Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Page 36
S unnudaginn 13. janúar mun félag Pólverja á Íslandi standa fyrir góðgerðaupp- ákomu í húsnæði embætt- is ræðismanns Póllands í Reykjavík. Uppákoman tilheyrir pól- skri hefð en samkvæmt henni er einn dag á ári safnað fyrir veik börn í Pól- landi með fulltingi fólks sem reiðu- búið er til að gefa framlag sitt – hvort heldur sem er í formi lista eða muna sem boðnir eru upp. Þetta í þriðja skipti sem Pólverjar á Íslandi standa fyrir söfnun á Íslandi. Íslenskir tón- listarmenn hafa stutt framtakið og má til gamans geta þess að á meðal þeirra sem veittu söfnuninni liðsinni sitt í fyrra var hljómsveitin Dikta og gaf alla sína vinnu. Uppskera söfn- unarinnar árin 2010 og 2011 var 850.000 krónur sem án efa hafa kom- ið þessum ágæta málstað vel. Um gervallt Pólland Söfnunin hefur allar götur frá stofn- un WOSP verið haldin fyrsta eða annan sunnudag hvers nýs árs og sem fyrr segir verður blásið til henn- ar á Íslandi í þriðja skiptið á sunnu- daginn. Hið sama verður gert um gervallt Pólland, því í þorpum, bæj- um og borgum munu Pólverjar taka höndum saman og skipuleggja tón- listaruppákomur og uppboð með það fyrir augum að safna fé til handa veikum börnum þar í landi. Söfnun- in er í ár haldin í 21. skipti. Vararæðismaður Póllands á Ís- landi, Michał Gierwatowski, og pólska ræðismannsskrifstofan láta sitt ekki eftir liggja í þetta sinn því húsnæði embættisins við Þórunnar- tún 2, áður Skúlatún, í Reykjavík mun hýsa viðburðinn. Tónlist og tertur Það er engin nýlunda að tónlist- armenn séu boðnir og búnir til að leggja góðu málefni lið og Pólverjar á Íslandi komu ekki bónleiðir til búðar hvað það varðaði. Blómaskreytingar- konan Magdalena Kowalonek, sem ber hitann og þungann af skipulagn- ingu viðburðarins, á vart orð til að lýsa ánægju sinni með vilja ís- lenskra tónlistarmanna til láta gott af sér leiða. Auk Magdalenu hafa Pólska menningarfélagið í Reykjavík og Project Poland komið mikið að skipulagningu söfnunarinnar. Þeir tónlistarmenn sem leggja sitt af mörkum í ár eru Myrra Rós, Þór- unn Antonía, Daníel Jónsson, betur þekktur sem Dj Danimal, og söng- konan Íris Þórarinsdóttir. Þess má geta að Myrra Rós og Dj Danimal fóru í hljómleikaferðalag um Pól- land í fyrra og búa því að eins konar tengingu við land og þjóð. En ekki verður aðeins um veislu fyrir eyrun að ræða því, sem fyrr seg- ir, verður einnig haldið uppboð. Ekki er með góðu móti hægt að fullyrða hvað verður boðið upp en að sögn Magdalenu mun kenna ýmissa grasa í þeim efnum. Meðal þess sem verð- ur í boði eru tertur skreyttar hjarta- laga merki WOSP, enda er hjarta- gæska sá grunnur sem svona söfnun hlýtur að byggja á. Ekki eingöngu söfnun Hingað til hafa WOSP-samtökin lagt áherslu á málefni tengd börnum en í ár er brugðið út af þeim vana og segir Magdalena einfalda skýringu á þeirri stefnubreytingu. „Það er veru- legur skortur á umönnunarheimil- um fyrir aldrað fólk í Póllandi. Einnig skortir verulega á nægan fjölda öldr- unarlækna í landinu; íbúar lands- ins eru um 40 milljónir og öldrunar- læknar eru innan við 300 talsins,“ segir Magdalena sem telur að tími sé til kominn að létta öldruðum ævikvöldið með hætti sem hæfi 21. öldinni. „WOSP-samtökin vilja ýta undir nýjan hugsunarhátt með tilliti til aldraðs fólks.