Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Blaðsíða 30
30 Umræða 14.–18. júní 2013 Helgarblað É g hef nokkrum sinnum gert einelti að umfjöllunarefni, rætt þessi mál á Alþingi og skrif- að blaðagreinar um efnið. Það brenna á mér spurningar um hvað við getum helst gert til að ná árangri og útiloka einelti úr samfé- laginu, hvort sem er innan skólakerf- isins, á vinnustöðum eða í samfé- laginu almennt. Alþjóðlegar rannsóknir hafa sýnt að um 20 prósent skólabarna telja sig beitt einelti og þessi tala er mjög svip- uð í flestum þeim löndum þar sem slíkar rannsóknir hafa verið gerðar. Þrátt fyrir að umræða hafi aukist um einelti í skólum á síðustu árum og fjölmargir skólar hafi tekið upp stefnu sem á að vinna gegn slíku ofbeldi sýna mörg dæmi að gera þarf betur. Einelti viðgengst líka á vinnustöðum. Könnun meðal ríkisstarfsmanna árið 2008 sýndi að 11 prósent starfsmanna töldu sig hafa orðið fyrir einelti síð- ustu 12 mánuði og fjórðungur hafði orðið vitni að einelti á sínum vinnu- stað. Þegjum ekki Þeir sem sæta einelti þurfa mikinn stuðning og skýr skilaboð um að þeir beri undir engum kringumstæðum ábyrgð á illri hegðun annarra í sinn garð. Ábyrgðin er gerandans og þeirra sem styðja eða samþykkja ofbeldis- fulla hegðun af þessu tagi með því að taka undir með gerandanum eða með þögn og aðgerðaleysi. Það er mikill ábyrgðarhlutur að gerast á þennan hátt samsekur um þann ljóta glæp sem einelti er. Árið 2010 samþykktu stjórnvöld aðgerðaáætlun í þrjátíu liðum til að vinna gegn einelti. Þrjú ráðuneyti stóðu saman að gerð áætlunarinn- ar og höfðu við þá vinnu samráð við fjölda hagsmuna- og fagaðila sem létu sig málið varða. Áætluninni fylgdi fé til framkvæmda, verkefnisstjórn var sett á fót til að fylgja málum eftir og ráðinn var verkefnisstjóri. Í október 2011 tók gildi langþráð reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum. Þar er fjallað á víðtækan hátt um skóla- brag, samskipti, agamál og einelti og margvíslega ábyrgð og skyldur þeirra sem starfa innan skólanna, þar með taldir nemendurnir sjálfir. Mikilvægt er að í reglugerðinni er kveðið á um skyldu allra skóla til að hafa heild- stæða stefnu fyrir skólann til að fyrir- byggja og bregðast við líkamlegu, andlegu og félagslegu ofbeldi og fé- lagslegri einangrun. Skólar skulu setja sér aðgerðaáætlun gegn einelti með virkri viðbragðsáætlun til að takast á við eineltismál í skólanum. Áhersla er lögð á að þetta sé virk stefna sem allir þekkja og jafnframt er kveðið á um að kannað sé reglulega eðli og umfang eineltis í skólum, niðurstöður kynntar og þær nýttar til úrbóta. Lengi býr að fyrstu gerð Aðgerðir gegn einelti sem heyra undir mitt málefnasvið snúa að vinnustöð- um. Ég leyfi mér samt að gera einelti í skólum að umfjöllunarefni, því lengi býr að fyrstu gerð og því næst án efa bestur árangur til framtíðar með því að innræta börnum jákvæð samskipti, tillitsemi og umburðarlyndi í garð fé- laga sinna og gera þeim ljóst að ein- elti er glæpur, ekki síður en líkamlegt ofbeldi og líðst ekki undir neinum kringumstæðum. Rétt er að minna einnig á ábyrgð foreldra í þessu sam- bandi. Nú liggja fyrir í velferðarráðu- neytinu drög að reglugerð um aðgerð- ir gegn einelti, kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustað. Reglugerðin hefur verið lengi í vinnslu, enda margir komið að verkinu þar sem áhersla var lögð á víðtæka samvinnu til að vanda verkið og virkja sem flesta í umræðunni. Reglugerðardrögin fóru í opið umsagnarferli sem nú er liðið og eru athugasemdir sem bárust til skoðunar í ráðuneytinu. Brýnt er að vanda þar til verka. Í framhaldinu þarf að skoða vel vinnuverndarlöggjöfina og hvort tímabært sé að hefja endurskoðun á henni til að tryggja að starfsmenn búi við sem best starfsumhverfi, líka þegar kemur að félagslegum og sál- rænum þáttum. Virkja þarf allt samfélagið Aðgerðaáætlunin frá árinu 2010 felur í sér mörg verkefni sem miðast við að virkja sem flesta sem víðast í samfé- laginu til að vinna markvisst gegn ein- elti, hvar sem það birtist og hafa áhrif á viðhorf og vitund fólks um þessi mál. Ég mun leggja mitt af mörkum til að styðja og efla þessa vinnu og fylgja eftir framkvæmd aðgerðaáætl- unarinnar. Við verðum að sjá árangur af þessu starfi og því er mikilvægt að meta reglulega hvernig okkur miðar og hvort fleira þurfi að koma til. Það er einnig full ástæða til að fylgjast vel með fordæmi nágranna- þjóða í baráttunni gegn einelti og öðru ofbeldi, og sjá hvort við getum nýtt okkur þeirra leiðir ef vel tekst til. Einelti er alvarlegt, það getur valdið fólki varanlegum skaða og jafn- vel kostað mannslíf. Ábyrgð okkar allra sem getum unnið gegn einelti er því mikil. Þá ábyrgð verðum við að taka mjög alvarlega. Höfundur er félags- og húsnæðis- málaráðherra. Segjum NEI við einelti Kjallari Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra „Einelti er alvarlegt, það getur valdið fólki varanlegum skaða og jafnvel kostað mannslíf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.