Fréttatíminn - 27.11.2015, Blaðsíða 60
Þ eir eru býsna margir sem koma til læknis og kvarta um orkuleysi, slapp-leika og slík almenn óljós einkenni og
í flestum tilvikum er svo sem um minniháttar
vanda að ræða, einhvers konar flensu eða
tímabundið álag sem engu að síður getur
haft umtalsverð áhrif á líðan viðkomandi.
Þegar við þessi einkenni bætast fleiri hlutir
eins og hárlos, hægðatregða, kulsækni og
bjúgur svo fátt eitt sé nefnt þá er nauðsynlegt
að horfa meðal annars til starfsemi skjald-
kirtilsins þó mismunagreiningarnar geti
verið fjöldamargar.
Skjaldkirtillinn er einn af innkirtlum
líkamans, hann liggur framan á hálsinum
fyrir neðan barkakýlið og sést almennt
ekki þegar horft er framan á einstakling-
inn. Hann framleiðir svokölluð skjaldkirtils-
hormón sem gegna mikilvægu hlutverki í
efnaskiptum líkamans, en þau stýra hraða
þeirra, notkun fitu og kolvetna auk þess sem
þau hafa áhrif á próteinframleiðslu og hita-
stig. Stjórnstöðin er svo aftur í heiladingl-
inum sem gefur kirtlinum merki um hversu
mikið hann skuli framleiða á hverjum tíma
fyrir sig. Þetta flókna samspil getur ruglast
af mörgum ástæðum með þeim afleiðingum
að skjaldkirtillinn framleiðir annaðhvort of
mikið, eða of lítið af hormónum sem aftur
getur verið orsökin fyrir þeim einkennum
sem einstaklingurinn finnur fyrir.
Þegar um er að ræða ofstarfsemi er líkam-
inn og efnaskipti hans í nokkurs konar flug-
gír ef svo mætti að orði komast og finna ein-
staklingar fyrir ýmsum einkennum svo sem
eins og hjartslætti, takttruflunum, megrun,
svita, óróleika, skjálfta, kvíða, niðurgangi
og sjóntruflunum án þess að þessi listi sé
tæmandi. Mikilvægt er að komast að orsök
vandans og meðhöndla því þetta ástand getur
verið lífshættulegt. Algengast er að veiru-
sýkingar og ónæmissjúkdómar valdi slíku
og getur í kjölfar meðferðar skjaldkirtillinn
orðið vanvirkur og einstaklingurinn þá þurft
hormónauppbót í formi lyfja.
Konur eru líklegri til að fá vandamál sem
tengjast skjaldkirtlinum, oftsinnis eru þær
á miðjum aldri en þó geta breytingar átt sér
stað á öllum æviskeiðum. Blæðingartruflanir
eru algengar og geta verið misgreindar sem
tíðahvörf kvenna, ekki má gleyma að bæði
tíðahvörf og skjaldkirtilsvandi geta komið
upp á sama tíma svona rétt til að flækja þetta
aðeins. Þá geta slík vandamál komið upp á
meðgöngu og í kjölfar fæðingar. Algengast
er þó að einstaklingar séu komnir yfir miðjan
aldur og á það bæði við um ofstarfsemi sem
og vanstarfsemi skjaldkirtilsins en nokkur
munur er á einkennum eins og ég lýsti hér að
ofan. Það er því mikilvægt að átta sig á þeim,
en greining fer fram í gegnum viðtal, skoð-
un, lýsingu einkenna og blóðrannsókn auk
hugsanlegrar myndgreiningar. Meðferð við
vandamálum í skjaldkirtilsstarfsemi er alla
jafna í formi lyfja en það getur þurft að gera
aðgerð og nota geislavirka meðferð í flóknari
tilfellum. Fylgstu því vel með þér og hafir
þú einkenni sem þú ekki getur skýrt með
góðu móti sem passa við of- eða vanstarfsemi
skaltu leita upp lækninn þinn.
Bensínlaus og búin/nn á því
PISTILL
Teitur
Guðmundsson
læknir
Sýna þarf ákveðni og viljastyrk til að ná markmiðum. Ljósmyndir/NordicPhotos/Getty
Unnið í samstarfi við Doktor.is.
