Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.11.2015, Blaðsíða 45

Fréttatíminn - 27.11.2015, Blaðsíða 45
Gigaset Símtæki A120 Notendavænn. Upplýstur skjár. Langur tal- og biðtími. Fullt verð: 6.245 kr. Jólaverð: 5.310 kr. Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is *fæst hjá: BOSCH Hrærivél MUM 4405 Hrærir, hnoðar og þeytir. 500 W. Fullt verð: 21.900 kr. Jólaverð: 15.900 kr. Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is *fæst hjá: BOSCH Matvinnsluvél MCM 3110W 800 W. Tvær hraðastillingar og ein púlsstilling. Fullt verð: 14.900 kr. Jólaverð: 11.900 kr. Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is *fæst hjá: Jólaverð (svartur):BOSCH Blandarar MMB 42G0B (svartur) MMB 42G1B (hvítur) Einstaklega hljóðlátir. 700 W. „Thermosafe“ hágæða-gler sem þolir heita og kalda drykki. Fullt verð: 17.900 kr. Fullt verð: 19.900 kr. Jólaverð (hvítur): 13.900 15.900 kr. kr. Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is *fæst hjá: BOSCH Töfrasproti MSM 67170 Kraftmikill, 750 W. Hljóðlátur og laus við titring. Fullt verð: 14.900 kr. Jólaverð: 11.900kr. Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is *fæst hjá: BOSCH Hárblásari PHD 5767 2000 W. Quattro-Ion tækni: Afrafmagnar hárið, gerir það mýkra og veitir því gljáa. Fullt verð: 10.500 kr. Jólaverð: 6.900 kr. Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is *fæst hjá: BOSCH Gufustraujárn TDA 2320 2000 W. Sóli úr ryðfríu stáli. Fullt verð: 6.900 kr. Jólaverð: 5.500 kr. Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is *fæst hjá: TAT 6101 Jólin nálgast. Dásamlegir dýrgripir í jólapakkann. Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is Hlíðasmára 3 . Sími 520 3090 www.bosch.is inni. Hann á að hafa keypt meðal annars tvær blokkir í Berlín fyrir kvótapeningana og sonur hans er kominn í ferðabransann í Reykjavík. En ég fór ekki í neina rannsóknarblaðamennsku í þessari mynd heldur reyndi ég að lýsa tilfinningunni sem eftir sat. Vangaveltum fólksins í þorpinu. Það var ákveðin depurð í gangi en á hinn bóginn er alltaf fólk sem vill halda uppi góðri stemningu og vill gefa til sam- félagsins, hvernig sem fer. Það sem erfiðast í þessu þorpi, eins og svo mörgum öðrum, er ein- hæfni atvinnulífsins. Frumat- vinnugreinarnar eru til staðar en það vantar smáiðnað og nýsköpun. Það kemur fyrir einn maður í myndinni sem reynir að breyta þessu og hann hefur allar forsendur til þess, en svo kom hrunið,“ segir Ásdís sem vill annars ekki gefa of mikið uppi um framvindu sögunnar eða stemninguna í þorpinu. „Fólk verður að upplifa þetta í myndinni.“ Fólk upplifir sig niðurlægt „Mér þykir mjög vænt um Flateyri. Þegar ég fór eitt sinn í fisk á Bolungarvík þá puttaðist ég þarna um firðina um helgar og þá fannst mér Önundar- fjörður fallegasti fjörðurinn, og þykir enn. Þarna tók ég upp stóran part af minni fyrstu mynd, Inguló, og í næsta firði vann ég við Nóa albínóa. Mig langaði upphaflega að gera breiðari mynd um þorpið, en mér fannst það ekki rúmast í svona stuttri mynd svo ég varð að þrengja sjónarhornið. Og þá var þetta mest spennandi efnið. Mér finnst bara ekki hægt að segja frá sjávarþorpi og tala ekki um þetta mál sem engin sátt er um,“ segir Ásdís sem frumsýndi myndina á Flateyri áður en hún var sýnd í Reykjavík. „Ég fékk að heyra, eftir sýn- inguna, að fólki finnst gott að fá þessa sögu rakta. Hún kom við fólk, ég fékk góð viðbrögð þótt sumir yrðu daprir; fólk kunni vel við tóninn í henni en reyndar varð einn foj því honum fannst tónninn of hóg- vær, eins og ég væri útsendari LÍÚ. Myndin hefur hægan rytma en það virðist vera nauðsynlegt því þetta er mikið efni að taka inn og flókin saga. En myndin fjallar í raun um það hvað gerist þegar almenn eign, eins og kvótinn er, lendir í höndum örfárra aðila. Fólk upplifir sig niðurlægt.“ Ævintýri að búa á Íslandi Sjálf býr Ásdís hluta ársins í litlu sjávarplássi annarsstaðar á landinu, á Raufarhöfn, þar sem hún prófar sig áfram í nýsköpun og ferðamennsku milli þess sem hún leiðsegir ferðamönnum um hálendi Íslands og undirbýr næstu mynd. „Á Raufarhöfn erum við að gera upp gamalt hús og kannski munum við einhvern tíma búa þar. Maður er að reyna að gera eitthvað þar, á mjög smáum skala auðvitað en það er hægt að gera ýmislegt ef fólk hefur frumkvæði. Við erum að athuga með ferða- mennsku á sviði stangveiða í ám og vötnum. Svo er þarna mikið af smálubba, svepp sem er skyldur kúalubba, sem ég er að búa til vöru úr sem mun koma á markað næsta haust.“ „Næsta mynd verður sögu- leg heimildamynd um hand- verkið í íslensku kvenbúning- unum. Svo langar mig kannski að gera mynd á Raufarhöfn. Ég bjó í mörg ár í útlöndum og fannst það ævintýri. En svo ákvað ég að fjötra mig við átt- hagana og líkar það líka svo ljómandi vel. Ég ferðast mikið um landið og vil kynnast hverjum krók og kima, eltist við fólk og þeirra sögu. Það er líka ævintýri.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Þegar ég fór eitt sinn í fisk á Bolungarvík þá puttaðist ég þarna um firðina um helgar og þá fannst mér Önundarfjörð- ur fallegasti fjörðurinn, og þykir enn. Ný heimildamynd Ásdísar Thor- oddsen fjallar um lífið í Flateyri eftir að kvótinn fór burt. „Afdrif kvótahafans sem fór burt koma ekkert fram í myndinni. Hann á að hafa keypt meðal annars tvær blokkir í Berlín fyrir kvótapen- ingana og sonur hans er kominn í ferðabransann í Reykjavík. En ég fór ekki í neina rannsóknarblaða- mennsku í þessari mynd heldur reyndi ég að lýsa tilfinningunni sem eftir sat.“ Ljósmynd/Hari viðtal 45 Helgin 27.-29. nóvember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.