Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Blaðsíða 32
sat þar einn og grét 32 Viðtal 14.–18. júní 2013 Helgarblað Þ að er fyrsti starfsdagur sum- arþings þegar ég mæli mér mót við Bjarna Benedikts- son nýskipaðan fjármála- og efnahagsráðherra í Alþingis- húsinu. Vinnudagarnir hafa verið langir og strangir allt frá því að Bjarni og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hófu myndun nýrrar ríkisstjórnar skömmu eftir kosningar. Bjarni er giftur Þóru Margréti Baldvinsdóttur og saman eiga þau fjögur börn, Margréti 21 árs, Bene- dikt 15 ára, Helgu Þóru 8 ára og Guð- ríði Línu á öðru árinu. Fjölskyldan er orðin vön því að fjölskyldufaðirinn hafi mikið að gera og vinnutíminn sé óreglulegur. Bjarni segist vera mikill fjölskyldumaður og vinur barnanna sinna. „Það er gott samband á milli okkar. Það eina sem skortir er meiri tími. Það er ekki auðvelt að vera virk- ur þátttakandi í öllu því sem fjölskyld- an er að gera á meðan maður gegn- ir formennsku í stjórnmálaflokki. Ég geri ráð fyrir að ráðherraembættið krefjist enn frekari fjarvista og það er bara eitthvað sem maður verður að sætta sig við. En við finnum einhverja leið saman, fjölskyldan, til að eiga okkar prívat stundir. Mér finnst mik- ilvægt að taka frá tíma sem er ósnert- anlegur og helgaður fjölskyldunni. Ég hef ekki verið nógu duglegur við það en það er samt eina leiðin til að fást við þetta.“ Stoltur af frændgarðinum Bjarni er Garðbæingur í húð og hár. Hann sleit barnsskónum þar og hef- ur búið í Garðabæ öll sín fullorðins- ár utan þess tíma sem hann dvaldi erlendis í námi. Hann er af hinni þekktu Engeyjarætt. Ég spyr hann hvort það hafi komið sér vel eða illa fyrir hann í lífinu. „Ég skal ekki segja. Ég er einn af þúsundum Íslendinga af þessari ætt, ég er stoltur af mínum frændgarði og á marga góða vini þar, en ég á svo sem ættir að rekja víð- ar, er til dæmis af Víkingslækjarætt, Hælsætt, Thorarensenætt og Róð- hólsætt.“ Engeyjarættin hefur verið kennd við völd og ríkidæmi. „Ég held að sú umræða hafi verið blásin upp úr öllu skynsamlegu samhengi. Ég er ekki Engeyjarættin. Það eru þessar þúsundir manna og kvenna sem telj- ast til ættarinnar. Hvaða völd er verið að tala um og eiga að liggja einhvers- staðar í ættinni? Varla geta öll völd ættarinnar raungerst í mér sem ráð- herra. Umræða af þessu tagi er dæmi um ákveðna einföldun þar sem menn vilja pakka saman einhverri hugsun, einhverri skoðun með slag- orðum. Ég hugsa oft til allra þeirra sem eru af ættinni en eru ekki hluti af þessum fimm til tíu manna hópi sem oftast er vísað til og spyr mig hvernig þessi umræða blasi við þeim.“ Unglingaástir Bjarni og Þóra Margrét kynntust í grunnskóla, þetta var unglingaást, svo slitnaði upp úr í tæp tvö ár þegar þau fóru í menntaskóla. Bjarni og Þóra fóru að búa og eignuðust elsta barnið. Hann 21 árs, hún tvítug. Hann hóf nám í lögfræði við Há- skóla Íslands og lauk prófi sama ár og hann gifti sig, árið 1995. Bjarni hefur sjaldnast haft mikinn tíma til að sinna heimilisstörfum. Hann játaði í viðtali á Stöð 2 í vor að hann væri ekki mikill kokkur, það eina sem hann væri góður í, væri að gera eggjahrærur, sem hann segir að sé svo sem ekki alveg rétt – hann eldi einnig góða hamborgara. Í viðtali við DV fyrir fjórum árum var hann minntur á að hann nýttist lítið við heimilisstörfin. Hann viðurkenndi það fúslega og það hefur lítið breyst enda ekki miklum tíma til að dreifa. „Heimilið er stórt og Þóra stjórnar því og fjölskyldunni af mikilli lagni. Hún hefur óneitanlega þurft að færa talsverðar fórnir til þess að ég gæti sinnt stjórnmálunum af fullum krafti. Þóra er sterkur bakhjarl sem hefur sýnt starfi mínu mikinn skiln- ing og það skiptir mig miklu að vita af því að ég á stuðning hennar og ráð þegar á þarf að halda. Öðruvísi gæti þetta aldrei gengið upp.