Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.11.2015, Blaðsíða 82

Fréttatíminn - 27.11.2015, Blaðsíða 82
Baldvin Snær Hlynsson og Halldóra Ósk Helgadóttir gáfu nýverið út plötuna Á Vatnsenda. Ragnar Bjarnason syngur dúett með Halldóru í einu lagi á plötunni. Ljósmynd/Hari Pétur Atli Antonsson teiknar myndirnar í nýjustu sögu Hugleiks, Mamma. Ljósmynd/Hari  Plata Dúett með Ragga BjaRna 64 ára aldursmunur Baldvin Snær Hlynsson og Hall- dóra Ósk Helgadóttir gáfu nýlega út plötuna Á Vatnsenda. Halldóra, sem er 17 ára, og Baldvin, sem er 18 ára, eru bæði nemar í Menntaskólanum við Hamrahlíð og störfuðu við verk- efni sem heitir Skapandi sumarstörf en það er rekið í Kópavogi á sumrin. Þau ákváðu í kjölfarið að gefa út plötu. „Síðasta sumar vorum við með verkefni í skapandi sumarstörfum að æfa upp dægurlög og þjóðlög,“ segir Baldvin Snær Hlynsson píanó- leikari. „Við fórum svo á milli öldr- unarheimila í Kópavogi og spiluðum fyrir gamla fólkið. Þetta fékk mjög góðar viðtökur og okkur þótti þetta mjög gaman og gefandi,“ segir hann. Í beinu framhaldi af þessu langaði okkur að ramma verkefnið inn með því að taka þessi lög upp á plötu. Við fengum að taka plötuna upp inni á Tónlistarsafni Íslands. Þar tók ég upp undirleikinn og sönginn tókum við svo bara upp í herberginu mínu heima,“ segir Baldvin. „Okkur lang- aði svo til að taka upp einn dúett á plötuna og ákváðum að hringja í Ragga Bjarna og athuga hvort hann væri til í það með okkur. Lagið sem við vildum að hann syngi var Undir stórasteini sem hann söng með Elly Vilhjálms á sínum tíma. Raggi mundi ekki alveg hvaða lag þetta var svo ég spilaði það fyrir hann í gegnum símann og hann söng með í símanum allan tímann,“ segir hann. „Mjög skemmtilegt samtal. Hann kom svo til okkar einhverjum dögum síðar og söng þetta inn með Halldóru inni í herbergi, sem var mjög gaman,“ segir Baldvin sem er að læra á píanó í FÍH. Halldóra nemur söng í Söng- skólanum í Reykjavík. -hf  BækuR mamma eR ný teiknimynDasaga PétuRs og Hugleiks Mamma er ný teiknimyndasaga sem gerð er af þeim Hugleiki Dagssyni og Pétri Atla Antonssyni. Hugleikur skrifar söguna og Pétur myndskreytir. Pétur segir þetta ekki í fyrsta sinn sem þeir vinni saman. Þeir gerðu söguna um eineygða köttinn Kisa fyrir nokkrum árum og er Mamma með sama þema og sú bók, sem er það að heimsendir er yfirvofandi í báðum sögunum. Pétur flutti heim úr námi í San Fransisco fyrir nokkrum árum, en er að vinna aðallega fyrir fyrirtæki erlendis. Eins og HarperCollins bókaútgáfuna og Disney. Var alltaf teikninördið í skóla Þ etta samstarf kom nú þannig til að við unnum saman að bók árið 2010, minnir mig, sem var Eineygði kötturinn Kisi og leyndardómar Eyjafjallajökuls,“ segir Pétur Atli Antonsson teiknari. „Síðan vorum við bara að spjalla saman á Facebook og Hugleikur var með þessa hug- mynd. Þetta er eiginlega svona sería sem hefur heimsendaþema í hverri bók,“ segir hann. „Þetta er samt sjálfstæð saga. Ég var alltaf nördinn í skóla sem var alltaf að teikna. Krotaði á allar skólabækur og öll borðin í skól- anum. Las bara myndasögur og fantasíubækur. Ég fór svo í heljarinnar nám í Academy of Art í San Fransisco í Kaliforníu,“ segir Pétur. „Ég útskrifaðist þaðan árið 2011 með BA í Illustration, sem er í rauninni bara myndskreyt- ing. Þar lærði ég að teikna og mála og líka praktísku hliðina á þessu öllu, sem var mjög skemmtilegt,“ segir hann. „Eftir útskrift fór ég að vinna hjá tölvu- leikjafyrirtæki í San Fransisco sem leikjateiknari og var þar í eitt ár áður en ég flutti aftur heim. Ég hélt áfram að vinna fyrir þetta fyrirtæki eftir að ég kom heim og undanfarið hef ég verið að vinna aðallega fyrir erlenda aðila og fyrirtæki. Þar á meðal bókakápur og slíkt fyrir HarperCollins, Random House og Penguin bókaútgáfurnar og einnig svolítið fyrir Disney, svo það er alveg nóg að gera. Vonandi verður svo eitthvað framhald á þessu samstarfi okkar Hugleiks,“ segir Pétur Atli Antonsson teiknari. Hægt er að skoða verk Péturs á heimasíðu hans, www.paacart. com Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Sigur Rós vaknar úr híði Hljómsveitin Sigur Rós tilkynnti í vikunni að sveitin muni leika víðsveg- ar um Evrópu næsta sumar. Hún mun heimsækja tónlistarhátíðir víðsvegar um álfuna og greinilegt er að eitthvað meira er í farvatni sveitarinnar. Aðdáendur um allan heim hafa beðið eftir nýrri plötu um nokk- urt skeið og ýta þessar fréttir duglega undir vonir þeirra sem beðið hafa sem lengst. Auddi fékk uppsagnarbréf Einn af þeim sem fékk uppsagnarbréf hjá fjölmiðlafyrirtækinu 365 um síðustu mán- aðarmót var Auðunn Blöndal. Aðdáendur kappans þurfa þó ekki að örvænta því Auðunn mun ekki hætta hjá fyrirtækinu heldur halda áfram með útvarpsþátt sinn á FM957. Þá er hann um þessar mundir að taka upp sjónvarpsþættina Atvinnumenn- irnir okkar sem sýndir verða á Stöð 2. Þrennir tónleikar á sama deginum Söngvarinn Friðrik Ómar hefur nú selt upp tvenna tónleika í Hofi um aðra helgi. Þriðju tónleikarnir eru komnir í sölu og ætlar Friðrik að hafa þá alla á sama deginum. Friðrik hefur leikið þennan leik áður, fyrir nokkrum árum, en aðrir tón- leikahald- arar hafa mest lagt í tvenna tónleika. Kemur inn með látum Jólavertíðin er hafin í plötusölu eins og öðrum geirum og nýjasti útgefandinn, HH hljómplötur, kemur inn með látum með sína fyrstu útgáfu. Um er að ræða safnplötu með vinsælustu lögum Boney M og rauk hún beint í fimmta sæti Tónlistans í síðustu viku. Í fyrsta sæti er nýja jólaplatan með Baggalúti. Lykklakippa 9.800 kr. 82 dægurmál Helgin 27.-29. nóvember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.