Fréttatíminn - 27.11.2015, Blaðsíða 46
Ertu búinn að öllu?
A
Aðventan hefst um helgina. Ég hef tekið
eftir því að undanförnu að fólk er byrjað
að stressa sig upp fyrir jólin. Ein mann-
eskja spurði vini sína á Fésbókinni „Hvað
er eðlilegt að baka margar sortir?“ Hvað
hefði hún gert ef maður hefði sagt. „Það
er mjög eðlilegt að baka 23 sortir, aldrei
minna en 20.“ Hefði hún byrjað að finna
23 uppskriftir af smákökum og eytt að-
ventunni í það að gráta kvíðatárum í lyfti-
duftið? Ég veit það ekki. Ég held samt að
þetta sé bara spurning um að gera það sem
mann langar og nennir. Ef maður nennir
að baka óeðlilega margar sortir, þá bara
gerir maður það. Ekki láta utanaðkomandi
pressu segja manni hvað maður á að gera.
Jólaundirbúningur er aldrei neitt sem er
löngu skipulagt á mínu heimili. Þetta ger-
ist bara allt saman. Maður setur upp eitt-
hvað skraut um mánaðamótin og svo fer
nú aðventan bara í það að njóta með vinum
og kunningjum. Ég hætti fyrir löngu síðan
að pæla í því hvort allt sé fínt og hreint og
klárt fyrir jól. Það er margt skemmtilegra
að gera í desember en að þrífa.
Margir fara á jólatónleika. Ég hef aldrei
vanið mig á það. Kannski er það vegna þess
að ég bý með söngkonu og er tónlistarmað-
ur sjálfur. Desember fer oft í það að koma
fram á jólatónleikum. Oft langar mig þó á
tónleika og þá helst bara einhverja kórtón-
leika. Bara nógu klassískt. Sem betur fer
er smekkurinn misjafn. Það væri eitthvað
svo glatað ef allir fíluðu það sama. Einu
sinni fór ég á Frostrósatónleika. Ég hafði
ekki gaman af því, en það var fullt af fólki
sem hafði það. Ég hugsaði að mikið væri
nú gott að það er fólk sem hefur gaman af
þessu. Þarna voru fullt af listamönnum að
leggja mikið á sig. Ég hef síðan þá farið á
nokkra jólatónleika og haft gaman af, en
ég hef aldrei haft þann sið að gera þetta ár-
lega. Ég set frekar Requiem eftir Brahms
á fóninn, Dean Martin eða Kim Larsen. Í
ár sýnist mér að 15% þjóðarinnar séu á leið-
inni á jólatónleika, sem er alveg magnað.
Gott fyrir tónleikahaldara.
Siðir og venjur eru eitthvað sem ég hef
mjög gaman af í jólaundirbúningi. Hvort
sem um er að ræða tónleika eða önnur
áhugamál. Jólamatur er eitthvað sem ég
er mjög vanafastur með. Ég er alinn upp
við það að borða rjúpur á aðfangadag og
jólin koma ekki fyrr en lyktin af þessari
dásamlegu villibráð er komin um allt hús.
Ég hef alltaf lagt ýmislegt á mig til að fá
þennan forboðna fugl. Stundum hefur það
verið tæpt, en alltaf hefur það reddast. Er
á meðan er. Skatan er líka viss partur af
þessu öllu saman. Ég er ekki alinn upp við
skötuát en faðir minn fór alltaf reglulega í
skötu á Þorláksmessu. Þau ár sem ég hef
búið með konunni minni höfum við alltaf
haldið skötuveislu fyrir jól og það verður
engin breyting á því í ár. Sjálfum finnst mér
skatan ekkert lostæti, þó ég borði hana
alveg. Konan mín er aftur á móti eins og
einhver fíkniefnaneytandi þegar þetta er
borið á borð, þeim mun kæstari því betri.
Eitt árið var skatan svo kæst að mín ást-
kæra frú brenndi sig á innanverðri kinn-
inni af sýrunni. Það er of mikið finnst mér,
en siðurinn er góður.
Það er nauðsynlegt að hitta sem flesta í
jólamánuðinum. Rifja upp það sem vel var
gert á árinu og það sem betur mátti fara.
Njóta samveru og góðra veitinga. Þrátt fyr-
ir myrkrið þá er mikið ljós. Talandi um ljós
þá var það góð ákvörðun í mörgum bæjar-
félögum að halda jólaljósum á húsum fram
í febrúar. Þessir mánuðir eftir áramótin
geta verið svo drungalegir og langir og þá
er gott að hafa smá tíru í kringum sig. Svo
birtir alltaf aftur.
Hér á landi var alltaf sá undarlegi siður
að gera allsherjar jólahreingerningu. Sem
var einhverskonar ýkt útgáfa af þessari
venjulegu tiltekt sem flestir gera reglulega
heima fyrir. Húsmæður landsins voru með
brunasár á hnjánum eftir að hafa farið um
öll hús á fjórum fótum með litla bursta og
kústa í öll horn. Horn sem enginn hafði
séð eða tekið eftir áður. Allir skápar þrifnir
hátt og lágt og ofnarnir skrúbbaðir innan
og utan. Húsmæðurnar voru svo búnar á
því á aðfangadag, klukkan 18.15, þegar
búið var að bera hamborgarhrygginn á
borðið með öllu tilheyrandi. Þessi árátta
er vonandi að hverfa. Ég held að mín kyn-
slóð nenni ekki að skrúbba jafn mikið og
ömmur okkar, og jafnvel mömmur, gerðu
hér áður fyrr.
Auðvitað hefur það eitthvað að gera með
sérhlífni minnar kynslóðar líka. Okkur
finnst betra að slaka bara á og njóta aðvent-
unnar. Spurningin „Ertu búinn að öllu?“
vekur alltaf hjá mér svo óþægilega tilfinn-
ingu. Búinn að hverju? Er verið að tala um
að hreinsa ofnana? þrífa skápana? Hvað
þýðir þetta? Jólin koma þó það sé ekki búið
að skrúbba allt pleisið. Þau fara líka og það
kemur nýtt ár. Þá getum við farið að bæta
allt og laga. Nýtt ár. Nýjar væntingar. Nýj-
ar vonir. Þá mega jólin koma. Njótum að-
ventunnar og jólanna með þeim sem okkur
þykir vænst um. Gefum af okkur og von-
umst eftir betri heim. Áður en við vitum
þá er kominn janúar og við þurfum að taka
niður skrautið. Er ekki bara skynsamleg-
ast að þrífa þá?
Te
ik
ni
ng
/H
ar
i
Hannes
Friðbjarnarson
hannes@
frettatiminn.is
HELGARPISTILL
SÍÐAN
1964
LAGER
SALA
30-70%
AF ÖLLUM
VÖRUM
MÁN-LAU
13-18 OG
SUN 13-17
ASKALIND 2
KÓPAVOGI
46 viðhorf Helgin 27.-29. nóvember 2015