Fréttatíminn - 27.11.2015, Blaðsíða 74
Þ etta er leikrit sem ég skrifaði þegar ég var í leiklistar-námi í London,“ segir Agnes Wild, höfundur og leik-stjóri Kate.
„Það er búið að sýna þessa sýningu í Englandi og Skot-
landi, og hún vann til verðlauna á Edinborgarhátíðinni þar í
landi. Ég gerði þessa sýningu með leikhópi sem ég stofnaði
ásamt félögum mínum í náminu úti. Sýningin hér heima er
svo gerð í samstarfi við leikhópinn Miðnætti, sem ég rek á
Íslandi,“ segir hún. „Samstarfsverkefni íslenskra og breskra
leikara. Ég fékk svo að hoppa inn í eitt hlutverk þar sem ein
leikkonan komst ekki með til landsins,“ segir hún.
„Verkið gerist í Reykjavík á stríðsárunum og út frá sjón-
arhorni einnar fjölskyldu. Sögusviðið er fyrstu ár stríðsins,
þegar Bretarnir voru hér og Kaninn var ekki kominn. Það
var meiri glamúr yfir Ameríkönunum á meðan Bretarnir
voru bara einhverjir guttar. Verkið er mest megnis leikið á
ensku, en við syngjum þó á íslensku. Þetta er þó alls ekki
söngleikur,“ segir Agnes. „Það er tónlist frá þessum tíma
í sýningunni. Nöfnin eru öll íslensk og svo eru nokkur orð
sem eru á íslensku líka. Eins og bless, sjáumst og góða nótt.
Leikararnir blóta síðan allir í sýningunni á íslensku.
Bretunum finnst mjög spennandi að koma hingað. Tvær af
leikkonunum hafa komið nokkrum sinnum en strákarnir eru
að koma í fyrsta sinn,“ segir hún. „Þau komu á sunnudaginn
í ömurlegu veðri. Rigningu og roki og þeim fannst það nú
ekkert töfrandi, eins og var búið að lýsa landinu, en þetta
LeikList ÍsLenska Leikritið kate frumsýnt Í tjarnarbÍói
Breskir leikarar að blóta á íslensku
Kate er íslenskt leikverk eftir Agnesi Wild sem
frumsýnt var í Tjarnarbíói í gærkvöld. Sögusviðið
er Ísland árið 1940 og fjallar um ástandið þegar
25.000 breskir hermenn lenda í Reykjavík og
hertaka landið. Í verkinu er fylgst með íslenskri fjöl-
skyldu í seinni heimsstyrjöldinni, Selmu, uppreisn-
argjarnri dóttur þeirra, og Kötu, indælli sveitastelpu
í vist hjá þeim. Leikgerðin er ensk og var samin af
Agnesi þegar hún var í námi í Englandi. Leikararnir
eru flestir enskir og þeir eru mest stressaðir fyrir
því að segja nokkur íslensk orð í sýningunni.
Leikhópurinn sem stendur að sýningunni Kate í Tjarnarbíói. Agnes Wild, höfundur og leikstjóri, segir að breskum leikurum finnist spennandi að
koma hingað til lands. Ljósmynd/Hari
hefur skánað í vikunni. Þau gista bara öll í gestaherberginu
hjá mér á flatsængum,“ segir hún. „Þau eru stressuð að fara
með þessa íslensku frasa fyrir íslenska áhorfendur. Þau hafa
aldrei sýnt þessa sýningu fyrir Íslendinga. Ég held að það
sé bara gaman að fylgjast með þeim reyna sig í þessu,“ segir
hún.
„Þetta verða sex sýningar í það heila. Frumsýningin í gær
og önnur sýning í kvöld, föstudagskvöld. Svo sýnum við
fjórar sýningar í næstu viku,“ segir Agnes Wild.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
74 menning Helgin 27.-29. nóvember 2015