Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.11.2015, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 27.11.2015, Blaðsíða 34
áskorun sem ég gat ekki skorast undan,“ segir Magga Pála en eftir að hafa stjórnað lítilli deild á leik- skóla í Reykjavík tók Magga Pála við fjölmennasta leikskóla lands- ins, Hjalla í Hafnarfirði og restin er sögð saga. Hjallastefnan var að fæðast og árið 1989 var Hjalli, fyrsti leikskóli stefnunnar, stofnað- ur. Velgengni leik- og grunnskóla stefnunnar segja allt um vinsældir hennar. Leiðin hefur þó alls ekki verið greið og Magga Pála hefur verið gagnrýnd, meðal annars fyrir hugmyndir sínar um sjálfstæða og einkarekna skóla. „Þetta snýst ekki hætishót um hægri eða vinstri. Þetta snýst um að einstaklingurinn fái að blómstra og njóta sín. Ég segi oft það sem hún Ingibjörg Sólrún sagði þegar hún var í Kvennalistanum, að hægri og vinstri dugi best til að muna með hvorri hendinni eigi að heilsa. Þetta eru mjög úreltar hugmyndir. Ég starf- aði í einhver ár með Alþýðubandalag- inu og hafði alla trú á því að við mynd- um breyta heiminum og var komin til nokkurra áhrifa þar sem ung kona. En svo kom ég úr felum og þá datt eftirspurnin eftir mér algjörlega niður. Svo starfaði ég hjá hinu opin- bera og þar rak ég mig á hvern vegg- inn á fætur öðrum vegna síaukinnar miðstýringar. Þegar ég gafst upp á að vera í þessu opinbera kerfi þá var það mjög sársaukafullt ferli fyrir mig. En ég var alltaf að rekast á veggi, við gátum ekki stækkað né haldið þróun áfram né bætt við grunnskóla. Allt var stoppað og það var ekkert í boði nema að vera inni í þessum litla kassa og ég var bara að kafna.“ „Ef ég skila vinnunni minni, er með ánægð börn og foreldra og glaða starfsmenn og stend fjárhags- áætlun og fæ engar faglegar athuga- semdir þá kemur engum við hvað þessi stofnun er að gera í mínum huga. Þess vegna ákvað ég að fara út úr kerfinu. Ég hef í gegnum tíð- ina orðið fyrir innblæstri frá Aust- ur-Evrópu, frá hugsjónafólki sem byrjaði að skapa eitthvað nýtt inn í skólakerfið eftir að múrinn féll. Kerfið þar opnaðist og stórkostlegir hlutir fóru að gerast en nú er þetta í mörgum löndum að lokast aftur, því öfga-harðlínusveiflan hefur gert það að verkum að það er verið að loka því sem er öðruvísi og skapandi. En þetta er svo merkilegt því það sem ég er að gera á Íslandi er kölluð stórhættuleg hægrivilla en í gamla Austrinu er það kallað stórhættuleg vinstrivilla!“ Kassalega kerfi sem eyði- leggur börn „Það verða fáar breytingar á kerfum ef enginn fer gegn straumnum. Ég er snillingur í mótbyr,“ segir Magga Pála og brosir við. „Ég þoli gagnrýni afskaplega vel en hinsvegar hefur mér alltaf líkað mjög illa þegar fólk vill halda einhverju fram án þess að vilja leita eftir útskýringum eða samtali. Það hefur mér alltaf þótt leitt. Auðvitað er mikilvægt að við gagnrýnum og gaumgæfum vel alla hluti en gerum það jákvætt, því með niðurbroti fæst ekki neitt. Í skóla- kerfinu eru stórkostlegir kennarar en kerfisreglurnar, miðstýringin, hefðin og kjarasamningarnir, það sem ég kalla skólafastann, eru að drepa skólastarfið. Einstaklingur- inn nær ekki að njóta sín sem skyldi í þessum fasta. Ég hef oft sagt það áður að við erum að eyðileggja þessi börn, þessi börn sem geta ekki troð- ið sér inn í box. Ég er stolt A