Fréttatíminn - 27.11.2015, Blaðsíða 50
50 bílar Helgin 27.-29. nóvember 2015
ReynsluakstuR Volkswagen Caddy tRendline
F jölskyldubíll er ekki það fyrsta sem maður hugsar við að berja Volkswagen Caddy augum. Karlar í bláum samfestingi með hamar við
hönd koma frekar upp í hugann en vísitölufjölskylda
enda hefur Caddy-inn hefur verið einn vinsælasti litli
sendiferðabíll meginlandsins frá því hann kom fyrst
á markað árið 1978. Nú hefur Volkswagen bætt við
hann stórum gluggum á rennihurð-
arnar og rúmgóðum aftursætum
og útkoman er einn skemmtilegasti
fjölskyldubíllinn á markaðinum.
Ætti að heita Daddy
Þetta er algjör snilldar fjölskyldubíll
og í rauninni skil ég ekki af hverju
Volkswagen nefndi hann ekki alveg
upp á nýtt Daddy í stað Caddy
„Trend and fun“. Ég skil reyndar
„Trend and fun“ pælinguna, því
þetta er útfærslan sem býður upp á
fjölbreyttara og ævintýralegra líf,
en þetta er líka algjör Daddy. Bíll
sem býður feðrum upp á að gera allt
í einu; sækja börnin, kaupa í matinn
og skella sér í ræktina, allt saman
beint eftir vinnu með nóg pláss fyrir
tuttugu töskur og innkaupapoka í
skottinu, með þrjú börn í aftursæt-
inu, eða fimm vilji svo til að faðirinn
sé á Maxi Daddy sem rúmar 7 farþega.
Það eina sem mín börn settu út á bílinn var að hann
lítur út eins og sendiferðabíll og því er ekki að neita.
En það er ekkert til að skammast sín fyrir. Daddy-inn
kemur til dyranna eins og hann er klæddur; fjölhæfur
fjölskyldubíll sem getur á einu augabragði breyst í
sendiferðabíl. Sem sagt bíll fyrir fjölhæfa. Daddy-inn
er reyndar hálfgert rúgbrauð í dulargervi því það er
hægur leikur að kippa aftursætunum úr bílnum og
skella þar tvíbreiðu rúmi, tjaldi, skíðum eða hjóli.
Þetta er nefnilega ævintýrabíll, sem eyðir töluvert
minna en stór jeppi, og það hafa frændur okkar
Finnar uppgötvað þar sem Daddy-
inn er í öðru sæti yfir vinsælasta
fjölskyldufólksbílinn.
Sparneytinn og á viðráðanlegu
verði
Fullt af litlum geymsluhólfum
fyrir alla farþega, auðveldar iso-
fix barnastóla festingar, þægilegar
rennihurðir og flennistórir gluggar
sem koma í veg fyrir bílveiki barna,
virkilega rúmgott farangursrými á
bæði 5 manna og 7 manna bílnum
og usb-hleðsla á milli sætanna, gera
ekkert nema auka ánægjuna með
þennan bíl sem auk þess er spar-
neytinn og á viðráðanlegu verði.
Það eina sem ég saknaði í þessum
annars dæmalaust góða bíl var hiti
í sætunum. En viti menn, comfort
valkosturinn býður upp á svoleiðis
eiginlega nauðsynleg þægindi hér á
hjara veraldar og þar að auki kælingu í hanskahólfinu,
sem ætti að koma sér sérdeilis vel sumarfríinu.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Opel Astra hlýtur Gullna stýrið 2015
Nýr Opel Astra hreppti á
dögunum eftirsóknarverð-
ustu viðurkenningu bílaiðn-
aðarins í millistærðarflokki,
Gullna stýrið eða „Golden
Steering Wheel“. Nýjasta
útgáfan af Opel Astra kom á
almennan markað í október
síðastliðnum. Þýsku miðl-
arnir Auto Bild og Bild am
Sonntag standa saman að
„Golden Steering Wheel“
viðurkenningunni og er
dómnefndin skipuð les-
endum, sérfræðingum og
atvinnumönnum í aksturs-
íþróttum. Dr. Karl-Thomas
Neumann, forstjóri Opel í
Þýskalandi og Tina Müller
veittu verðlaununum við-
töku. Þar kom fram að Opel
Group hefði þegar tekið við
rúmlega 40 þúsund pönt-
unum á bílnum.
Björn Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri bílasviðs hjá
Bílabúð Benna, umboðs-
aðila Opel, segir að Opel
Astra verði örugglega
vel tekið af Íslendingum.
„Við erum þegar farin að
fá margar fyrirspurnir og
bíðum nú eftir að fá hann
til landsins.“
Dr. Karl-Thomas Neumann tekur við Gullna stýrinu fyrir
Opel Astra.
Hinn sívinsæli og knái sendiferðabíll Volkswagen Caddy fæst nú í nýrri útfærslu, með gluggum á
rennihurðunum og sætum fyrir fimm til sjö manns. Hann er með rýmsta skottið á markaðinum
og er fáanlegur með dísil-, bensín- og metanvél. Ef þú vilt rúmgóðan og sparneytinn fjölskyldubíl
sem býður upp á að breytast skyndilega í sendiferða- eða ævintýrabíl, þá er Volkswagen Caddy
Trendline, eða Daddy, algjörlega þinn bíll.
Ævintýralega fjölhæfur Caddy
Verð; 3.770.000 kr.
Trend and fun pakki 190.000
aukalega (samlitur, multimedia
tæki, usb tengi og leðurstýri)
Caddy Beach version: 800.000
aukalega ( fortjald, rúm, hillur og
hólf, innbyggð borð og stólar )
Eiginleikar:
Eyðsla: 4,5/100
Farangursrými: 750 l í 5 manna og
530 l í 7 manna.
Cruise control
City emergency break
Blue motion technology: vél
drepur á sér í kyrrstöðu
Volkswagen Caddy er snilldar fjölskyldubíll. Ljósmyndir/Hari
Fullt verð: 14.900,-
TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:
1 kr. við kaup á glerjum
Fullt verð: 19.900,-
TILBOÐSVERÐ Á UMGJÖRÐ:
1 kr. við kaup á glerjum
ÞAÐ ERU
KRÓNUDAGAR
Í
KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI
| SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ.
1
kr.
Opin Kerfi // Höfðabakka 9 // 110 Reykjavík // 570 1000 // ok.is
Láttu okkur
prentreksturinn.
sjá um
40% minni prentarar
Hagkvæmari prentun
Öruggari prentun
Auðkenning
40% hraðvirkari prentarar
Fáanlegt í nær öllum apótekum landsins, Heilsuhúsið, Hagkaup,
Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Sportlíf, Heilsuver,
Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is og Heimkaup
Gullkryddið
Liðir - bólgur
CURCUMIN
Allt að 50 sinnum
áhrifameira
en hefðbundið
Túrmerik!
CURCUMIN (gullkryddið)
er virka innihaldsefnið í
Túrmerik rótinni og hefur
verið notað til lækninga
2000 ár í Asíu. Hátt í 3.000
rannsóknir hafa verið gerðar
á þessari undrarót undafarna
áratugi.
• Liðamót
• Bólgur
• Gigt
• Hjarta- og
æðakerfi
Sími: 5 700 900 - prooptik.is
Skráðu þig í netklúbbinn okkar á prooptik.is og
þú færð 25% afslátt af linsum í öllum verslunum Prooptik
25% afsláttur af linsum
í netklúbbnum okkar!