Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.11.2015, Blaðsíða 21

Fréttatíminn - 27.11.2015, Blaðsíða 21
„Spánn og Miðjarðarhafið hefur alltaf togað í mig og þegar ég var í Kennaraháskólanum fékk ég foreldra mína til að sam- þykkja að ég færi til Spánar að læra spænsku í sumarskóla hluta úr tveimur sumrum. Svo strax og ég útskrifaðist, árið 2000, fór ég að vinna sem farar- stjóri hjá Samvinnuferðum- Landsýn á Benidorm, Sódómu Spánar.“ Fararstjórnin stóð yfir í nokk- ur sumur en hætti svo og Ása segir það hafa verið hálfgerða tilviljun að hún byrjaði í henni aftur fyrir tveimur árum. „Svo hef ég verið að taka sérferðir inn á milli, bæði borgarferðir og lengri sérferðir eins og tíu daga ferð til Madeira sem var mikið ævintýri.“ Hún segir fararstjórnarstarf- ið hafa breyst mikið á seinustu árum, nú sé eins gott að hafa allar staðreyndir á hreinu því fólk gúggli upplýsingarnar jafnóðum og hún tali. „Áður fyrr gátu fararstjórar leyft sér að segja nánast hvað sem er en í dag segir maður ekkert nema vera búin að doubletékka það vandlega, annars er það bara rekið öfugt ofan í mann af ein- hverjum gúgglara í hópnum.“ Enginn byrjandi í skrift- unum Þótt Vegur vindsins – buen camino sé fyrsta skáldsaga hennar hefur Ása Marin verið að skrifa nánast frá því að hún man eftir sér. „Þetta byrjaði eiginlega með því að ég var að skrifa einhver ljóð sem rímuðu öll og voru algjör leirburður og einhvern tíma eftir að ég og systir mín, sem er árinu eldri, vorum að rífast orti ég níð- ljóð um hana og sendi mynda- sögusíðu Morgunblaðsins og það var fyrsta ljóðið sem birtist opinberlega eftir mig. Þá var ég bara tíu ára þannig að fljótlega fór ég nú að yrkja um annað en hana. Síðan hef ég gefið út ljóðabækurnar Búmerang og Að jörðu, sem var úrvinnsla mín á fráfalli mömmu sem lést fyrir aldur fram, og verið með í fjölmörgum safnritum til dæm- is Bók í mannhafið, Ljóð ungra skálda og Wortlaut Island. Fyrir nokkrum árum kom einnig út smásagnasafn fimm kvenna, sem heitir Bláar dyr sem ég átti sögur í.“ KR-ingur út yfir gröf og dauða Ekki er hægt að ræða áhuga- mál Ásu Marinar án þess að minnast á tvö ólík áhugamál sem hafa fylgt henni lengi. Annað er prjónaskapur, hún prjónar stundum nokkrar peysur á mánuði, og hitt er fótbolti. Merkilegt en satt samt að þrátt fyrir rammhafnfirskan upprunann er hún stækur KR- ingur, hvað á það að þýða? „Ég læt prjónaskapinn réttlæta það hvað ég horfi mikið á fótbolta í sjónvarpinu, þá er ég að gera eitthvað á meðan, ekki bara aðgerðarlaus í hverjar níutíu mínúturnar á fætur öðrum. Ég hef hins vegar aldrei spilað fótbolta sjálf, er bara bulla, en pabbi var mikill fótboltaáhuga- maður og hann ólst upp í Vest- urbænum þannig að frá því að ég man eftir mér var ég dregin með á alla leiki KR. Ég er mikill KR-ingur og gat alls ekki farið að spila með Haukum eða FH. Ég gat æft handbolta hjá FH en þegar kom að því að fara að keppa gat ég alls ekki hugsað mér að fara í treyjuna þannig að ferillinn endaði þar. Þegar ég er að vinna úti á sumrin næ ég náttúrulega bara fyrstu og síðustu leikjunum í deild- inni hér heima en þá reddar KR-útvarpið manni alveg. Svo held ég með litabræðrum KR á Englandi, sem sagt Newcastle en á Spáni er mitt lið auðvitað Malaga því ég gat fylgt þeim þegar ég var þar í skólanum. Sá þá síðast spila úti í Madríd núna í september á móti Real Madrid og sá leikur fór 0-0 þannig að ég gladdist gríðarlega, heima- mönnum til lítils fagnaðar.“ Sterkt kvennaforlag Vegur vindsins – buen camino er nýkomin úr prentsmiðju og Ása Marin segir sér líða eins og hún sé að leggja af stað til Svíþjóðar á vindsæng að vera að hella sér út í jólabókaflóðs- slaginn. „Þetta er samt bara skemmtilegt. Það er náttúru- lega mjög gaman að fá eitthvað í hendurnar sem búið er að vinna frá handriti að fullkláraðri bók, fólk gerir sér ekki grein fyrir því hvað það er mikil vinna og hversu margir koma að því. Ég er líka svo ánægð að vera hjá svona sterku kvennaforlagi eins og Björt er. Ég hlakka bara til að taka þátt í upplestrum og uppákomum með öðru góðu fólki sem er að gefa út og vona að rödd mín fái hljómgrunn þótt ég sé nýliði. Meira getur maður ekki beðið um.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is Áður fyrr gátu fararstjórar leyft sér að segja nánast hvað sem er en í dag segir maður ekkert nema vera búin að doubletékka það vandlega, annars er það bara rekið öfugt ofan í mann af ein- hverjum gúgglara í hópnum. viðtal 21 Helgin 27.-29. nóvember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.