Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.11.2015, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 27.11.2015, Blaðsíða 48
48 fjölskyldan Helgin 27.-29. nóvember 2015 Núvitund V ið komumst ekki hjá því að upp-lifa erfiðar tilfinningar. Tilfinn-ingar eins og depurð, sorg, kvíði, reiði o.fl. eru bara hluti af litrófi allra tilfinninga. Sem manneskjur sitjum við uppi með upplifun á þessum tilfinn- ingum rétt eins og öðrum þægilegum og skemmtilegum tilfinningum eins og gleði, tilhlökkun, o.fl. Það er algengur misskilningur að hamingjan felist í því að vera alltaf glaður og upplifa bara jákvæðar tilfinningar. Það er okkur hins vegar algjörlega ógerlegt. Samt sem áður getum við lært að takast á við þessar erfiðu tilfinning- ar á uppbyggilegan hátt og lifa með þeim í sátt og samlyndi. Við getum lært að upplifa þær án þess að leyfa þeim að lita allt líf okkar eða taka stjórnvölinn. Margir eyða gífurlega mikilli orku og tíma í að forðast þessar tilfinningar, til dæmis með því að borða óhóflega, drekka áfengi eða vera stanslaust upptekin. Þetta get- ur tekið ótrúlega á og haft neikvæð áhrif á líf fólks. Hvernig væri það að vera hugrökk og hreint og beint horfast í augu við þessar erfiðu tilfinningar? Hversu frelsandi væri það að þurfa ekki alltaf að vera á varð- bergi eða grípa til aðgerða þegar þær banka upp á hjá okkur? Að geta lifað í sátt og samlyndi með þetta litróf tilfinninga sem spilar fjölbreytt lög á strengi tauga- kerfisins okkar daglega. Það getur verið óhugnanleg tilhugs- un að leyfa þessum tilfinningum bara að koma. Stundum er eins og þær taki nánast við stjórninni og við ráðum ekki við okkur sjálf þegar við upplifum þessar tilfinningar. En við getum lært að upp- lifa þær án þess að detta algjörlega inn í tilfinninguna og „leyfa“ henni að stýra okkur. Með því að þjálfa núvitund lærum við að vera í áhorfendasætinu og fylgjast með upplifunum okkar. Fylgjast með til- finningum, skynjunum og hugsunum svífa í gegnum meðvitund okkar eins og ský á himninum, þannig getum við séð fyrir okkur þessar erfiðu tilfinningar. Þær koma og fara í gegnum meðvitund okkar. Þar að auki hjálpar núvitund okkur að fara ekki inn í tilfinninguna, heldur átta okkur á því og vera meðvituð um það að við erum að upplifa tilfinninguna, við erum að fylgjast með henni. Það er stór munur á því og að „vera“ tilfinningin sjálf og að upplifa hana. En stundum er auðvelt að trúa því þegar við upplifum sterkar til- finningar, hvort sem þær eru þægilegar eða erfiðar, að við „séum“ tilfinningin. Hefðbundnar æfingar í núvitund felast í því að beina athyglinni að ákveðni upplif- un án þess að dæma hana og með opnum huga. T.d. andardrættinum, líkamanum, hugsun eða tilfinningu. Í framhaldi af því er markmiðið að draga athyglina að upplifuninni (t.d. andardrættinum) þegar athyglin fer annað, eins og að hugsunum eða hljóðáreiti. Þá er mikilvægt að átta sig á því að athyglin fer á endanum í burtu og markmiðið er ekki að halda athyglinni fastri að upplifuninni (andardrættinum í þessu tilfelli) heldur einfaldlega að færa athyglina með mildi að upplifuninni eins oft og þörf er á. Með því að þjálfa núvit- und getum við lært bæði að leyfa hlutum að vera eins og þeir eru og valið að beina athygli okkar að því sem við kjósum helst. Stundum er nauðsynlegt fyrir okkur að leyfa hlutunum að vera eins og þeir eru. Eins og þegar við upplifum erfið tímabil í lífi okkar er nauðsynlegt fyrir okkur að leyfa okkur að upplifa erfiðar tilfinningar, leyfa þeim að koma og fara. Með því að þjálfa núvitund lærum við að vera í áhorf- endasætinu og fylgjast með upplifunum okkar. Fylgjast með tilfinningum, skynjunum og hugsunum svífa í gegnum meðvitund okkar eins og ský á himninum. Horfast í augu við erfiðar tilfinningar Sigrún Þóra Sveinsdóttir sálfræðingur VIÐHORF  Jól HelgI BJöRns Og sIgRíÐuR THORlacIus syngJa Ljósin tendruð á jólatrénu á Austurvelli Það verður mikið um dýrðir á sunnudaginn þegar ljósin verða kveikt á jólatrénu á Austurvelli. Athöfnin hefst klukkan 15.30 og stendur til klukkan 17. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Cecilie Landsverk, sendiherra Noregs, flytja stutt ávörp og að því loknu kveikir níu ára gömul stúlka, Lilja Rán Gunnarsdóttir, ljósin á trénu. Lilja Rán rekur ættir bæði til Noregs og Íslands. Gerður G. Bjarklind kynnir dagskrána en meðal þeirra sem koma fram eru Sigríður Thorla- cius og Helgi Björnsson, sem syngja jólalög ásamt hljómsveit. Heyrst hefur að Giljagaur, Gluggagægir og Bjúgnakrækir verði á sveimi á Austurvelli og ætli að segja börnunum sögur og syngja jólalög. Á jólatrénu er jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra en þeir hafa jafnan prýtt jólatréð á Austurvelli. Það er einmitt Giljagaur sem er níundi jólasveinninn í jólaóróanum. Bubbi Morthens og Linda Björg Árnadóttir leggja félaginu lið með túlkun sinni á Giljagaur – Bubbi hefur gert kvæði um Giljagaur og Linda Björg hann- aði óróann. Allur ágóði af sölu óróans rennur til starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna. Reykjavíkurborg hefur frá upp- hafi stutt við málefnið. Dagskrá hátíðarinnar verður túlkuð á táknmáli, heitt kakó og kaffi mun verma kaldar hendur og bílastæðahúsið í Ráðhúsinu verður opið til að auðvelda gest- um aðgengi að hátíðarsvæðinu. Kveikt verður á jólaljósum Oslóartrésins á sunnudaginn. KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI | SMÁRALIND, 1 HÆÐ. Nú getur þú skipt um framhlið umgjarðarinnar og breytt þannig um útlit - allt eftir þínu skapi! Nýtt sleipiefni sem getur aukið líkur á getnaði Dreifingaraðili: Ýmus ehf. V E R T 12 GÓÐ BÓK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.