A-manneskja og í samtökunum hitti ég í hópum krakka sem eru að reyna að koma lífi sínu aftur í farveg eftir margra Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-15 Basel Lyon HavanaRoma SÓFAR Í ÖLLUM STÆRÐUM SNIRÐIR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM MÁL OG ÁKLÆÐI AÐ EIGIN VALI TAX-FREE DAGAR Með nýrri AquaClean tækni er nú hægt að hreinsa nánast alla bletti aðeins með vatni! Erfiðir blettir eins og eftir tómatsósu, léttvín, kaffi, te, meira að segja kúlupenna, nást á auðveldan hátt úr áklæðinu. Áklæði ára óhamingju, neyslu og erfiðleika sem oftar en ekki byrjaði með van- líðan í skólum því þau pössuðu ekki inn. Þessi börn fengu ekki þá aðstoð sem þau þurftu, lentu stundum í ein- elti og á andanum flúðu þau. Þessir krakkar voru eyðilagðir því þeir fengu ekki tækifæri. Og fyrir hvert samfélag kostar hver einstaklingur sem við missum óhemjumikið. Það er ótrúlegt hvað endalaust er hægt að bæta við námskrána og kröfum og bjúrókrasíu við kennara en engin spyr hvernig barninu líður.“ Kennum börnum kjark og þor „Það sem heimurinn þarf á að halda núna eru nýjar hugmyndir því heim- urinn er ekki lengur að fleyta sér áfram á gamalli þekkingu,“ segir Magga Pála sem er farin að berja í borðið til að undirstrika mál sitt. Sannfæringarkrafturinn er mik- ill. „Allt það gamla er að deyja út. Skrifstofan er dauð, stóru kerfin eru dauð, stóru atvinnurekendurn- ir eru dauðir. Fram undan er fólk sem kemur með nýjar lausnir. Og það kennum við ekki með nýrri að- alnámskrá og hefðbundu íslensku skólakerfi. Skólinn er ekki lengur handhafi þekkingar. Kennum börn- um að ná valdi á lestri og grunnat- riðum í stærðfræði og tungumálum. Kennum þeim kjark og þor, áhuga á að sækja upplýsingar, að gagnrýna og framkvæma. Þau eiga ekki að hugsa um að ná prófum heldur hvað þau geti gert til að samfélagið verði betra. Kerfin eru að liðast í sundur og við verðum að bregðast við. Okk- ar mesti óvinur er hefðin og kerfið sem við höfum verið að notast við frá því að gufuvélin var fundin upp. Við erum ennþá á þeim stað að allir keyra í vinnuna á sama tíma!“ Tími fyrir fjölskylduna „Að hlúa að núinu er það sem skipt- ir máli. Í bókinni held ég því fram að börn í dag hafi allt til alls, nema næði og tíma. Það er bara ákveð- ið magn af tíma sem þú átt að gefa öðru en fjölskyldunni. Börn þurfa umfram allt tíma, kærleika og um- hyggju,“ segir Magga Pála og í þeim töluðum orðum bankar Lilja, sam- býliskona hennar, upp á, skælbros- andi með „take-away“ mat og ferða- tösku. Hún er komin til að sækja sína frú enda eru þær á leið í tveggja vikna ferðalag, fyrst á glæpabóka- ráðstefnu og svo á ráðstefnu sjálf- stæðra skóla í Búlgaríu. Og við sem erum ekki enn byrjaðar að ræða nýju bókina, sem var tilefni heim- sóknarinnar. Ætli það sé ekki líka bara langbest að næla sér í eintak og kíkja þar á nokkrar góðar upp- eldisuppskriftir. Við vitum að þær eru kokkaðar upp af mikilli ást, virð- ingu og reynslu. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Ég segi stund- um það sem hún Ingibjörg Sólrún sagði þegar hún var í Kvennalist- anum, að hægri og vinstri dugi best til að muna með hvorri hendinni eigi að heilsa. Þetta eru mjög úreltar hugmyndir.“ Ljósmyndir/Hari 34 viðtal Helgin 27.-29. nóvember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.