“ Að sögn Magdalenu voru tvær síðustu safnanir ekki vel sóttar af Íslendingum sem sé ákveðin von- brigði: „Málið snýst ekki eingöngu um að safna fé fyrir gott málefni heldur einnig að skapa gott samfélag Pólverja á Íslandi, samfélag sem nær að tengjast íslensku samfélagi.“ Að sögn Magdalenu verður stað- ið fyrir söfnun í pólsku versluninni Minimarket í Reykjavík og Keflavík á laugardag og sunnudag. Á meðal þess sem í boði verður í söfnuninni verða tveir miðar á tón- leika Deep Purple og köfun í Silfru, svo eitthvað sé nefnt. Sem fyrr segir á söfnun WOSP sér stað víða í heiminum á sunnu- daginn; fimmtán viðburðir hafa verið skipulagðir í Bretlandi og fimm í Bandaríkjunum. „Auk Bretlands og Bandaríkj- anna má nefna Afganistan, Belg- íu, Austurríki, Frakkland, Írland, Kanada, Litháen, Holland og Ítal- íu og Þýskaland, en þar í landi hafa verið skipulagðir sex viðburð- ir,“ segir Magdalena Kowalonek að lokum. n kolbeinn@dv.is og kristjana@dv.is 36 Menning 11.–13. janúar 2013 Helgarblað Heil þjóð verður eitt Sögu þessarar söfnunar má rekja aftur til ársins 1993 þegar fjórir Pólverjar, Jerzy Owsiak, Lidia Niedzwiedzka- Owsiak, Bohdan Maruszewski, and Piotr Burczyńsk, settu á laggirnar góðgerðastofnunina Wielka Orkiestra Swiatecznej Pomocy, WOSP, með það fyrir augum að vernda heilsu og líf barna með því að útvega almenn- ingssjúkrahúsum nauðsynlegan tækjakost. Nafn stofnunarinnar skír- skotar til jólaandans og góðverka um jólin. n „Tákn stofnunarinnar er hjarta og hef- ur verið allar götur frá stofnun hennar og allir sem styðja söfnunina fá límmiða í formi rauðs hjarta. Í Póllandi skartar nánast hvert einasta mannsbarn slíku hjarta þann dag og má segja að í því felist sá boðskapur að þann dag sé pólska þjóðin sem ein manneskja,“ segir Magdalena Kowalonek, skipuleggjandi söfnunarinnar á Íslandi. Í Póllandi og annars staðar þar sem Pólverjar búa flykkjast sjálfboðaliðar á götur út með söfnunarbauka og víða stofnað til samkoma tengdum söfnuninni. n Á meðal þess sem WOSP hefur látið sig varða má nefna hjartaaðgerðir á börnum, meðferð krabbameins í börn- um, háls-, nef- og eyrnalækningar og fæðingargalla hjá börnum. Árleg söfnun WOSP er styrkt af einstaklingum auk fjölda fyrirtækja víða í heiminum. Frá upphafi söfnunarátaks WOSP hefur stofnuninni tekist að safna um 170 milljónum Bandaríkjadala. Kærleikur þekkir engin landamæri n Íslenskir tónlistarmenn og Pólverjar taka höndum saman n Safna fé fyrir veik börn í Póllandi Myrra Rós og Danimal Túruðu um Pólland og leggja söfnuninni lið. MynD sigTRyggUR aRi Þórunn antonía Er á meðal íslensku tónlistarmannanna sem styðja við söfnun WOSP. Íris Þórarins Söngkonan slóst í hóp tónlistarmannanna íslensku. skipuleggjandi söfnunarinnar á Íslandi Magdalena Kowalonek skipuleggur söfnunina, sem nú er haldin í þriðja skipti á Íslandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.