Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.11.2015, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 27.11.2015, Blaðsíða 32
Ég er snillingur í mótbyr Margréti Pálu Ólafsdóttur hefur alltaf verið illa við manngerðar girðingar. Hún hefur varið ævinni í að brjóta þær niður, sama hvort það er á sviði verkalýðsbaráttu, mannréttinda eða mennta- mála. Það kemur því kannski ekki á óvart að hún hefur komið sér vel fyrir utan við Reykjavík þar sem engar girðingar hefta útsýnið. Það gerir hún líka til að sækja í náttúruna og ræturnar, sveitina þar sem hún átti kærleiksríka en oft á tíðum erfiða æsku. Eftir að hafa fullorðnast, með hjálp kaffidrykkju, reykinga, brennivíns og kynlífs, fann Magga Pála hilluna sína þegar hún sá að umönnun barna getur breytt heiminum til hins betra. Blaða- maður hitti uppeldisfrumkvöðulinn Möggu Pálu til að ræða nýútkomna bók hennar, Gleðilegt uppeldi – góðir foreldrar, en samtalið komst samt aldrei almennilega að bókinni sjálfri. M argrét Pála Ólafsdóttir, eða Magga Pála, tekur á móti blaðamanni á pall- inum við sumarhúsið sitt þar sem hún ver flestum sínum stundum. Af pallinum er útsýni yfir spegilslétt Hafravatnið og borgina sem teygir sig langleiðina að vatninu. Það vefst ekki fyrir neinum sem inn á heimili Möggu Pálu stígur hvar ræturnar liggja. Myndir Stórvals af hestum, kindum og Herðubreið er það fyrsta sem blasir við en hvert sem litið er má sjá íslenska náttúru í aðalhlut- verki. „Mestu mótunarár mín eru uppi á fjöllum, þar sem er óendan- legt opið rými og frelsi,“ segir Magga Pála sem ólst upp á einum afskekktasta bæ landsins, á Hóls- fjöllum í Fjallahreppi. „Ég nærist á nálægð við ósnortna náttúru og trúlega er það af því að ég er alltaf sveitastelpa í grunninn. Ég þrífst þar sem ég er ekki lokuð inni á bak við manngerðar girðingar og kerfi. Ég hef haldið því fram í mörg ár að girðingar hafi áhrif á andlega út- komu einstaklinga og heilaþroska, þess vegna ættum við alltaf að reyna að hafa leik- og grunnskóla þar sem er næg náttúra og ósnortið umhverfi. Síbreytileg náttúran kall- ar á nýjar hugmyndir og eykur víð- sýni,“ segir Magga Pála af svo mik- illi sannfæringu að það er ekki hægt annað en að hrífast með henni. Hatar veikindameðaumkunar- tón Tilefni heimsóknarinnar er útgáfa bókarinnar, Gleðilegt uppeldi – góðir foreldrar, sem Magga Pála byggir að miklu leyti á pistlum sem hún ritaði í Fréttatímann. Bókin er skemmti- lega aðgengileg, sett upp eins og uppskriftabók þar sem í hverjum kafla er ljósmynd og ein uppeldis- uppskrift. Það liggur beinast við að spyrja þennan þjóðþekkta upp- eldisfrumkvöðul um uppeldi hennar sjálfrar. „Að mínu mati fékk ég frá- bært uppeldi. Foreldrar mínir voru með þeim ósköpum gerðir að þeir máttu ekki vita af barni án þess að það væri eiginlega orðið barnið þeirra. Þau voru bæði óendanlega snjöll með krakka og ég sá þau aldrei þurfa að hækka róminn eða grípa til aðgerða. Þau voru bara með ein- hverja galdra í fingrunum. Ég segi stundum að fjölskyldan mín og fólkið í sveitinni hafi verið barnaótt, en það var bara mjög sterk menning fyrir því að fólk væri gott við börn og bæri fyrir þeim óendanlega virðingu. Þau voru aldrei undirsátar og valdbeit- ingu sá ég aldrei. Það var mikil já- kvæðni og kærleikur ríkjandi.“ „En síðan kemur hitt og það er að móðir mín var með geðhvörf. Þegar ég var sjö ára varð hún svo í fyrsta sinn alvarlega veik. Hún lenti í mjög djúpu þunglyndi og fór á sjúkrahús og það eiginlega varð vendipunkt- ur í mínu lifi og í lífi allrar fjölskyldunnar. Við flúðum á mölina, til Akureyrar, til þess að hún hefði aðgengi að læknum og hjálp. Ég er auðvitað mjög markeruð af þessu, vegna þess að allir geðsjúkdómar, sama hvaða nöfnum þeir nefnast, hafa svo mikil áhrif á allt umhverfið. Það var talað um þetta mjög varlega í okkar nánasta umhverfi, konur spurðu mig varfærnislega hvernig mamma mín hefði það með þessum veik- indameðaumkunartón sem ég hataði sem barn og sem ég hata ennþá. En mögulega er ástríða mín fyrir því að vel sé farið með börn sprottin úr því að þótt að ég hafi fengið gott og kærleiksríkt uppeldi að þá komu líka gríðarlega þungar stundir og erfið tímabil.