingar um dagskrána eru á vefnum Neskirkja.is. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Derya Özdilek segir samtal og samskipti mikilvæg í fjölmenningarsamfélögum en það er einmitt tilgangur Ashura-hátíðarinnar sem haldin verður hátíðleg í Neskirkju um helgina. Á hátíðinni verður borið fram það besta sem íslam og kristni hafa upp á að bjóða; íslamska matargerð, bænadans að sið Súfista, tyrkneska Ebru málun og sálmasöng frá kór Neskirkju. Ashura-hátíðin dregur nafn sitt af ævafornum búðingi sem sjálfur Nói á að hafa eldað fyrstu af öllum en sem í dag er tákn friðar og nágrannakærleika í Tyrklandi. Friðarbúðingur í Neskirkju Við höfðum hugsað okkur að vera hér í eitt ár því maðurinn minn fékk hér vinnu en okkur líkar svo vel að við höfum ákveð- ið að hér verði heimili okkar. Ég get ekki hugsað mér betri stað fyrir börnin mín að alast upp á. 8 fréttir Helgin 27.-29. nóvember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.