Fréttatíminn - 27.11.2015, Blaðsíða 24
Þ
að er alveg ljóst að
það er dálítið þungt í
Torfa yfir ummælum
um hans þátt í bók
Mikaels, þótt hann að
sjálfsögðu beri sig vel og segist
fullkomlega sáttur við bókina.
En hvað er það helst sem fer fyrir
brjóstið á honum í umfjölluninni
um Týnd í Paradís?
„Mér finnst bókin alveg frábær
og vel skrifuð hjá stráknum. Þetta
er umræðuefni sem þarf að tækla
og það sem kemur fram í þessari
bók er sannleikur. En ég held að
fólk skilji ekki almennilega hvað
bókin er í raun og veru djúp. Þarna
er verið að skoða hvað ofsatrúar-
brögð geta fengið fólk til að gera
og það er tilgangurinn hjá Mikael.
Árásirnar í París sýna okkur að
það er til element í manninum sem
ofsatrúin spilar á og fær fólk til að
gera hræðilega hluti í nafni trú-
arinnar. Ofstækið sem kemur þar
á móti, þegar menn vilja afnema
trúarbrögð og telja að allir séu
heimskir og fáfróðir sem trúa er
hins vegar litlu skárra. Egill Helga-
son spurði Mikael hvort pabbi
hans hefði ekki bara verið kjáni og
Reynir Traustason lítur á mig sem
– N Ú Á T I L B O Ð I –
Í S L E N S K U R
GÓÐOSTUR
Fáránlegt að gangast ekki við lífi sínu
Torfi Geirmundsson hefur setið undir nokkru ámæli síðan bók Mikaels sonar hans, Týnd í Paradís,
kom út. Í bókinni lýsir Mikael því meðal annars hvernig trú föður hans, sem var í söfnuði Votta
Jehóva á þeim tíma, varð nánast til þess að hann sem ungbarn yrði látinn deyja drottni sínum.
Torfi er þó ekki sama sinnis og segir viðbrögðin við bókinni lýsa þröngsýni og skilningsleysi.
einhvern heimskingja á þessum
tíma og gengur út frá því að það sé
heimska að trúa í ritdómi sínum,
það er mikil þröngsýni og sorglegt
að fólk vilji nota þessa bók til þess
að benda á að trúarbrögðin séu
bara ópíum fyrir fólkið og það séu
bara heimskingjar sem trúa því að
það sé til einhver guð, hún snýst
alls ekki um það.“
Þráhyggja að trúa á æðri mátt
Torfi segist hafa haft mikla trúar-
þörf strax sem barn og á tímabili
hafi hann jafnvel langað að verða
prestur. „Ég byrjaði að lesa með
því að lesa Basil fursta og undir-
heima Parísarborgar, píndi mig
til að læra að lesa því ég varð að
fá að lesa þær bækur. Eftir þann
lestur fannst mér heimurinn
frekar ljótur og vildi að hann væri
fallegri. Náði mér þá í biblíuna,
las í henni og lærði faðirvorið og
þegar ég var átta, níu ára gamall
var ég farinn að gifta krakkana
í hverfinu uppí strætóskýli. Allir
héldu að ég yrði prestur en ég fór
til sjós sautján ára gamall og las þá
Passíusálmana aftur og aftur, því
ég hafði gaman af kveðskap. Ég
las reyndar allt sem ég náði í um
trú og á aðfangadag 1969 fékk ég
alla strákana sem voru með mér
á sjónum til að koma með mér í
messu hjá séra Ólafi Skúlasyni í
Bústaðakirkju. Ræðan sem hann
hélt á aðfangadagskvöld gekk út á
það að það væri gott að gefa dýrar
gjafir og rangt að ásaka kaupmenn
um það að gera jólin að sinni hátíð.
Eftir þann boðskap löbbuðum við
allir út trúlausir.