Aukning í notkun skjAldkirtilslyfjA 2009-2013
Heimild: Lyfjastofnun
Þrjú ráð við vöðvabólgu
Eftirfarandi einkenni hafa verið talin algeng:
n Hægari hugsun
n Lélegt minni
n Skortur á einbeitingu
n Fælni
n Kvíði
n Þunglyndi
n Of lítil eða of mikil
svefnþörf
n Vöðva- og liðverkir
n Hitaslæðingur
n Hálsbólga
n Ljósfælni
n Meiri viðkvæmni fyrir
hita og kulda
n Óvenjulegir höfuð-
verkir
n Óregla á hægðum
n Munn- og augnþurrkur
Þjáist þú af síþreytu?
Þreyta er hvorki óalgeng né óþekkt
meðal Íslendinga. Þreyta og afleiðingar
hennar eru með algengustu kvörtunum
þeirra sem leita til heimilislækna. Á
undanförnum árum hefur orðið æ
algengar að fólk kvarti yfir þreytu sem
virðist ekki eiga sér neinar sérstakar
orsakir. Sú þreyta, sem nefnd hefur
verið síþreyta, er töluvert frábrugðin
venjulegri þreytu. Hún er bæði alvarlegri
en venjuleg þreyta, sem stafar af mikilli
vinnu og miklu álagi. Síþreyta er líkam-
legt ástand sem getur herjað á fólk á
öllum aldri, af báðum kynjum.
Kossasótt sem leggst
ekki á einhyrninga
Einkirningasótt er veirusýking af völdum
Epstein-Barr veirunnar. Sýkingin leggst
á börn og ungt fólk. Hjá ungum börnum
er hún oft einkennalaus en veruleg ein-
kenni geta komið fram í einstaklingum á
aldrinum 10-25 ára og verið sýnileg í allt að
1-3 mánuði.
Einkirningasótt hefur ekkert með ein-
hyrninga að gera þó svo að sum börn vilji
meina það. Ebstein-Barr veiran finnst
í munnvatni og getur því smitast milli
einstaklinga með kossum. Veirusýkingin
er því stundum nefnd kossasótt. Veiran
getur einnig borist með andrúmsloftinu.
Frá smiti líða venjulega 30-50 dagar þar
til einkennin koma fram. Einkirninga-
sótt stendur yfirleitt yfir í 2-4 vikur og
er hættulaus ef ráðleggingum er fylgt.
Mótefni sem myndast gegn veirunni
endast ævilangt. Þess vegna er ekki hægt
að fá einkirningasótt nema einu sinni. Í 3%
tilfella hefur sjúkdómurinn fylgikvilla.
Bakstrar:
Gott er að nota heita og kalda bakstra til
skiptis, hvorn í um 10-15 mínútur í senn.
Athugið að enda á köldum bakstri. Þegar
vöðvinn er farinn að jafna sig og bólgurnar
að minnka, og í þeim tilfellum sem
um langvinnar vöðvabólgur er
að ræða, er gott að nota hita
á vöðvann, en tilgangur
hans er einkum að
auka blóðflæðið
um svæðið og fá
viðkomandi
til að
slaka
á.
Teygjur:
Til að ná
upp fyrri styrk
vöðvans er mikilvægt að
byrja varlega á styrktar- og teygju-
æfingum og auka þær smám saman. Þá
er einnig mikilvægt fyrir fólk að reyna
að finna orsök bólgunnar, t.d. ranga
líkamsbeitingu við vinnu og reyna þá
að gera breytingar á vinnuaðstöðu
og draga úr streitu ef hún er mikil.
Slökun:
Öll iðja sem hefur jákvæð áhrif og dregur
úr streitu er af hinu góða, t.d öll almenn
hreyfing s.s. sund, gönguferðir og skokk.
Þá getur einnig verið gott að fara í heitt
bað, slökunarnudd og gera
léttar teygjuæfingar eins oft
og mögulegt er.
Skilgreindir dagskammtar fyrir hverja 1000 íbúa á dag: Smásöluverð skjaldkirtilslyfja:
2009 2010 2011 2012 2013 2009 2010 2011 2012 2013
76
.3
16
.7
15
k
r.
90
.8
70
.5
64
k
r.
10
1.
24
7.
4
69
k
r.
11
1.
13
5.
95
0
k
r.
12
0
.9
61
.4
21
k
r.
19
,2
22
,3 24
,2 25
,1 26
,8
Helgin 27.-29. nóvember 201560