Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.11.2015, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 27.11.2015, Blaðsíða 58
Helgin 27.-29. nóvember 201558 tíska og útlit Andlega þenkj- andi hönnuðir  Íslensk hönnun heilari og hönnuður sameina krafta sÍna Íslenska ullin heillaði Kolbrúnu Ýri Gunnarsdóttur fatahönnuð þegar hún sneri heim úr námi frá Barcelona. Fyrir ári hannaði hún línu sem samanstendur af fall- egum prjónaflíkum og samhliða því hannaði hún hringa ásamt Helgu Mogensen, en hugmyndina fengu þær í langri bílferð um landið. Nú er önnur skartgripalí- na á leiðinni frá þeim. Sú ber he- itið Kyrrð og hægt verður að líta dýrðina augum á jólamörkuðum á aðventunni. É g kynntist skartgripahönn-uði þegar ég var að selja hönnunina mína í Kirsu- berjatrénu. Við fórum svo í ferðalag saman þar sem við þurftum að eyða miklum tíma saman í bíl. Þar kynnt- umst við betur og úr varð þetta sam- starf,“ segir Kolbrún, og á þá við Helgu Mogensen skartgripahönn- uð. Saman hönnuðu þær hringa úr silfri undir nafninu Iidem. Kjúka og kyrrð „Heitið er fengið úr latnesku og þýðir kjúka, en aðaláherslan hjá okkur var að framleiða hringa sem væri líka hægt að hafa yfir kjúk- unni. Í hönnunarferlinu höfðum við einnig í huga að hægt væri að nota hringana við mörg tilefni. Þeir eru því stílhreinir sem gerir það að verkum að einnig er hægt að bera marga í einu.“ Nú, ári seinna, hafa þær stöllur hannað nýja línu þar sem þær vinna áfram með hring- formið, en nú í formi hálsmena. „Hálsmenalínan nefnist Kyrrð og tengist nafngiftin því að hringur er tákn um eilífð, miðju eða kjarna og við unnum með hönnunina út frá því. Helga er auk þess heilari og við erum því svolítið andlega þenkjandi, með orkusteina hér og þar og fleira í þeim dúr,“ segir Kol- brún og hlær. Íslenska veðurfarið veitir inn- blástur Kolbrún lærði fatahönnun úti í Barcelona og þar liggur áhuginn, þó svo að tvær skartgripalínur hafi nú litið dagsins ljós. „Ég varð upp- tekin af veðráttunni eftir að ég kom heim og hef því hannað mikið út frá henni.“ Í fyrra kom út lína frá Kolbrúnu sem samanstóð meðal annars af grófprjónuðum peysum. „Hugsunin var að hanna ullarflík sem andar þannig að manni verði ekki of heitt í flíkinni innandyra en verði samt ekki kalt utandyra,“ segir Kolbrún. Á vinnustofu sinni í Brautarholti 28 undirbýr hún nú aðra línu og notast hún nú við þunna ull. Kolbrún mun opna vinnustofu sína í dag, föstudag, milli klukkan 17 og 19 þar sem gestum og gang- andi býðst að fylgjast með vinnuferl- inu, bæði þegar kemur að fatnaði og skartgripum. „Um helgina verðum við á jólamarkaði í Tjarnarbíói og 5. desember munum við taka þátt í jólamarkaði Pop-Up verslunar í Hafnarhúsinu,“ segir Kolbrún. Það er því ljóst að margt verður í boði fyrir unnendur íslenskrar hönnunar á aðventunni. Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is Helga Mogensen og kolbrún ýr gunnars- dóttir verða á jólamarkaði í tjarnarbíói um helgina. saman hafa þær hannað tvær skartgripalínur, IIdem og Kyrrð, sem innihalda hringa og hálsmen úr sirlfri. ADV_MORPH_pagina_INGLESE_MORPHOSIOS 2014 27/02/14 11:48 Pagina 1 Þétt og mikið hár ber ekki einungis vott um heilbrigði og fegurð heldur líka öryggi og sjálfsálit. Bláberjaþykkni, prótein, vítamín og stofnfrumur úr eplum eru grunnurinn til að stöðva niðurbrot og stuðla að þéttleika með því að örva hársekkinn. Fyrir sterkari og heilbrigðari hárrót. Kraftar Miðjarahafsins framesi.is Eingöngu selt á hárgreiðslustofum Morphosis hárlínan frá Framnesi: Þykkara og sterkara hár - Gæðahárvörur með mjög öflugri virkni Morphosis Densifying-línan frá Framesier fyrir viðkvæmt og fínt hár. Hún örvar hárvöxt, virkjar blóðrásina, stuðlar að þykkara hári og styrkir hársekkina og hárstráin. Hún innheldur stofnfrumur úr eplum sem hefur verið sýnt fram að stuðla að endurnýjun og frest erkjum öldrunar í húð og hári. Eingöngu selt á hárgreiðslustofnum Virknin kemur úr náttúrunni Gleðileg jól og farsælt komandi ár Merry Christmas and a happy new year Eygló Heilstulind Langholtsvegi 17 / 104 Reykjavík Þú kaupir margskipt gler og færð önnur í sama styrk í kaupbæti! MARGSKIPT GLER 2FYRIR1 Gæðagler frá Frakklandi! KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.