Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Blaðsíða 36
S unnudaginn 13. janúar mun félag Pólverja á Íslandi standa fyrir góðgerðaupp- ákomu í húsnæði embætt- is ræðismanns Póllands í Reykjavík. Uppákoman tilheyrir pól- skri hefð en samkvæmt henni er einn dag á ári safnað fyrir veik börn í Pól- landi með fulltingi fólks sem reiðu- búið er til að gefa framlag sitt – hvort heldur sem er í formi lista eða muna sem boðnir eru upp. Þetta í þriðja skipti sem Pólverjar á Íslandi standa fyrir söfnun á Íslandi. Íslenskir tón- listarmenn hafa stutt framtakið og má til gamans geta þess að á meðal þeirra sem veittu söfnuninni liðsinni sitt í fyrra var hljómsveitin Dikta og gaf alla sína vinnu. Uppskera söfn- unarinnar árin 2010 og 2011 var 850.000 krónur sem án efa hafa kom- ið þessum ágæta málstað vel. Um gervallt Pólland Söfnunin hefur allar götur frá stofn- un WOSP verið haldin fyrsta eða annan sunnudag hvers nýs árs og sem fyrr segir verður blásið til henn- ar á Íslandi í þriðja skiptið á sunnu- daginn. Hið sama verður gert um gervallt Pólland, því í þorpum, bæj- um og borgum munu Pólverjar taka höndum saman og skipuleggja tón- listaruppákomur og uppboð með það fyrir augum að safna fé til handa veikum börnum þar í landi. Söfnun- in er í ár haldin í 21. skipti. Vararæðismaður Póllands á Ís- landi, Michał Gierwatowski, og pólska ræðismannsskrifstofan láta sitt ekki eftir liggja í þetta sinn því húsnæði embættisins við Þórunnar- tún 2, áður Skúlatún, í Reykjavík mun hýsa viðburðinn. Tónlist og tertur Það er engin nýlunda að tónlist- armenn séu boðnir og búnir til að leggja góðu málefni lið og Pólverjar á Íslandi komu ekki bónleiðir til búðar hvað það varðaði. Blómaskreytingar- konan Magdalena Kowalonek, sem ber hitann og þungann af skipulagn- ingu viðburðarins, á vart orð til að lýsa ánægju sinni með vilja ís- lenskra tónlistarmanna til láta gott af sér leiða. Auk Magdalenu hafa Pólska menningarfélagið í Reykjavík og Project Poland komið mikið að skipulagningu söfnunarinnar. Þeir tónlistarmenn sem leggja sitt af mörkum í ár eru Myrra Rós, Þór- unn Antonía, Daníel Jónsson, betur þekktur sem Dj Danimal, og söng- konan Íris Þórarinsdóttir. Þess má geta að Myrra Rós og Dj Danimal fóru í hljómleikaferðalag um Pól- land í fyrra og búa því að eins konar tengingu við land og þjóð. En ekki verður aðeins um veislu fyrir eyrun að ræða því, sem fyrr seg- ir, verður einnig haldið uppboð. Ekki er með góðu móti hægt að fullyrða hvað verður boðið upp en að sögn Magdalenu mun kenna ýmissa grasa í þeim efnum. Meðal þess sem verð- ur í boði eru tertur skreyttar hjarta- laga merki WOSP, enda er hjarta- gæska sá grunnur sem svona söfnun hlýtur að byggja á. Ekki eingöngu söfnun Hingað til hafa WOSP-samtökin lagt áherslu á málefni tengd börnum en í ár er brugðið út af þeim vana og segir Magdalena einfalda skýringu á þeirri stefnubreytingu. „Það er veru- legur skortur á umönnunarheimil- um fyrir aldrað fólk í Póllandi. Einnig skortir verulega á nægan fjölda öldr- unarlækna í landinu; íbúar lands- ins eru um 40 milljónir og öldrunar- læknar eru innan við 300 talsins,“ segir Magdalena sem telur að tími sé til kominn að létta öldruðum ævikvöldið með hætti sem hæfi 21. öldinni. „WOSP-samtökin vilja ýta undir nýjan hugsunarhátt með tilliti til aldraðs fólks.