“ Bjarni lagði stund á framhalds- nám í lögum bæði í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Frá því hann lauk prófi og þangað til hann var kjörinn á þing fyrir áratug, sinnti hann bæði störfum fyrir hið opinbera og á al- menna vinnumarkaðnum. Afskipti hans af stjórnmálum hófust upp úr tvítugu og hann hefur á sínum póli- tíska ferli marga fjöruna sopið. Áfengisvandinn er víða Meðal þess sem Bjarna hefur verið legið á hálsi fyrir er að hann geti ekki sökum uppruna síns og góðrar efna- hagslegar stöðu í lífinu skilið þá sem lítið hafa á milli handanna eða þá sem glíma við sjúkdóma og félags- leg mein. „Ég skil þá umræðu bara mæta vel. Við hljótum að horfa til þess hvernig okkur gengur almennt að setja okkur í spor annarra. Við skul- um hafa í huga að við ölumst upp í einu stéttlausasta þjóðfélagi heims- ins. Það er eitt skólakerfi fyrir alla, við höfum öll aðgang að sömu heil- brigðisþjónustu. Í öllum fjölskyldum koma upp svipuð viðfangsefni, gleði- efni og líka margskonar vandamál. Sjúkdómar fara ekki í manngreinar- álit. Áfengisvandinn er víða og fáar íslenskar fjölskyldur hafa algjörlega sloppið við hann. Við missum öll ná- komna ættingja á lífsleiðinni. Þetta er nálægt okkur öllum, það á líka við um mig, mína fjölskyldu og tengdafólk. Ég tel líka að tíu ára þátttaka í stjórn málum hafi þroskað mig sem mann og stjórnmálamann. Það sem ég er þakklátastur fyrir í þessu starfi er að það hefur gefið mér tækifæri til að fá djúpa innsýn í samfélagið. Ég hef aldrei haldið því fram að ég hafi þurft að lifa á atvinnuleysisbót- um eða af litlum sem engum tekjum svo árum skipti. Persónulega hef ég aldrei þurft að glíma við erfiða sjúk- dóma. Þrátt fyrir þetta tel ég að ég þekki ágætlega hvað þarf til að koma landinu áfram á framfarabraut.“ Erfiðasta lífsreynslan Eins og áður sagði voru Bjarni og Þóra Margrét rétt um tvítugt þegar þau hófu búskap. Þegar ég spyr hann um hvað honum hafi þótt erfiðasta reynslan í lífinu svarar hann að það sé ýmislegt sem komi upp í hugann. „Við vorum ung að árum þegar við þurftum að standa á eigin fót- um með nýfætt barn. Við vorum með þeim allra fyrstu í vinahópnum til að eignast barn eins og gefur að skilja. Ég var í námi og samhliða því varð ég að taka ákvörðun um að standa mig sem foreldri og ljúka um leið því sem ég var að fást við. Það var mikil áskor- un fyrir okkur bæði að takast á við þá ábyrgð sem felst í foreldrahlutverk- inu og ég er þakklátur fyrir hve vel það hefur gengið. En þetta flokkast nú ekki sem erfið lífsreynsla, heldur mikilvæg, mótandi og gefandi, í það minnsta þegar maður hefur lært að- eins að fóta sig í þessu hlutverki. Það var var aftur á móti mikið áfall fyrir mig að slasast í íþróttum aðeins 24 ára gamall og þurfa að hætta al- farið æfingum og keppni. Líf mitt fram að því, frá því ég var smástrákur, snerist að verulegu um íþróttirnar, en ég slasaðist í leik með Stjörnunni í efstu deild og steig aldrei aftur inn á völlinn eftir það. Ég man vel síð- ustu æfinguna. Þá hafði ég hvílt fót- inn lengi eftir slysið og vildi láta reyna á ökklann. Eftir 15 mínútur var ég kominn aftur í búningsklefann. Sat þar einn og brast svo í grát því ég fann að það var eitthvað mikið að og ég óttaðist að ég næði mér aldrei, sem varð raunin. Læknar sögðu mér að ég myndi þurfa að stífa ökklann í framtíðinni en það er þó ekki enn komið að því. Það hefur verið erfitt fyrir okk- ur hjónin að horfa á nákomna ætt- ingja okkar hverfa á braut eða glíma við erfið veikindi. Nokkrir hafa glímt við krabbamein, mágkona mín lést rúmlega fertug úr krabbameini. Það eru hlutir á borð við þessa sem koma upp í hugann þegar þú spyrð að þessu, en hrunið er líka ákaflega stór þáttur í reynslubankanum. Að upp- lifa það sem þátttakandi í stjórnmál- um og viðskiptalífinu, horfa á efna- hagslífið hrynja eins og spilaborg, er reynsla sem setur mark sitt á mann fyrir lífstíð.