Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Blaðsíða 42
42 14.–18. júní 2013 Helgarblað m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g Þ að er skýr heildarsvipur á Kveik. Nöfnin á lögunum þjóð leg. Er það hluti af „kon­ septi“ plötunnar að hún komi út á Þjóðhátíðardaginn? Það eru tilviljanir sem ráða ferð. Heiti laganna eru venjulega valin síð­ ast í ferlinu og þótt þau virðist tengj­ ast innbyrðis þá var ekki endilega lagt upp með slíkar tengingar. Ég sá það ekki fyrr en eftir á hvað þessi stíll virðist þrýsta sér fram. Meira að segja útgáfudagurinn er tilviljun, skemmtileg tilviljun, og tengist ekkert þjóðlegum gildum eða nýrri ríkisstjórn. Hún kemur reynd­ ar út á nokkrum dagsetningum til þess að laga sig að hefðum í ólíkum heimshlutum. Eina „konseptið“ sem við lögð­ um upp með var að gera eitthvað allt annað en við vorum vanir. Að þrýsta okkur sjálfum út fyrir það sem okkur þykir þægilegt. Það gerðist líka að við töluðum meira saman á meðan við sömdum lögin. Þannig reyndum við að ýta meira hver við öðrum en við vorum vanir að gera fram að þessu. Og útkoman er plata sem hefur rauð­ an þráð, frekar en að vera „konsept­ plata“ í þröngum skilningi. Þessi plata er ein af okkur stóru vörðum á leiðinni. Ég geri mér í hugarlund að seinna meir muni ég telja plötuna Ágætis byrjun vera svona vörðu og sennilega líka Takk. Og svo Kveikur. Hér kveður líka við nýjan tón, nýtt sánd, hraðar tölvuunnar trommur og bjagaðan bassa, næstum eins og þarna sé nýr hljómsveitarmeðlimur. Hvað er að gerast? Þessi hrái bassi er frá mér kom­ inn. Þarna er ég að brjótast út úr þægindunum og spreyta mig á ein­ hverju nýju. Trommur og bassi eru mjög áberandi á þessari plötu og að því leyti er hún sérstaklega ólík síð­ ustu plötu, Valtara, þar sem mest lítið heyrðist í slagverki. Hefur eitthvað gerst í hljómsveit­ inni sem kallar á þessa gerjun, þessar breytingar? Ja, Kjartan er ekki lengur í hljóm­ sveitinni. Það er töluverð breyting. Við það riðlast gömul hlutföll og starf­ ið breytist. Það er mikill munur á að vera þrír í hljómsveit og fjórir. Ég er ekki að segja að annað sé betra en hitt. Hljómsveitin er orðin tuttugu ára gömul og líklega var það einmitt þessi breyting sem við þurftum. Auð­ vitað söknum við Kjarra úr bandinu en breytingin er orðin og platan er komin. Þegar við lögðum af stað vor­ um við ekki endilega vissir um að þetta passaði okkur, en hlutirnir gerð­ ust hratt. Við vorum fljótir að semja plötuna. Af hverju hefði þetta svo sem ekki átt að ganga? Við erum tónlistar­ menn. Þetta er það sem við gerum. Vinnuferlið var fremur hrátt. Við gerðum dálitla grunnvinnu í Sund­ lauginni í Mosó. Afganginn af upp­ tökunum gerðum við svo bara hér og hvar, eftir hentugleikum. Í æfinga­ húsnæði víða og inni á heimilum. Það óvænta gerðist líka; að við vorum nánast strax ánægðir með hljóminn á plötunni. Við höfum oft áður verið með alls lags plön um að laga og breyta hljóminum á seinni stigum. En þetta virtist límt saman frá byrjun. Er þetta besta platan ykkar? Ég er ekki frá því. Ég gæti alveg sagt það. Stundum þorir maður ekki alveg að segja svona hluti. Ég hef varla verið svona spenntur áður fyr­ ir útgáfudegi plötu. Svona spenntur hef ég ekki verið frá því við gáfum út Ágætis byrjun. Platan hefur lekið út á internetið. Hvaða áhrif hefur það? Það var leitt að heyra það. Það eru reyndar dæmi þess að útgáfufyrir­ tæki leki plötunum sjálf út, til þess að reyna að stýra því á rétta tímasetn­ ingu, vitandi að efnið sleppur út fyrr eða síðar. Það er ekki svo í þessu til­ viki. Valtari lak reyndar líka út fyrir útgáfudag. Tónlist á netinu er auðvitað stað­ reynd. Allar plöturnar okkar eru á til dæmis á Spotify og þessi fer þangað líka. Spotify er ekki endilega hin end­ anlega besta aðferð, en það er lög­ leg og góð aðferð, sem gríðarmargir nota. Ég er með ungling á heimilinu sem ég ræði þessi mál við. Í þess­ um hópi er einhver annar skilning­ ur á hugtakinu að stela þegar kem­ ur að netinu. Ég held að það þurfi að fara fram fræðsla, af því að krakk­ arnir taka ekki upp á því að fara gegn tíðarandanum, ef tíðarandinn segir þér að taka það sem þú vilt. En að taka plötu á internetinu er alveg eins og að labba inn í búð og stela plötu. Á þessu er enginn mun­ ur. Tekjuöflunin er tekin frá tónlist­ armanninum og það bitnar auðvitað bara á tónlistinni. Hafið þið staðið í lögsóknum vegna þjófnaða? Nei. Við höfum ekkert staðið í því. Það er nánast óvinnandi veg­ ur að standa í slíku. Við höfum hins vegar látið stoppa það þegar beinlín­ is er búið að stela lögunum okkar og nota þau í auglýsingar. Lögin okkar eru reyndar tekin hvað eftir annað og notuð með minni háttar breytingum í auglýsingar um víða veröld. Þetta er Sigtryggur Ari Jóhannsson sigtryggur@dv.is Tónlist Þetta er okkar besta plata Sigurrós gefur út sína sjöundu plötu á þjóðhátíðar- degi Íslendinga, þann 17. júní. Platan heitir Kveikur og er sú fyrsta sem sveitin sendir frá sér eftir að Kjart- an Sveinsson hætti í hljómsveitinni. Georg Hólm segir plötuna mikilvæga vörðu á tuttugu ára ferli hljómsveitarinnar, jafnvel þá bestu sem sveitin hafi sent frá sér. „Svona spenntur hef ég ekki ver- ið frá því við gáfum út Ágætis byrjun Ágætis byrjun Kom út árið 1999 og er almennt álitin ein besta plata Íslands- sögunnar. Takk Platan kom út árið 2005 á eftir hinni umdeildu svigaplötu. Inniheldur smellinn Hoppípolla sem er með þekktari lögum sveitarinnar. Kveikur Nýjasta plata Sigurrósar. Fyrsta plata sveitarinnar sem tríós og gæti orðið ein vinsælasta plata hljómsveitarinnar. Langdregin á köflum The Great Gatsby Baz Luhrmann „Frábær klækjavefur“ House of Cards
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.