Fréttatíminn - 27.11.2015, Blaðsíða 80
Í takt við tÍmann telma Fanney magnúsdóttir
Menntaður förðunar
fræðingur og með
vinnuvélaréttindi
Staðalbúnaður
Mér líður langbest í íþróttafötum og
er í þeim flesta daga, það er ekkert
flóknara. En þegar ég hef mig til fer
ég yfirleitt í leðurbuxurnar mínar úr
Gallerí 17. Það er einmitt uppáhalds
búðin mín á Íslandi ásamt Zöru, þar
finn ég mig. Svo var ég að eignast
tvær ótrúlega kósí peysur eftir ömmu
mína sem ég missti fyrir tveimur
árum. Þær eru dýrmætustu flíkurnar
mínar enda skírði ég sjálfa mig eftir
ömmu minni þegar ég fermdist. Áður
hét ég bara Telma Magnúsdóttir
en ég bætti Fanneyjar-nafn-
inu við og fannst það bara
koma nokkuð vel út.
Hugbúnaður
Eiginlega allur
frítími minn fer í
ræktina. Ég æfi
í World Class
og lyfti þrisvar
í viku eftir
prógrammi frá
Aðalheiði Ýri
sem var þjálfar-
inn okkar í
Ungfrú Ísland,
ég fer tvisvar í
viku í Fit Pilates
og inni á milli
fer ég í Buttlift
hjá Olgu Helenu.
Heilbrigður lífsstíll
er aðaláhugamálið
mitt þessa dagana og
hefur verið síðasta árið,
en engar öfgar samt. Þess á
milli hitti ég vini og fjölskyldu.
Þegar ég hitti stelpurnar förum við
stundum í bíó, kíkjum í ræktina og
svo kemur fyrir að maður lyftir sér
upp. Þá verður b5 yfirleitt fyrir valinu
Vélbúnaður
Ég er tækniheft að vissu leyti en á
samt góðar græjur. Ég á Macbook Pro
og iPhone 6. Ég nota símann til að
heyra í vinum og vandamönnum og
fyrir Snapchat, Instagram og Facebo-
ok. Ég notaði tölvuna mikið þegar ég
var í skólanum en nú horfi ég bara
einstaka sinnum á þætti í henni.
Aukabúnaður
Ég er rosalegur matgæðingur og
finnst flestallur matur góður. Það
sem stendur upp úr eru rjúpurnar á
jólunum, kjötbollur ömmu og soðinn
fiskur með kartöflum og smjör. Það
er eitt það besta sem ég fæ. Það sem
ég elda sjálf er nú ekki upp á marga
fiska, kjúklingabringur og eitthvað
hollt og gott. Þegar ég leyfi mér eitt-
hvað óhollt er það Don’s Donut niðri í
bæ. Eftir Ungfrú Ísland keppnina fór
ég beint og fékk mér einn svoleiðis –
með karamellusósu. Þessir kleinu-
hringir eru alveg betri en bland í
poka. Ég keyri um á litlum bláum
Yaris sem ég fékk þegar ég flutti í
bæinn sautján ára gömul. Hann hefur
reynst mér vel og er sem sniðinn fyrir
mig. Ég er bæði menntaður förðunar-
fræðingur og með vinnuvélaréttindi
eftir að ég var að vinna í álverinu á
Grundartanga í fyrrasumar. Það var
mjög lærdómsríkt. Uppáhaldsstaður-
inn minn er sveitin heima, í Búðardal.
Þangað er alltaf gott að koma.
Sindri Már Sigfússon, eða Sin Fang.
Telma Fanney Magnúsdóttir
er 23 ára úr Búðardal og tók
þátt í Ungfrú Ísland síðasta
haust. Hún hefur lokið tveimur
árum í lögfræði við HÍ en tók
sér hlé frá námi og vinnur nú á
leikskóla og kynnir snyrtivörur
samhliða því. Telma stefnir á
að fara aftur í skóla á næst-
unni. Hún æfir í World Class
upp á hvern dag en leyfir sér
kleinuhring á Don’s Donut inni
á milli.
Ljósmynd/Hari
Harpa ný tónleikaröð
Sin Fang í
Blikktrommunni
Sin Fang mun koma fram ásamt
gesta hljóðfæraleikurum og
flytja eldra efni í bland við nýja
tónlist af væntanlegri breiðskífu
á tónleikaröð Blikktrommunar í
Hörpu á miðvikudaginn næsta, 2.
desember.
Sindri Már Sigfússon hefur
komið fram undir ýmsum nöfnum
en starfar nú aðallega undir nafn-
inu Sin Fang. Hann hefur verið í
hljómsveitum á borð við Lovers
without lovers, Seabear, Pojke
og Gangly. Síðasta breiðskífa Sin
Fang, Flowers, hlaut frábærar við-
tökur og var meðal annars valin
plata ársins 2013 hjá Grapevine
auk þess sem lagið Young Boys
var valið besta lag ársins af tíma-
ritinu. Nýjasta breiðskífa Sin Fang
kemur út 2016 og eru meðal gesta
á henni Jófríður úr Samaris og
Pascal Pinon, Jónsi úr Sigur Rós
og Sóley Stefánsdóttir.
Blikktromman er ný tónleikaröð
í Hörpu sem leggur áherslu á að
bjóða upp á tónleika með nokkr-
um fremstu tónlistarmönnum
þjóðarinnar í gæðaumhverfi tón-
listarhússins okkar við höfnina.
Blikktromman verður slegin fyrsta
miðvikdagskvöld hvers mánaðar,
veturinn 2015-2016. Boðið verður
upp á fjölbreytta flóru sitjandi
tónleika í Kaldalónssal Hörpu, þar
sem tónleikagestir geta hlýtt á
framúrskarandi listamenn í návígi
þessa skemmtilega salar.
Eftir tónleikana gefst gestum
kostur á að setjast niður með
drykk með útsýni yfir smábáta-
höfnina. -hf
Í LETTLANDI
29. APRÍL – 2. MAÍ
RIGA
WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900
Riga er meira en 800 ára gömul borg eða frá árinu 1201. Þar blandast saman miðaldarmiðbær
og nútímaborg. Gamli borgarhlutinn með sinn sjarma og hefðbundin nútimaborg í hraðri
þróun. Hvort sem það er menningin – söfn eða fallegar byggingar, listviðburðir og verslanir
með allt það nýjasta á góðu verði – þá finnur þú það í Riga. Í Riga má finna eitt mesta
samansafn af Art Nouveau eða Jugend byggingarlist. Þá er næturlíf Riga orðið þekkt
fyrir að vera fjörugt og dregur til sín fjölda fólks víða að.
Innifalið
Flug frá Keflavík og Akureyri, fjögurra stjörnu
hótel á besta stað með morgunmat, rúta frá
flugvelli og íslenskur fararstjóri
VERÐ FRÁ
94.800.-
80 dægurmál Helgin 27.-29. nóvember 2015