1970 sagði ég mig úr þjóðkirkj-
unni til að ganga í Fylkinguna sem
voru hin trúarbrögðin og trúði
innilega á þann málstað að berjast
fyrir stéttlausu þjóðfélagi. Svo
kom að því að ég hitti ungan mann
sem heitir Örn Svavarsson og
hann bauð mér að nema með sér
biblíuna. Við lásum hana saman
í þó nokkurn tíma og urðum
góðir vinir og það endaði með
því að hann fékk mig til að hætta
að vera kommúnisti og ganga í
söfnuð Votta Jehóva. Vistin þar var
svolítið stormasöm, sérstaklega
1974 þegar Mikael fæddist og var
dauðveikur, eins og hann lýsir í
bókinni.“
Blóðgjöf langt frá því full-
komin
Þegar ég spyr Torfa hvað það hafi
verið sem heillaði hann við hug-
myndafræði Vottanna er hann
fljótur til svars. „Fyrst og fremst
stéttlaust samfélag þar sem allir
voru jafnir. Og síðan kannski þessi
þráhyggja mín að vilja trúa á ein-
hvern æðri mátt. Það að játast
undir reglur söfnuðarins þýddi að
ég þurfti að taka afstöðu með eða
móti þessari blóðgjöf til Mikaels
sem mér er álasað fyrir að hafa
hafnað. Það þarf hins vegar að
skoða það líka að við mamma hans
vorum búin að fara með hann frá
lækni til læknis og henni var eigin-
lega bara hent út og kölluð móður-
sjúk af þeim öllum. Barnið var að
deyja í höndunum á okkur þótt við
værum búin að leita til þessara
lækna og það var ekki fyrr en við
komumst í samband við Guðmund
Bjarnason barnaskurðlækni sem
við vorum tekin trúanleg með að
það væri eitthvað alvarlegt að. Það
var nú þannig þarna fyrir fjörutíu
árum að læknar álitu sig hálfgerða
guði og allt sem þeir sögðu var satt
og rétt, þeir voru sko ekki neinir
englar, en það verður ekki frá Guð-
mundi tekið að hann er einhver
stórkostlegasti læknir sem við
höfum átt og mjög skemmtilegur
karakter.“
Eins og fram kemur í bók Mik-
aels harðneitaði Torfi að drengn-
um væri gefið blóð en það má lesa
milli lína að Guðmundur hafi huns-
að þau fyrirmæli og gefið honum
blóð í skjóli nætur, hvað heldur
Torfi um það? „Hann má náttúru-
lega ekki viðurkenna það og ég
held ekki að hann hafi gert það.
Blóðgjöf er langt því frá að vera
það fullkomnasta sem til er og
læknar viðurkenna sjálfir að hún
hefur ýmsa vankanta. Ég spurði
Guðmund seinna hvort hann hefði
þurft að gefa Mikael blóð en hann
sagði „Nei, það gerði ég ekki, en
það hefði nú hresst hann við ef ég
hefði gert það.“ Svo sagði hann
ekkert meira.“
Rekinn fyrir hórdóm
Þótt Torfi væri staðfastur í því að
hafna blóðgjöf var hann orðinn
reikull í trúnni á þessum tíma og
skömmu síðar var hann rekinn úr
söfnuðinum fyrir hórdóm þegar
upp komst að hann var kominn í
samband við aðra konu en eigin-
konuna. Hann skildi og hóf sam-
búð með nýju konunni, Dórótheu
Magnúsdóttur, og drengirnir tveir,
Ingvi Reynir og Mikael, ólust upp
hjá þeim. Hvað kom til að hann tók
þá með sér og var ekkert erfitt að
faðirinn fengi forræði á þessum
tíma? „Það var mjög erfitt fyrstu
árin, en við Dóróthea ólum Mikael
upp saman og hún var honum
mjög góð stjúpa. Ég hefði ekki
getað gert það einn. Hún hafði
sterk áhrif á hann og var honum
mjög góð. Þegar við skildum var
það honum mjög erfitt. Hann væri
ekki það sem hann er í dag án
hennar. Ég var sá seki í þeim skiln-
aði vegna þess að ég eignaðist son
í London. Enn einn hórdómurinn.
Ég mætti hins vegar mjög snúnu
„Ég myndi aldrei,
sama hvort ég
væri Vottur Jehóva
eða ekki, taka allt
gott og gilt sem
læknarnir segðu,
ég myndi alltaf
rökræða við þá og
vilja fá að vita hvers
vegna og hvað. Það
er alveg 100%.“
Ljósmynd/Hari
Framhald á næstu opnu
24 viðtal Helgin 27.-29. nóvember 2015