“ Fyrirkvíðanlegt að sofa hjá „Á Akureyri var fernt sem þurfti að gera til að verða fullorðin, og mér fannst það allt mjög fyrirkvíðanlegt. Þú þurftir að reykja og ég bagsaðist við það. Ég ældi og þetta tók mig mjög langan tíma en ég þrjóskaðist og það tókst. Í öðru lagi þurfti að drekka kaffi og það fannst mér eiginlega verra en reykingarnar. En ég náði loks valdi á kaffinu líka, með smá mjólk og sykri. Í þriðja lagi þurftir þú að drekka brennivín og það gerði ég daginn fyrir fimmtán ára afmælið. Ég tók það eins og hvert annað verkefni, fannst það allt fremur ömurlegt og vaknaði dag- inn eftir í vanlíðan. Og svo númer fjögur þá þurfti að sofa hjá og það var kannski mest fyrirkvíðanlegt af öllu. Mér datt auðvitað ekkert annað í hug en að sofa hjá strák því guð minn góður það var ekkert annað til á þessum tíma. Í mínum uppvexti vissum við ekki einu sinni að samkynhneigð væri til, enda fjölluðu blöðin sem keypt voru á mínu heimili, Freyfaxi, Búnaðarblaðið og Tíminn, alls ekkert um það. Mér fannst þetta mjög fyrirkvíðanlegt en ég fór að deita vin minn því þetta varð að fara að gerast. Og þar með varð ég ófrísk og stuttu síðar giftum við okkur og fórum að búa,“ segir Magga Pála og hlær að því hversu fljótlega hún afgreiddi þessa inn- göngu í samfélag fullorðinna. „Í dag hef ég hætt öllu því sem þurfti að gera til að full- orðnast. Ég drekk ekkert kaffi, bara te, ég hætti að reykja og drekka og í dag sef ég bara hjá konunni minni.“ Vildi réttindi til að hafa skoðun Það var svo fyrir algjöra tilviljun að leið Möggu Pálu lá inn á það svið sem hefur ver- ið hennar helsta ástríða síðan. „Ég var frek- ar ólukkulegt ungmenni og fannst skólinn frekar leiðinlegur. Mér leið oft illa, ég skildi ekki sjálfa mig og glímdi við þungar tilfinn- ingar frá erfiðum tímabilum úr uppeldinu. Þegar veikindi móður minnar urðu alvarleg þá missti ég hana og það líf sem ég hafði átt. Ég var alveg að gefast upp á skólanum þegar mér bauðst vinna fyrir tóma tilviljun,“ segir Magga Pála sem hafði verið móðir í nokkra mánuði þegar hringt var í hana og henni boðin vinna á dagheimili. „Planið var, og það var ákvörðun sem ég tók þann 2. janúar árið 1976, að hætta í skóla og fara að vinna í tvö ár. En 40 árum seinna hefur alltaf verið svo margt sem ég hef þurft að gera á þessu sviði að ég er ekki ennþá komin að öllu hinu. Ég ætlaði samt aldrei í lífinu að verða einhver barnagæla og barna- stússari. Ég hafði fengið meira en nóg af því í uppeldinu að vera alltaf umkringd börn- um,“ segir Magga Pála sem meðal annars gældi við þann draum að verða rithöfundur eða lögfræðingur. „Svo datt ég þarna inn og uppgötvaði að það að vinna með þess- um krakkaskörnum er tækifæri til að bæta heiminn, ekki síst þegar börnin koma úr erf- iðum aðstæðum. Þau gátu átt miklu glaðari dag ef ég var almennileg við þau og það var ótrúlega gott að geta haft þessi góðu áhrif. Hinsvegar var ég gjörsamlega ósátt við sumt sem var að gerast og var að mínu mati ekki nógu gott. Það voru endalaus mál sem ég sá að mættu betur fara svo að ég ákvað að fara í fóstrunám, fyrst og fremst til að hafa rétt- indi til að hafa skoðun.“ Stórhættuleg hægrivilla „Í hvert skipti sem ég svo ætlaði í burtu að gera eitthvað annað þá kom eitthvað spenn- andi upp í hendurnar á mér. Að fá svo að móta stefnu skóla í stað lítillar deildar var Margrét Pála ÓlafsdÓttir Aldur og fyrr störf: Fædd 1957 á Akureyri. Lauk námi við Fóstru- skóla Íslands árið 1981. Skólastjóri Hjalla árið 1989. BA í uppeldis og menntafræði árið 2000 frá HÍ og MBA prófi frá HR árið 2011. Stofnaði Hjalla- stefnuna ehf. árið 2001 sem í dag rekur 12 leik- og grunnskóla. Margrét Pála tók virkan þátt í störfum verkaýðs- hreyfingarinnar og Alþýðubanda- lagsins á 9. ára- tugnum og á þeim 10. beindi hún kröftum sínum að mannréttinda- baráttu hinsegin fólks. Hún hlaut árið 1997 Jafn- réttisverðlaun Jafnréttisráðs og ráðherra jafn- réttismála fyrir Hjallastefnunna og hefur síðan hlotið fjölda viður- kenninga fyrir frumkvöðlastarf sitt í skólamálum. Hún hlaut Fálka- orðuna árið 2006. Sambýliskona: Lilja Sigurðar- dóttir rithöfundur. Margrét Pála á eina dóttur og fimm barnabörn. Mögulega er ástríða mín fyrir því að vel sé farið með börn sprottin úr því að þótt að ég hafi fengið gott og kærleiks- ríkt uppeldi að þá komu líka gríðar- lega þungar stundir og erfið tíma- bil. Það var fyrir algjöra tilviljun að Magga Pála fann sína hillu í lífinu. Hún var „ólukkulegt ungmenni” sem leið aldrei vel í skóla en sem ákvað samt að mennta sig eftir að hafa fundið sína hillu. Það gerði hún til að fá réttindi til að hafa skoðun. Framhald á næstu opnu 32 viðtal Helgin 27.-29. nóvember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.