Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.11.2015, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 27.11.2015, Blaðsíða 38
Sími: 5 700 900 - prooptik.is Skráðu þig í netklúbbinn okkar á prooptik.is og þú færð 25% afslátt af linsum í öllum verslunum Prooptik 25% afsláttur af linsum í netklúbbnum okkar! T ónlistin á þessari plötu er bæði lög sem ég var byrjaður að semja í fyrra,“ segir Helgi Björnsson þar sem hann kemur sér fyrir í betri stofunni á Holtinu, „og svo fékk ég Guðmund Óskar Guð- mundsson úr Hjaltalín með mér á túr um landið þar sem ég var að fagna starfsafmælinu. Þá tókum við lag sem ég hafði samið áður, til þess að fylgja þessum túr eftir. Ég fer á Land Rover heitir það og það var eigin- lega byrjunin á okkar samstarfi,“ segir hann. „Við fórum á Hótel Búðir og tókum skorpu í nokkra daga og sömdum helling af lögum. Þaðan kemur kjarninn af lögunum á plötunni. Síðan samdi ég text- ana með Atla Bollasyni. Það sem mér finnst svo gam- an í sköpunarferli, er að fá díalóg,“ segir Helgi. „Ég er vanur því bæði með mínum hljómsveitum og svo líka í leikhúsinu. Það er gott að eiga samtal um hlutina og tjá sig um það sem maður er að gera. Gagnrýnin er Hættulegt að lifa á forni frægð Söngvarinn Helgi Björnsson fagnaði 30 ára starfsafmæli á síðasta ári. Hann hefur verið einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar frá því er hann steig fyrst fram á sjónarsviðið sem ungur maður með hljómsveitinni Grafík frá Ísafirði. Síðan hefur Helgi brugðið sér í allra kvikinda líki, bæði í tónlist- inni og ekki síst í leiklistinni. Nýlega gaf Helgi út plötuna Veröldin er ný, sem er í fyrsta sinn í 18 ár sem hann sendir frá sér plötu með nýju efni. Helgi ætlar að stíga á svið Borgarleikhússins á næsta ári í söngleiknum Mamma Mia og segir tónlistarbransann snúast mest um það að halda út. „Ég er einhvernveginn þannig að ég hef aldrei litið til baka til að dást að því sem ég hef gert. Ég á til dæmis ekkert allar plöturnar sem ég hef sungið á. Ég er ekki með gull- og platínu- plötur hangandi uppi á vegg.“ Ljósmynd/Hari líka góð í svona samstarfi og maður er orðinn það þroskaður í þessu að maður tekur það ekki nærri sér ef einhver skýtur niður hug- myndina. Þetta var mjög skemmtilegt ferli,“ segir Helgi. „Sérstaklega með textana. Yfir- leitt hef ég alltaf samið þá einn og ekki fengið neinn díalóg með þá. Stundum hugsaði mað- ur að þeir hefðu mátt vera betri, og sumt lét maður bara fara, sem er stundum ekki nógu gott. Í ljósi þess var þetta mjög gefandi vinnu- ferli og ég er mjög ánægður með útkomuna. Það fóru ekki öll lögin á plötuna. Ég get þá komið með síðar.“ Sannaði fyrir fólki að hann gat sungið Helgi hefur ekki gefið út plötu með eigin efni síðan hann gaf út samnefnda plötu árið 1997. Hann hefur þó verið mjög iðinn við plötuút- gáfu á undanförnum tíu árum þar sem hann syngur lög eftir aðra. „Það var alveg kominn tími á þetta,“ segir hann. „Það eru nokkur ár síðan þetta komst á dagskrá en svo undu önnur verkefni svo upp á sig, eins og Reið- mannaævintýrið allt saman. Sem átti aldrei að verða meira en ein plata. Svo þessi plata frestaðist alltaf. Ég er samt mjög ánægður með þennan tíma sem hefur farið í það sem ég hef verið að gera,“ segir hann. „Ég tók svolítið frí árið 1999, sem var svona síðasta sumarið sem SSSól túraði um landið. Ég fór að vinna á Skjá Einum og þaðan til Berlínar. Það komu alveg fimm ár þar sem ég var eiginlega í fríi. Eftir það fór ég með- vitað í það að syngja lög eftir aðra,“ segir hann. „Mig langaði til þess að skora á mig sem söngvara. Styrkja söngvarann Helga, og það virkaði bara mjög vel. Með SSSól var ekki mikið pælt í mér sem söngvara, heldur meira sem svona performans og rokk og ról. Mér fannst ég þurfa að sanna það fyrir mér og öðrum að ég gæti sungið þessi lög sem ég fór að gera. Ég er mjög ánægður með að hafa gert það. Ég hafði oft dottið í einhver prógrömm þar sem ég var að syngja Dean Martin og leikhústónlist og vissi alveg að ég gæti tekist á við þetta,“ segir hann. „Þetta hefur skilað mér fullt af öðr- um verkefnum í söngnum sem er mjög skemmtilegt. Svo er þetta líka spurning um aldur og þroska. Það er gegnum- gangandi með söngvara og listamenn að maður fer að leita í arfinn með árunum,“ segir Helgi. „Það sem maður ólst upp með og slíkt. Leitin að rótunum í sjálfum sér. Mikið af þessum lögum sem ég hef sungið með Reiðmönnum vindanna eru lögin sem ég hlustaði á hjá ömmu, liggjandi á stofu- gólfinu. Ég man hvernig teppið var þegar ég hlustaði á Lindin tær,“ segir hann. Vil fá kikkið frá áhorfendum Á 30 ára ferli hefur Helgi brugðið sér í allra kvikinda líki. Hann er þó ekki einn af þeim sem er mikið að líta til baka og velta sér upp úr fornri frægð. Hann er alltaf með hugann við það sem gerist næst. „Ég hef aldrei pælt í því hvað það er sem ég hef gert á ferlinum sem mér finnst best,“ segir hann. „Það er frekar hvað maður hefði viljað gera betur. Maður vill alltaf gera betur. Ég er einhvernveginn þannig að ég hef aldrei litið til baka til að dást að því sem ég hef gert. Ég á til dæmis ekkert allar plöturnar sem ég hef sungið á. Ég er ekki með gull- og platínuplötur hangandi uppi á vegg. Ég er ekkert mikið að skreyta mig með gömlum verkum. Stundum hef ég hugsað hvort ég ætti ekki að gera það, en mér hefur alltaf þótt best að horfa fram á við og búa til eitthvað nýtt,“ segir hann. „Ég á erfitt með að festast í þessu gamla. Það er fullt af hlutum sem maður hefur gert sem maður er stoltur af, en það er hættulegt að einblína bara á forna frægð. Það er ekki mjög gefandi. Ég geri mér samt alveg grein fyrir því að fólk vill heyra þessi gömlu lög sem maður hefur gert. Ég reyni samt alltaf að blanda ein- hverju nýju í prógrammið,“ segir hann. „Það má heldur ekki gleyma því að maður nærist á kikkinu sem maður fær frá fólki,“ Mig langaði til þess að skora á mig sem söngv- ara ... Með SSSól var ekki mikið pælt í mér sem söngv- ara, heldur meira sem svona per- formans og rokk og ról. Mér fannst ég þurfa að sanna það fyrir mér og öðrum að ég gæti sungið þessi lög sem ég fór að gera. Framhald á næstu opnu 38 viðtal Helgin 27.-29. nóvember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.