Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.11.2015, Blaðsíða 76

Fréttatíminn - 27.11.2015, Blaðsíða 76
Gefðu íslenska tónlist í jólagjöf www.recordrecords.is Fáanlegar á CD og LP í öllum betri plötubúðum Of Monsters and Men Beneath The Skin Vök Circles Júníus Meyvant EP Haukur Gröndal og Gói segja tónleikana ætlaða fyrir alla fjölskylduna. Ljósmynd/Hari  Tónleikar GáTTaþefur oG aðrir jólasveinar mæTa í Hörpu Grýla er alltaf jafn spennandi Stórsveit Reykja- víkur heldur fjöl- skyldutónleika í Hörpu sunnudaginn 6. desember. Á efnisskránni verða jólalög og er megin uppistaðan útsetningar Hauks Gröndal á lögunum sem Ómar Ragnars- son gerði vinsæl á jólahljómplötunum Gáttaþefur í góðum hópi, frá árinu 1971, og Krakkar mínir komiði sæl frá 1966. Með Stórsveitinni verður leikarinn og skemmtikrafturinn Guðjón Davíð Karls- son, eða Gói eins og flestir þekkja hann, sem lofar miklu stuði. Hann segir það langþráðan draum að koma fram með hljóm- sveit eins og Stór- sveitinni. s tórsveit Reykjavíkur heldur alltaf árlega jóla-tónleika,“ segir Haukur Gröndal saxófónleikari. „Það sem okkur langaði að gera í ár er að hafa dagskrána á þá leið að öll fjölskyldan hafi gaman af. Svo vorum við að brjóta heilann um það hvað við ættum að gera, þá datt mér það í hug að fá hann Góa með okkur í þetta. Sem er ein besta hugmynd sem ég hef fengið,“ segir Haukur. „Ég sagði auðvitað já um leið,“ segir Gói. „Það er draumur allra skemmti- krafta að koma fram með svona hljómsveit eins og Stórsveitin er. Fyrir tveimur árum kom ég fram með Sinfóníunni og það að vera með svona kraft fyrir aftan sig er eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert,“ segir hann. „Það sem við ætlum að syngja og spila eru lögin sem Ómar söng inn sem Gáttaþefur hér um árið,“ segir Haukur. „Það eru útsetningar sem ég gerði af þeirri músík á sínum tíma. Svo ætlum við líka að vera með hljóðfærakynningu. Ég er að vinna í því að útsetja nokkur stef fyrir þessa kynningu því Gói ætlar að kynna sér hljóðfæri Stórsveitarinnar og kynna þau um leið fyrir gestum. Þarna eru fullt af blásurum og trommur og bassi og píanó og sitthvað fleira,“ segir Haukur. „Það er gaman að skoða hvernig svona hljómsveit er uppbyggð,“ segir Gói. „Ég hef mikinn áhuga á því. Ég hefði svo gjarnan viljað vera tónlistar- maður, ég held að ég hefði orðið flottur trompetleikari. Ég hlust- aði mikið á þessa plötu með Gáttaþefi á þessum tíma og ég man mest af þessu enn í dag,“ segir hann. „Ég þurfti að rifja upp eitt og eitt samt. Lögin eru svo skemmtilega mismunandi, það er svo margir stílar hjá Óm- ari,“ segir hann. „Þetta eru frá- bær lög og gaman að heyra þau í svona stórum útsetningum.“ „Það sem er líka skemmtilegt við þessi lög, eru allir text- arnir,“ segir Haukur. „Það er skemmtilega farið með íslensk- una og gaman fyrir krakkana að syngja með. Allir krakkar tengja enn við þessi lög,“ segir hann. „Jólasveinarnir og Grýla eru ennþá jafn spennandi og þau voru fyrir fimmtíu árum.“ „Börn hafa gaman af textum og vilja syngja með, þau vilja að maður kenni þeim að syngja með,“ segir Gói. „Það er aldrei að vita hvort jólasveinn komi á staðinn. Samningar standa yfir, en það er stundum vont símasamband hjá þeim uppi í fjöllum,“ segir Haukur Gröndal. Tónleikarnir þann 6. desember hefjast klukk- an 14 og fara fram Silfurbergi Hörpu og er miðaverð kr. 3.900 og 1.900 kr. Miðasala Hörpu ásamt harpa.is og tix.is Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Jólakortasmiðja fyrir alla fjöl- skylduna Gerðarsafn býður upp á opna jólakortasmiðju næstkomandi sunnudag, 29. nóvember, klukk- an 13-17. Smiðjan er hluti af aðventuhátíð Kópavogs sem fer fram um helgina og verða jóla- kortin gerð í anda listakonunnar Barböru Árnason (1911-1975). Myndlistarmennirnir Linn Björklund og Edda Mac munu leiða smiðjuna. Skoðaðar verða teikningar Barböru á jólakortum og í barnabókum og kennt verð- ur að búa til sögu með myndum. Gerðar verða pennateikningar þar sem línur fá að ráða för og gerðar tilraunir með mynstur og litasamsetningar. Jólakorta- smiðjan hentar öllum aldurs- hópum og er öllum opin. Þátt- taka er ókeypis og ekki er þörf á skráningu. Aðventuhátíð Kópavogs fer fram nú um helgina, 28.-29. nóvember, í menningarhúsunum við Hamraborgina. Á laugar- daginn verður tendrað á jólatré bæjarins, jólakötturinn og jóla- sveinar líta við og hægt verður að fá kræsingar og jólagjafir á matar- og handverksmarkaði. Á sunnudaginn verður jólaorigami smiðja í Bókasafni Kópavogs, matarmarkaður á túninu, jóla- leikritið Ævintýrið um Auga- stein í Salnum, auk jólakorta- smiðjunnar í Gerðarsafni. Jólakortin gerð í anda listakon- unnar Barböru Árnason. 76 menning Helgin 27.-29. nóvember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.