Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Blaðsíða 22
22 Fréttir 14.–18. júní 2013 Helgarblað S igurður Ingi Jóhannsson, ný- skipaður umhverfis- og auð- lindaráðherra og varafor- maður Framsóknarflokks ins, hefur tekið til starfa með nokkrum látum og verið talsvert milli tannanna á fólki fyrstu vikurn- ar í starfi. Stóryrtar yfirlýsingar um Evrópusambandið og lokun umhverfis ráðuneytisins hafa komið Sigurði Inga í kastljósið og gert nýja ráðherrann umdeildan strax á fyrstu dögum ríkisstjórnarinnar. Áhrifin sem yfirlýsingar Sigurðar Inga hafa haft sáust meðal annars í viðræð- um á Alþingi um stefnuræðu for- sætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunn laugssonar, þar sem þingmenn stjórnarandstöðunnar vísuðu til yfir- lýsinga hans og gagnrýndu þær. Segja má að Sigurður Ingi hafi verið ríkisstjórninni fótakefli á fyrstu dög- um hennar. Hörð viðbrögð Fjölmargir einstaklingar og samtök urðu til að gagnrýna þau orð Sig- urðar Inga að loka ætti umhverfis- ráðuneytinu. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, var einn þeirra sem hæddist að Sigurði fyrir þau orð hans. „Það þurfti því síður en svo að koma nýrri ríkisstjórn á óvart að menn skirrast við óttann við að þessi vending væri áfangi á leið sem ætti að enda með því að umhverfisráðuneytið yrði þynnt út í lap – eða lagt niður. Nýi umhverfis- ráðherrann, sem fyrir margra smekk minnir fullmikið á klaufdýr á svelli þegar hann tjáir sig í fjölmiðlum, gaf fullt tilefni til þess.“ Þá sagði Katrín Jakobsdóttir, for- maður Vinstri grænna, að tillaga Sig- urðar Inga væri tímaskekkja. ,,Mér finnst þetta tímaskekkja miðað við þá tíma sem við lifum á þar sem stærsta viðfangsefni stjórnmálanna á næstu árum eru umhverfismál, loftslags- breytingar og áhrif þeirra og hvern- ig megi sporna við þeim og hvern- ig megi bregðast við þeim. Þetta eru kannski þeir tímar þar sem ég hefði haldið að væri mest þörf fyrir öflugt umhverfisráðuneyti, því það snýst náttúrulega ekki bara um hvernig við getum haft hverja atvinnugrein fyrir sig heldur er þetta bara stórt mál í al- þjóðlegu samhengi.“ Dregið í land Svo fór líka í vikunni að Sigurður Ingi dró ummæli sín um hugsan- lega lokun umhverfisráðuneytis- ins til baka. Líklegt verður að teljast að aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni hafi rætt við hann og beðið hann um gæta orða sinna. Sigurður Ingi talaði meðal annars gegn orðum Sigmund- ar Davíðs þegar hann ræddi hug- myndina um lokun umhverfisráðu- neytisins. „Fækkun ráðuneyta er því ekki á dagskrá þó svo að mögulega geti umhverfis- og auðlindaráðu- neytið tekið einhverjum áherslu- breytingum með tilfærslu málaflokka sem gætu þá færst til umhverfisráðu- neytisins eða frá því, í þeim tilgangi að einfalda stjórnsýsluna,“ sagði Sig- urður Ingi í pistli á heimasíðu sinni á þriðjudaginn. „Líklega hefur hann verið beðinn um að hugsa áður en hann talar og segja ekki eitthvað sem gengur gegn orðum annarra stjórnarliða,“ seg- ir einn af viðmælendum DV um þá ákvörðun Sigurðar Inga að draga í land og þau gagnrýnisorð sem aðrir stjórnarliðar hljóta að hafa látið falla við ráðherrann. Byrjar illa Viðmælendur DV úr heimi stjórn- málanna eru sammála um að Sig- urður Ingi hafi ekki byrjað vel í starfi. Hugsanlega má rekja slæma byrjun hans til þess að hann er ekki reynslu- mikill á sviði stjórnmála og var að taka við ráðherraembætti í fyrsta sinn.„Hann byrjar þetta mjög illa og hélt vonda ræðu á mánudaginn mið- að við í hverju hann var búinn að lenda dagana á undan. Sigurður Ingi er að byrja langverst allra ráðherr- anna í ríkisstjórninni. Hann er búinn að valda ríkisstjórninni miklu tjóni og hefur orðið þess valdandi að það er byrjuð að myndast andúð á ríkis- stjórninni í grasrótarhreyfingum og alls ekki bara flokkspólitísk. Hann virðist ekki höndla þetta nýja hlut- verk vel og segir ítrekað ranga hluti,“ segir viðmælandi DV. Hann segir að fyrir vikið stefni í að sumarþingið verði átakameira en ella. „Ég held að ríkisstjórnin hafi vilj- að gera sem minnst á sumarþinginu og hafa þetta stutt, senda fólk svo bara heim í sólina og hætta að tala um pólitík og mæta svo aftur. Þetta mis- heppnaðist algjörlega og má með- al annars rekja þetta til Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga. Sjálfstæðis- menn hafa hins vegar haldið kjafti. Þessi staða hefur valdið titringi með- al sjálfstæðismanna auk þess sem margir eru órólegir vegna