“ Að sögn Magdalenu voru tvær síðustu safnanir ekki vel sóttar af Íslendingum sem sé ákveðin von- brigði: „Málið snýst ekki eingöngu um að safna fé fyrir gott málefni heldur einnig að skapa gott samfélag Pólverja á Íslandi, samfélag sem nær að tengjast íslensku samfélagi.“ Að sögn Magdalenu verður stað- ið fyrir söfnun í pólsku versluninni Minimarket í Reykjavík og Keflavík á laugardag og sunnudag. Á meðal þess sem í boði verður í söfnuninni verða tveir miðar á tón- leika Deep Purple og köfun í Silfru, svo eitthvað sé nefnt. Sem fyrr segir á söfnun WOSP sér stað víða í heiminum á sunnu- daginn; fimmtán viðburðir hafa verið skipulagðir í Bretlandi og fimm í Bandaríkjunum. „Auk Bretlands og Bandaríkj- anna má nefna Afganistan, Belg- íu, Austurríki, Frakkland, Írland, Kanada, Litháen, Holland og Ítal- íu og Þýskaland, en þar í landi hafa verið skipulagðir sex viðburð- ir,“ segir Magdalena Kowalonek að lokum. n kolbeinn@dv.is og kristjana@dv.is 36 Menning 11.–13. janúar 2013 Helgarblað Heil þjóð verður eitt Sögu þessarar söfnunar má rekja aftur til ársins 1993 þegar fjórir Pólverjar, Jerzy Owsiak, Lidia Niedzwiedzka- Owsiak, Bohdan Maruszewski, and Piotr Burczyńsk, settu á laggirnar góðgerðastofnunina Wielka Orkiestra Swiatecznej Pomocy, WOSP, með það fyrir augum að vernda heilsu og líf barna með því að útvega almenn- ingssjúkrahúsum nauðsynlegan tækjakost. Nafn stofnunarinnar skír- skotar til jólaandans og góðverka um jólin. n „Tákn stofnunarinnar er hjarta og hef- ur verið allar götur frá stofnun hennar og allir sem styðja söfnunina fá límmiða í formi rauðs hjarta. Í Póllandi skartar nánast hvert einasta mannsbarn slíku hjarta þann dag og má segja að í því felist sá boðskapur að þann dag sé pólska þjóðin sem ein manneskja,“ segir Magdalena Kowalonek, skipuleggjandi söfnunarinnar á Íslandi. Í Póllandi og annars staðar þar sem Pólverjar búa flykkjast sjálfboðaliðar á götur út með söfnunarbauka og víða stofnað til samkoma tengdum söfnuninni. n Á meðal þess sem WOSP hefur látið sig varða má nefna hjartaaðgerðir á börnum, meðferð krabbameins í börn- um, háls-, nef- og eyrnalækningar og fæðingargalla hjá börnum. Árleg söfnun WOSP er styrkt af einstaklingum auk fjölda fyrirtækja víða í heiminum. Frá upphafi söfnunarátaks WOSP hefur stofnuninni tekist að safna um 170 milljónum Bandaríkjadala. Kærleikur þekkir engin landamæri n Íslenskir tónlistarmenn og Pólverjar taka höndum saman n Safna fé fyrir veik börn í Póllandi Myrra Rós og Danimal Túruðu um Pólland og leggja söfnuninni lið. MynD sigTRyggUR aRi Þórunn antonía Er á meðal íslensku tónlistarmannanna sem styðja við söfnun WOSP. Íris Þórarins Söngkonan slóst í hóp tónlistarmannanna íslensku. skipuleggjandi söfnunarinnar á Íslandi Magdalena Kowalonek skipuleggur söfnunina, sem nú er haldin í þriðja skipti á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.