“ Það sem mótar einn mann Það eru margir þættir sem móta hvern einstakling. Bjarni segir að það sem hafi haft mest áhrif á hann sé það uppeldi sem hann hafi hlotið. Foreldrar hans hafi kennt honum að hann gæti orðið það sem hann vildi ef hann hefði áhuga og legði sig fram. Foreldrar hans höfðu ekki mikla trú á boðum og bönnum þegar Bjarni var barn og unglingur. Hann fékk því nokkuð lausan tauminn á unglings- árunum. Aðrir þættir sem Bjarni seg- ir að hafi mótað sig og gert sig að þeim sem hann er í dag er þátttaka í íþróttum. Hann var afreksmaður í fótbolta og handbolta og spilaði marga lands- leiki með yngri landsliðum í fótbolta þar til hann slasaðist. Hann nefnir fleira sem hefur mót að hann: skólagönguna, vinina, hjónabandið og uppeldi barnanna ásamt þeim áskorunum sem hann hefur mætt á vinnumarkaði. „Síð- ast en ekki síst mótast maður sem stjórnmálamaður og einstaklingur af því að lifa og hrærast í stjórnmál- um. Ég hef svo sannarlega fundið fyrir mótlæti á stjórnmálaferlinum. Það var á brattann að sækja í vet- ur og jafnvel ef ég lít lengra aftur, að berjast nánast viðstöðulaust áfram í mótvindi, sæta gagnrýni og sjá fylgi flokksins dala. Ég horfi samt ekki á það sem nei- kvæða reynslu. Mér finnst að ég hafi fengið þroska og styrk í staðinn. Þessi reynsla kenndi mér margt um mann- legt eðli og um harðar hliðar stjórn- málastarfsins. Hún kenndi mér líka mikilvægi þess að búa yfir þraut- seigju og hafa trú á sjálfum sér og því sem maður stendur fyrir til að sigrast á erfiðleikum. Það er ekki spurning að reynsla mín af stjórnmálum síð- asta kjörtímabilið hefur mótað mig og þroskað til að takast á við verkefn- in framundan. Ég er ekki í nokkrum vafa um það.“ Hélt að ég yrði að gefast upp Það var eitt fimmtudagskvöld í apr- íl sem Bjarni mætti í eftirminnilegt viðtal á RÚV. Þá hafði fylgi flokksins í skoðanakönnunum mælst í sögu- legu lágmarki og vinsældir varafor- manns flokksins mældust mun meiri en formanns flokksins. Þá íhugaði Bjarni það sterklega að segja af sér formennsku í Sjálfstæðisflokknum. „Mig langaði ekki til að gefast upp en á tímabili hélt ég þó að ég ætti ekki annarra kosta völ. Þegar ég gekk út úr Útvarpshús- inu hugsaði ég með mér að þetta hefði gengið ágætlega. Ég hlakkaði til að hitta aðstoðarmann minn sem beið eftir mér og spyrja hana hvað henni hefði fundist. Henni fannst viðtalið hafa gengið vel en hvorugt okkar áttaði sig á því hve mikil við- brögð ég átti eftir að fá. Þegar ég fór að sofa á fimmtudagsnóttina leið mér ágætlega. Ég var ákveðinn í því að ég myndi ekki gera það upp við mig fyrr en á föstudeginum hvað ég myndi gera. Það var alveg opið og ég var búinn að segja mínum nán- ustu það. Smá saman næsta sólar- hringinn, samhliða gríðarlega sterk- um viðbrögðum, sá ég að hið eina rétta var að byggja á þeim mikla Bjarni Benediktsson hefur átt misjöfnu gengi að fagna í stjórnmálum. Hann er stoltur heimilisfaðir og finnst það ein af stóru áskorunum í lífinu að ala upp börnin sín. Hann er lélegur kokkur og lítið fyrir að taka til. Hann settist niður með blaðamanni og sagði hon- um hvað hefði mótað hann sem mann og ræddi líka hvers er að vænta frá nýrri ríkisstjórn í sumar og haust. „ Í einkalífinu hefur stærsta áskorunin verið að standa sig sem fjölskyldufaðir gagnvart fjórum börnum og konu. Jóhanna Margrét Einarsdóttir johanna@dv.is Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.