þess að all- ur fókusinn hefur verið á efnahags- stefnu Framsóknarflokksins, stefnu sem sjálfstæðismenn lögðust gegn og gagnrýndu í kosningabaráttunni,“ segir viðmælandinn. Annar þingmaður segir að miðað við yfirlýsingar Sigurðar Inga megi ætla að hann sé ennþá í stjórnarand- stöðu. „Þetta er maður í flokki sem hefur síðastliðin fjögur ár verið stór- yrtur í yfirlýsingum í stjórnarand- stöðu og hann virðist ekki vera kom- inn úr þeim gírnum. Hann sest inn í ráðuneyti og byrjar að gefa kosninga- loforð og reita græna fólkið til reiði – allt græna sviðið eins og það legg- ur sig. Fólki í kringum mig, sem ég myndi alls ekki kalla aktívista, er alls ekki skemmt, það fer um það í raun- veruleikanum,“ segir viðmælandinn. Einn annar þingmaður segir um byrjun Sigurðar Inga í ráðherrastarfi. „Þetta er það sem hefur einkennt marga framsóknarmenn síðastliðin ár: Vanhugsuð yfirlýsingagleði. Sig- urður Ingi þarf að láta af slíku nú þegar hann er orðinn ráðherra í ríkisstjórn; hann verður að endurstilla forritið.“ Dýralæknir frá Suðurlandi Sigurður Ingi er bóndasonur af Suður landi, fæddur árið 1962 og er dýra læknir að mennt. Hann hefur lengst af unnið við slík læknis störf á Suður landi auk þess sem hann var bóndi á Dalbæ í Hruna manna- hreppi um nokkurra ára skeið á ní- unda og tíunda áratug síðustu aldar. Dalbær er æskuheimili Sigurðar Inga og tók hann við búinu eftir fráfall for- eldra sinna, Jóhanns Pálssonar og Hróðnýjar Sigurðardóttur, en þau lét- ust af slysförum langt fyrir aldur fram síðla árs 1987. Þá hefur Sigurður Ingi gegnt fjölda trúnaðarstarfa í gegnum tíð- ina fyrir ýmis félagasamtök og lögað- ila, meðal annars fyrir sveitarstjórn Hruna manna hrepps, Kaupfélag Árnes sýslu, Ung mennafélag Hruna- manna og fleiri aðila á Suðurlandi. Sigurður er kvæntur og á þrjú börn af fyrra hjónabandi. Einn af viðmæl- endum DV segir að Sigurður Ingi sé mikill kunnáttumaður um landbún- að enda komi hann úr því umhverfi. „Hann er landbúnaðarmaður fram í fingurgóma. Hann veit hins vegar sáralítið um sjávarútveg – það sáum við á Alþingi á síðasta þingi í umræð- um um kvótann. Sigurður Ingi virt- ist ekki hafa áhuga á að setja sig inn í kvótamálin heldur tók hann upp flokkslínuna. Hann kemur ekki úr þeim geira og þekkir ekki til í hon- um: Hann hefur sjálfsagt ekki séð til sjávar fyrr en hann var kominn á fullorðinsár. En í landbúnaðinum er hann á heimavelli og talar þar sem hagsmunaaðili auðvitað.“ Einn af viðmælendum DV segir að Sigurður Ingi njóti mikils stuðn- ings og trausts á Suðurlandi og þyki traustur. „Mér er sagt að hann njóti mikils stuðnings á svæðinu sem þingmaður. Hann er stundum sagð- ur vera eins og Halldór Ásgrímsson endurfæddur,“ en Sigurður Ingi er fyrsti þingmaður Framsóknarflokks- ins í kjördæminu. Sagður gamaldags Sigurður Ingi þótti ekki sérstaklega áberandi á síðasta þingi og segir einn af viðmælendum DV að fáir hafi talið líklegt að hann yrði ráðherra fyrir fjórum árum síðan. „Það fer það orð af honum almennt séð, þó hann hafi ekki beinlínis verið að stuða fólk, að hann sé dálítill durtur og ekki góður í samskiptum. Hann er frekar þungur á bárunni og dulur. Það hefði enginn trúað því fyrir fjórum árum að Sig- urður Ingi yrði varaformaður flokks- ins og ráðherra. En ætli það sé ekki bara af því mannvalið er ekki merki- legt.“ Sigurður Ingi var ekki sérlega aðsópsmikill á síðasta þingi en upp- haf ráðherraferils bendir til að sú staða hafi breyst snögglega. Ráðherranum er lýst af samþing- mönnum sínum sem dæmigerðum framsóknarmanni, íhaldssömum, gamal dags og ekki mjög frjálslynd- um. „Hann er gamall í hugsun, forn, eins og til dæmis Guðni Ágústsson, og ekki djúpur.“ Annar segir að hann hræðist það að Sigurður Ingi fái að fara með vald. „Hann er gamaldags þurs; hann er maður sem er ekki góð- ur í meðferð valds. Mér finnst ekki góð tilhugsun að hann fari með vald (...) Hann virðist hugsa: Nú er ég Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Nærmynd „Hann er gamaldags þurs“ n Sigurður Ingi Jóhannsson hefur verið einn umtalaðasti ráðherra nýrrar ríkisstjórnar á stuttum líftíma hennar n Mikill stuðningsmaður virkjana„Ekki góður í meðferð valds Byrjar ekki vel Sigurður Ingi Jóhannsson þykir ekki hafa byrjað vel í embætti ráðherra. Hann hefur verið yfirlýsingaglaður og þurft að draga ummæli til baka, meðal annars um lokun umhverfisráðuneytisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.