Fréttatíminn - 27.11.2015, Blaðsíða 69
Ég slæst reglulega um sjónvarpsfjarstýringuna
við börnin mín tvö. Yfirleitt, eftir talsvert
ofbeldi, bæði líkamlegt og andlegt, endum við
á því að horfa á Svamp Sveinsson. En nú hefur
orðið breyting þar á. Mér datt nefnilega sem í
hug, eftir enn einn sófabardagann, að sýna ung-
unum Krakkafréttir á RÚV í staðinn fyrir svamp-
inn góða í ananasnum. Það var nú ekki beinlínis
sáttahugur í erfingjunum við þessa ákvörðun en
eftir smá stund datt allt í dúnalogn. Börnin sátu
sem límd við skjáinn og þegar þætti dagsins lauk
var farið í frelsið og fimm sex þættir teknir í beit.
Krakkafréttirnar eru enda alveg ljómandi
dagskrárgerð. Stuttir og snaggaralegir þættir
með alvöru lífsins í bland við skemmtilegar
hliðar lífsins. Þarna var heldur ekki verið að tala
niður til barnanna sem sást best á því að það var
vaðið beint í hryðjuverkin í París og stríðið í Sýr-
landi sem og flóttamannastrauminn sem þaðan
kemur. Ég hvítnaði allur upp og kreisti sófapullu
þegar ofbeldið þar bar á góma enda ekki minnst
einu orði á stríðin í Miðausturlöndum, hvað þá
hryðjuverk framin í borg sem stór hluti fjöl-
skyldunnar heimsótti síðasta sumar með ömmu
og afa í fararbroddi. En börnin komu á óvart og
tóku þessum fréttum með þroska sem ég var
ekki búinn að tengja þau við – grunnskólabörn
í fyrsta og fjórða bekk. Það er því óhætt hægt
að mæla með því að setjast niður með afkvæm-
unum og horfa á þessar líka ljómandi fínu
krakkafréttir.
Haraldur Jónasson
4 5 6
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
STÖÐ 2
07:00 Barnatími Stöðvar 2
11:35 iCarly (8/25)
12:00 Nágrannar
13:45 The X Factor UK (21&22/28)
16:00 Spilakvöld (7/12)
16:50 60 mínútur (8/52)
17:40 Eyjan (13/30)
18:30 Fréttir og Sportpakkinn
19:10 Næturvaktin
19:40 Gunnar Nelson í Vegas
20:25 Humans (4/8)
21:15 Réttur (7/9) Í þáttunum
finnst fjórtán ára stúlka látin
á Stóra sviði Þjóðleikhússins.
Í kjölfarið hefst lögreglurann-
sókn sem teygir anga sína
víða þar sem samfélagsmein á
borð við hefndarklám, einelti
á netinu, eiturlyfjaneyslu og
týndar unglingsstúlkur koma við
sögu. Við gerð þáttanna var lögð
rík áhersla á að leita ráðgjafar
fagfólki úr ýmsum starfsstéttum
til að þættirnir endurspegluðu
íslenskan veruleika á raunsæjan
hátt.
22:10 Homeland (8/12)
23:00 60 mínútur (9/52)
23:45 Proof (8/10)
00:30 The Knick (6/10)
01:25 The Leftovers (8/10)
02:10 Jane Eyre
04:10 Murder in the First (7/10)
04:55 Gunnar Nelson í Vegas
05:30 Fréttir
4 5 6
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
08:20 AC Milan - Sampdoria
10:00 Barcelona - Real Sociedad
11:40 Evrópudeildarmörkin
12:30 F1 2015 - Abu Dhabi Beint
15:45 Kolding - Barcelona Beint
17:20 Man. Utd. - PSV Eindhoven
19:10 Eibar - Real Madrid
20:50 NFL Gameday
21:20 S. Seahawks - P. Steelers Beint
00:20 Palermo - Juventus
4 5 6
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
08:30 Man. City - Southampton
10:10 Leicester City - Man. Utd.
11:50 Tottenham - Chelsea Beint
13:55 West Ham - WBA Beint
16:05 Liverpool - Swansea Beint
18:15 Manstu (3/7)
18:55 Tottenham - Chelsea
20:35 Norwich - Arsenal
22:15 Liverpool - Swansea
23:55 West Ham - WBA
SkjárSport
12:00 B. München - Hertha Berlin
13:50 Bundesliga Weekly (14:34)
14:20 Borussia Dortmund - Stuttgart
16:20/20:10 B. Leverkusen - Schalke
18:20 Borussia Dortmund - Stuttgart
22:00 B. München - Hertha Berlin
29. nóvember
sjónvarp 69Helgin 27.-29. nóvember 2015
Sjónvarp KraKKafréttir
Alvöru krakkafréttir
Ómissandi
á jólunum
Sérvalin blanda af
bestu kaffiuppskerum
ársins.
kaffitar.is